Telja að erfiðara verði að varðveita íslenskt efni Sveinn Arnarsson skrifar 11. desember 2017 07:30 Á Landsbókasafni situr margur háskólaneminn og lærir fyrir próf í desembermánuði. Margir þeirra vita kannski ekki að bókasafnið varðveitir og getur útvegað allt prentað efni frá árinu 1886. vísir/anton brink Aukin prentun íslenskra bóka á erlendri grund veldur Landsbókasafni nokkrum áhyggjum og gæti það haft í för með sér að erfiðara verði að varðveita menningararf þjóðarinnar. Skylt er að skila til Landsbókasafns prentuðum bókum og einnig rafbókum, hljóðbókum, kvikmyndum og tónlist.Hallfríður Baldursdóttir, fagstjóri skylduskila hjá Landsbókasafnivísir/anton brinkFréttablaðið sagði frá því fyrir skömmu að hin íslenska jólabók innbundin í kápu muni brátt heyra sögunni til. Oddi mun í upphafi nýs árs hætta prentun þessarar gerðar bóka og því mun öll harðspjalda bókaprentun flytjast úr landi. Í jólabókaflóðinu um þessi jól eru tvær af hverjum þremur bókum prentaðar erlendis, einungis þriðjungur er prentaður hér á landi. Hallfríður Baldursdóttir, fagstjóri skylduskila Landsbókasafns segir þetta nokkrum vandkvæðum bundið. „Hér áður fyrr þurftum við bara að hafa samband við prentsmiðjurnar sem eru tiltölulega fáar hér á landi. Nú hins vegar færist skyldan yfir á útgefendur en þeir eru margir og mjög misjafnt hversu stórtækir þeir eru í útgáfu,“ segir Hallfríður. „Því er það mun meira verkefni fyrir okkur að vakta bókamarkaðinn svo allar bækur skili sér til okkar.“ Hallfríður segir skilaskyldu bóka skipta miklu máli fyrir varðveisluna. „Við vinnum að því markmiði að varðveita menningararfinn með þessum hætti. Hingað kemur allt útgefið efni og því mikilvægt að allt berist til okkar til varðveislu komandi kynslóða,“ segir Hallfríður. Fyrstu lög um skylduskil bóka voru samþykkt árið 1886. Var það þá hluti af prentsmiðjulögum landsins og náðu eingöngu til prentaðs efnis. Árið 1949 voru lög um skilaskyldu gerð að sjálfstæðum lögum og umsjón færð til Landsbókasafns frá lögreglustjórum landsins. Núgildandi lög um skylduskil voru samþykkt á Alþingi í tíð Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra. Er tilgangur þeirra að varðveita til frambúðar þann íslenska menningararf sem skilaskyldan nær til. Landsbókasafni, Amtsbókasafni á Akureyri og Kvikmyndasafni Íslands er gert að varðveita skyldueintök. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Íslenska bókin er innflutt og handverk gæti glatast úr landi Jólabókaflóðið mun um næstu jól bera nafn með rentu því líklegt er að næstum allar skáldsögur landsmanna komi til landsins með skipum. Glötun handverks er því raunhæfur möguleiki að sögn sérfróðra. 6. desember 2017 07:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Aukin prentun íslenskra bóka á erlendri grund veldur Landsbókasafni nokkrum áhyggjum og gæti það haft í för með sér að erfiðara verði að varðveita menningararf þjóðarinnar. Skylt er að skila til Landsbókasafns prentuðum bókum og einnig rafbókum, hljóðbókum, kvikmyndum og tónlist.Hallfríður Baldursdóttir, fagstjóri skylduskila hjá Landsbókasafnivísir/anton brinkFréttablaðið sagði frá því fyrir skömmu að hin íslenska jólabók innbundin í kápu muni brátt heyra sögunni til. Oddi mun í upphafi nýs árs hætta prentun þessarar gerðar bóka og því mun öll harðspjalda bókaprentun flytjast úr landi. Í jólabókaflóðinu um þessi jól eru tvær af hverjum þremur bókum prentaðar erlendis, einungis þriðjungur er prentaður hér á landi. Hallfríður Baldursdóttir, fagstjóri skylduskila Landsbókasafns segir þetta nokkrum vandkvæðum bundið. „Hér áður fyrr þurftum við bara að hafa samband við prentsmiðjurnar sem eru tiltölulega fáar hér á landi. Nú hins vegar færist skyldan yfir á útgefendur en þeir eru margir og mjög misjafnt hversu stórtækir þeir eru í útgáfu,“ segir Hallfríður. „Því er það mun meira verkefni fyrir okkur að vakta bókamarkaðinn svo allar bækur skili sér til okkar.“ Hallfríður segir skilaskyldu bóka skipta miklu máli fyrir varðveisluna. „Við vinnum að því markmiði að varðveita menningararfinn með þessum hætti. Hingað kemur allt útgefið efni og því mikilvægt að allt berist til okkar til varðveislu komandi kynslóða,“ segir Hallfríður. Fyrstu lög um skylduskil bóka voru samþykkt árið 1886. Var það þá hluti af prentsmiðjulögum landsins og náðu eingöngu til prentaðs efnis. Árið 1949 voru lög um skilaskyldu gerð að sjálfstæðum lögum og umsjón færð til Landsbókasafns frá lögreglustjórum landsins. Núgildandi lög um skylduskil voru samþykkt á Alþingi í tíð Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra. Er tilgangur þeirra að varðveita til frambúðar þann íslenska menningararf sem skilaskyldan nær til. Landsbókasafni, Amtsbókasafni á Akureyri og Kvikmyndasafni Íslands er gert að varðveita skyldueintök.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Íslenska bókin er innflutt og handverk gæti glatast úr landi Jólabókaflóðið mun um næstu jól bera nafn með rentu því líklegt er að næstum allar skáldsögur landsmanna komi til landsins með skipum. Glötun handverks er því raunhæfur möguleiki að sögn sérfróðra. 6. desember 2017 07:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Íslenska bókin er innflutt og handverk gæti glatast úr landi Jólabókaflóðið mun um næstu jól bera nafn með rentu því líklegt er að næstum allar skáldsögur landsmanna komi til landsins með skipum. Glötun handverks er því raunhæfur möguleiki að sögn sérfróðra. 6. desember 2017 07:00