Íslenska bókin er innflutt og handverk gæti glatast úr landi Sveinn Arnarsson skrifar 6. desember 2017 07:00 Íslendingar telja sig bókhneigða. Nú er svo komið að prentun harðspjaldabóka mun að mestu leggjast af á Íslandi á næsta ári. vísir/vilhelm Í jólabókaflóðinu í ár eru 202 titlar prentaðir á Íslandi. Það er fækkun um 70 titla frá árinu áður. Aðeins einn af hverjum þremur titlum er prentaður hér á landi. Í Kína, Slóveníu, Finnlandi, Lettlandi og Eistlandi eru samtals prentaðir 268 titlar fyrir íslenska jólabókaflóðið í ár.Georg Páll Skúlason, formaður GrafíuLjóst er að með breytingum hjá prentsmiðjunni Odda, þess eðlis að þeir muni hætta að prenta harðspjaldabækur strax í byrjun næsta árs, er ljóst að nánast öll prentun fyrir jólabókaflóðið mun flytjast úr landi. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, segir þetta ekki heppilega þróun. Hann hafi í lengstu lög reynt að prenta bækur hér á landi. Mikilvægt sé að handverkið, prentun og bókband, glatist ekki hér á landi. „Þetta er ekki heillavænlegt fyrir okkur Íslendinga, sem viljum kenna okkur við að vera bókaþjóð, að prentun sé alfarið að flytjast úr landi. Það er mjög mikilvægt að þetta handverk glatist ekki,“ segir Egill Örn.Egill Örn Jóhannsson, Framkvæmdarstjóri Forlagsins„Einnig erum við að klóra okkur í kollinum yfir hvernig endurprentun eldri titla verður hjá okkur þegar Oddi getur ekki lengur prentað fyrir okkur,“ bætir Egill Örn við. Georg Páll Skúlason, formaður Grafíu sem er félag bókagerðarmanna, segist hafa áhyggjur af því að enn meiri prentun streymi úr landi. Fáir mennti sig í iðngreininni, prentun og bókbandi til að mynda, og af því hefur Georg Páll sérstakar áhyggjur. „Það verður mjög erfitt að viðhalda þeirri þekkingu sem þarf ef áfram heldur sem horfir í prentuninni. En þetta er víst partur af samkeppninni við útlönd að ódýrari markaðir gera prentsmiðjum hér á landi erfitt fyrir,“ segir Georg Páll. Grafía harmaði á sínum tíma ákvörðun Odda um að hætta harðspjaldaprentun hér á landi. Hún fæli í sér fækkun starfa og að áhrif þess yrðu óafturkræf. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Í jólabókaflóðinu í ár eru 202 titlar prentaðir á Íslandi. Það er fækkun um 70 titla frá árinu áður. Aðeins einn af hverjum þremur titlum er prentaður hér á landi. Í Kína, Slóveníu, Finnlandi, Lettlandi og Eistlandi eru samtals prentaðir 268 titlar fyrir íslenska jólabókaflóðið í ár.Georg Páll Skúlason, formaður GrafíuLjóst er að með breytingum hjá prentsmiðjunni Odda, þess eðlis að þeir muni hætta að prenta harðspjaldabækur strax í byrjun næsta árs, er ljóst að nánast öll prentun fyrir jólabókaflóðið mun flytjast úr landi. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, segir þetta ekki heppilega þróun. Hann hafi í lengstu lög reynt að prenta bækur hér á landi. Mikilvægt sé að handverkið, prentun og bókband, glatist ekki hér á landi. „Þetta er ekki heillavænlegt fyrir okkur Íslendinga, sem viljum kenna okkur við að vera bókaþjóð, að prentun sé alfarið að flytjast úr landi. Það er mjög mikilvægt að þetta handverk glatist ekki,“ segir Egill Örn.Egill Örn Jóhannsson, Framkvæmdarstjóri Forlagsins„Einnig erum við að klóra okkur í kollinum yfir hvernig endurprentun eldri titla verður hjá okkur þegar Oddi getur ekki lengur prentað fyrir okkur,“ bætir Egill Örn við. Georg Páll Skúlason, formaður Grafíu sem er félag bókagerðarmanna, segist hafa áhyggjur af því að enn meiri prentun streymi úr landi. Fáir mennti sig í iðngreininni, prentun og bókbandi til að mynda, og af því hefur Georg Páll sérstakar áhyggjur. „Það verður mjög erfitt að viðhalda þeirri þekkingu sem þarf ef áfram heldur sem horfir í prentuninni. En þetta er víst partur af samkeppninni við útlönd að ódýrari markaðir gera prentsmiðjum hér á landi erfitt fyrir,“ segir Georg Páll. Grafía harmaði á sínum tíma ákvörðun Odda um að hætta harðspjaldaprentun hér á landi. Hún fæli í sér fækkun starfa og að áhrif þess yrðu óafturkræf.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira