Íslenska bókin er innflutt og handverk gæti glatast úr landi Sveinn Arnarsson skrifar 6. desember 2017 07:00 Íslendingar telja sig bókhneigða. Nú er svo komið að prentun harðspjaldabóka mun að mestu leggjast af á Íslandi á næsta ári. vísir/vilhelm Í jólabókaflóðinu í ár eru 202 titlar prentaðir á Íslandi. Það er fækkun um 70 titla frá árinu áður. Aðeins einn af hverjum þremur titlum er prentaður hér á landi. Í Kína, Slóveníu, Finnlandi, Lettlandi og Eistlandi eru samtals prentaðir 268 titlar fyrir íslenska jólabókaflóðið í ár.Georg Páll Skúlason, formaður GrafíuLjóst er að með breytingum hjá prentsmiðjunni Odda, þess eðlis að þeir muni hætta að prenta harðspjaldabækur strax í byrjun næsta árs, er ljóst að nánast öll prentun fyrir jólabókaflóðið mun flytjast úr landi. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, segir þetta ekki heppilega þróun. Hann hafi í lengstu lög reynt að prenta bækur hér á landi. Mikilvægt sé að handverkið, prentun og bókband, glatist ekki hér á landi. „Þetta er ekki heillavænlegt fyrir okkur Íslendinga, sem viljum kenna okkur við að vera bókaþjóð, að prentun sé alfarið að flytjast úr landi. Það er mjög mikilvægt að þetta handverk glatist ekki,“ segir Egill Örn.Egill Örn Jóhannsson, Framkvæmdarstjóri Forlagsins„Einnig erum við að klóra okkur í kollinum yfir hvernig endurprentun eldri titla verður hjá okkur þegar Oddi getur ekki lengur prentað fyrir okkur,“ bætir Egill Örn við. Georg Páll Skúlason, formaður Grafíu sem er félag bókagerðarmanna, segist hafa áhyggjur af því að enn meiri prentun streymi úr landi. Fáir mennti sig í iðngreininni, prentun og bókbandi til að mynda, og af því hefur Georg Páll sérstakar áhyggjur. „Það verður mjög erfitt að viðhalda þeirri þekkingu sem þarf ef áfram heldur sem horfir í prentuninni. En þetta er víst partur af samkeppninni við útlönd að ódýrari markaðir gera prentsmiðjum hér á landi erfitt fyrir,“ segir Georg Páll. Grafía harmaði á sínum tíma ákvörðun Odda um að hætta harðspjaldaprentun hér á landi. Hún fæli í sér fækkun starfa og að áhrif þess yrðu óafturkræf. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Í jólabókaflóðinu í ár eru 202 titlar prentaðir á Íslandi. Það er fækkun um 70 titla frá árinu áður. Aðeins einn af hverjum þremur titlum er prentaður hér á landi. Í Kína, Slóveníu, Finnlandi, Lettlandi og Eistlandi eru samtals prentaðir 268 titlar fyrir íslenska jólabókaflóðið í ár.Georg Páll Skúlason, formaður GrafíuLjóst er að með breytingum hjá prentsmiðjunni Odda, þess eðlis að þeir muni hætta að prenta harðspjaldabækur strax í byrjun næsta árs, er ljóst að nánast öll prentun fyrir jólabókaflóðið mun flytjast úr landi. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, segir þetta ekki heppilega þróun. Hann hafi í lengstu lög reynt að prenta bækur hér á landi. Mikilvægt sé að handverkið, prentun og bókband, glatist ekki hér á landi. „Þetta er ekki heillavænlegt fyrir okkur Íslendinga, sem viljum kenna okkur við að vera bókaþjóð, að prentun sé alfarið að flytjast úr landi. Það er mjög mikilvægt að þetta handverk glatist ekki,“ segir Egill Örn.Egill Örn Jóhannsson, Framkvæmdarstjóri Forlagsins„Einnig erum við að klóra okkur í kollinum yfir hvernig endurprentun eldri titla verður hjá okkur þegar Oddi getur ekki lengur prentað fyrir okkur,“ bætir Egill Örn við. Georg Páll Skúlason, formaður Grafíu sem er félag bókagerðarmanna, segist hafa áhyggjur af því að enn meiri prentun streymi úr landi. Fáir mennti sig í iðngreininni, prentun og bókbandi til að mynda, og af því hefur Georg Páll sérstakar áhyggjur. „Það verður mjög erfitt að viðhalda þeirri þekkingu sem þarf ef áfram heldur sem horfir í prentuninni. En þetta er víst partur af samkeppninni við útlönd að ódýrari markaðir gera prentsmiðjum hér á landi erfitt fyrir,“ segir Georg Páll. Grafía harmaði á sínum tíma ákvörðun Odda um að hætta harðspjaldaprentun hér á landi. Hún fæli í sér fækkun starfa og að áhrif þess yrðu óafturkræf.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira