Enski boltinn

City getur orðið Englandsmeistari í mars

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Vincent Kompany tók við Englandsbikarnum 2014 en síðan hefur Manchester borg ekki eignast Englandsmeistara.
Vincent Kompany tók við Englandsbikarnum 2014 en síðan hefur Manchester borg ekki eignast Englandsmeistara.
Manchester City gæti unnið ensku úrvalsdeildina í byrjun marsmánaðar ef spilamennska liðsins helst sú sama. Breski miðillinn Mirror hefur reiknað út mögulegar dagsetningar hvenær City gæti hampað titlinum.

Manchester United fær að meðaltali 2,15 stig fyrir hvern leik á tímabilinu enn sem komið er. Með því áframhaldi endar United með 82 stig.

City kemst í 82 stig eftir níu leiki, þann 3. mars á heimavelli gegn Chelsea, miðað við núverandi form 2,9 stig að meðaltali í leik.

Ef United vinnur hins vegar alla leiki sína þangað til þá væri City ekki með næga forystu til þess að vinna titilinn.

Fari svo að United tapi öllum þeim leikjum sem þeir eiga eftir og City haldi áfram að vinna sína leiki, þá myndu þeir bláklæddu ná óyfirstíganlegri forystu á United þann 10. febrúar.

Þeir myndu þó ekki fá titilinn í hendurnar í febrúar þar sem önnur lið væru þá enn í baráttunni.

Ef fimmtán stiga munurinn sem nú er á liðunum myndi haldast óbreyttur út tímabilið þá gæti City tryggt sér titilinn í slag Manchester-liðanna á Etihad vellinum 7. apríl. Það er líklegast sú útkoma sem stuðningsmenn City myndu vilja hvað helst, upp á montréttinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×