Telja að erfiðara verði að varðveita íslenskt efni Sveinn Arnarsson skrifar 11. desember 2017 07:30 Á Landsbókasafni situr margur háskólaneminn og lærir fyrir próf í desembermánuði. Margir þeirra vita kannski ekki að bókasafnið varðveitir og getur útvegað allt prentað efni frá árinu 1886. vísir/anton brink Aukin prentun íslenskra bóka á erlendri grund veldur Landsbókasafni nokkrum áhyggjum og gæti það haft í för með sér að erfiðara verði að varðveita menningararf þjóðarinnar. Skylt er að skila til Landsbókasafns prentuðum bókum og einnig rafbókum, hljóðbókum, kvikmyndum og tónlist.Hallfríður Baldursdóttir, fagstjóri skylduskila hjá Landsbókasafnivísir/anton brinkFréttablaðið sagði frá því fyrir skömmu að hin íslenska jólabók innbundin í kápu muni brátt heyra sögunni til. Oddi mun í upphafi nýs árs hætta prentun þessarar gerðar bóka og því mun öll harðspjalda bókaprentun flytjast úr landi. Í jólabókaflóðinu um þessi jól eru tvær af hverjum þremur bókum prentaðar erlendis, einungis þriðjungur er prentaður hér á landi. Hallfríður Baldursdóttir, fagstjóri skylduskila Landsbókasafns segir þetta nokkrum vandkvæðum bundið. „Hér áður fyrr þurftum við bara að hafa samband við prentsmiðjurnar sem eru tiltölulega fáar hér á landi. Nú hins vegar færist skyldan yfir á útgefendur en þeir eru margir og mjög misjafnt hversu stórtækir þeir eru í útgáfu,“ segir Hallfríður. „Því er það mun meira verkefni fyrir okkur að vakta bókamarkaðinn svo allar bækur skili sér til okkar.“ Hallfríður segir skilaskyldu bóka skipta miklu máli fyrir varðveisluna. „Við vinnum að því markmiði að varðveita menningararfinn með þessum hætti. Hingað kemur allt útgefið efni og því mikilvægt að allt berist til okkar til varðveislu komandi kynslóða,“ segir Hallfríður. Fyrstu lög um skylduskil bóka voru samþykkt árið 1886. Var það þá hluti af prentsmiðjulögum landsins og náðu eingöngu til prentaðs efnis. Árið 1949 voru lög um skilaskyldu gerð að sjálfstæðum lögum og umsjón færð til Landsbókasafns frá lögreglustjórum landsins. Núgildandi lög um skylduskil voru samþykkt á Alþingi í tíð Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra. Er tilgangur þeirra að varðveita til frambúðar þann íslenska menningararf sem skilaskyldan nær til. Landsbókasafni, Amtsbókasafni á Akureyri og Kvikmyndasafni Íslands er gert að varðveita skyldueintök. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Íslenska bókin er innflutt og handverk gæti glatast úr landi Jólabókaflóðið mun um næstu jól bera nafn með rentu því líklegt er að næstum allar skáldsögur landsmanna komi til landsins með skipum. Glötun handverks er því raunhæfur möguleiki að sögn sérfróðra. 6. desember 2017 07:00 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Aukin prentun íslenskra bóka á erlendri grund veldur Landsbókasafni nokkrum áhyggjum og gæti það haft í för með sér að erfiðara verði að varðveita menningararf þjóðarinnar. Skylt er að skila til Landsbókasafns prentuðum bókum og einnig rafbókum, hljóðbókum, kvikmyndum og tónlist.Hallfríður Baldursdóttir, fagstjóri skylduskila hjá Landsbókasafnivísir/anton brinkFréttablaðið sagði frá því fyrir skömmu að hin íslenska jólabók innbundin í kápu muni brátt heyra sögunni til. Oddi mun í upphafi nýs árs hætta prentun þessarar gerðar bóka og því mun öll harðspjalda bókaprentun flytjast úr landi. Í jólabókaflóðinu um þessi jól eru tvær af hverjum þremur bókum prentaðar erlendis, einungis þriðjungur er prentaður hér á landi. Hallfríður Baldursdóttir, fagstjóri skylduskila Landsbókasafns segir þetta nokkrum vandkvæðum bundið. „Hér áður fyrr þurftum við bara að hafa samband við prentsmiðjurnar sem eru tiltölulega fáar hér á landi. Nú hins vegar færist skyldan yfir á útgefendur en þeir eru margir og mjög misjafnt hversu stórtækir þeir eru í útgáfu,“ segir Hallfríður. „Því er það mun meira verkefni fyrir okkur að vakta bókamarkaðinn svo allar bækur skili sér til okkar.“ Hallfríður segir skilaskyldu bóka skipta miklu máli fyrir varðveisluna. „Við vinnum að því markmiði að varðveita menningararfinn með þessum hætti. Hingað kemur allt útgefið efni og því mikilvægt að allt berist til okkar til varðveislu komandi kynslóða,“ segir Hallfríður. Fyrstu lög um skylduskil bóka voru samþykkt árið 1886. Var það þá hluti af prentsmiðjulögum landsins og náðu eingöngu til prentaðs efnis. Árið 1949 voru lög um skilaskyldu gerð að sjálfstæðum lögum og umsjón færð til Landsbókasafns frá lögreglustjórum landsins. Núgildandi lög um skylduskil voru samþykkt á Alþingi í tíð Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra. Er tilgangur þeirra að varðveita til frambúðar þann íslenska menningararf sem skilaskyldan nær til. Landsbókasafni, Amtsbókasafni á Akureyri og Kvikmyndasafni Íslands er gert að varðveita skyldueintök.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Íslenska bókin er innflutt og handverk gæti glatast úr landi Jólabókaflóðið mun um næstu jól bera nafn með rentu því líklegt er að næstum allar skáldsögur landsmanna komi til landsins með skipum. Glötun handverks er því raunhæfur möguleiki að sögn sérfróðra. 6. desember 2017 07:00 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Íslenska bókin er innflutt og handverk gæti glatast úr landi Jólabókaflóðið mun um næstu jól bera nafn með rentu því líklegt er að næstum allar skáldsögur landsmanna komi til landsins með skipum. Glötun handverks er því raunhæfur möguleiki að sögn sérfróðra. 6. desember 2017 07:00
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði