Ramaphosa nýr leiðtogi ANC Atli Ísleifsson skrifar 18. desember 2017 17:06 Cyril Ramaphosa, varaforseti Suður-Afríku. Vísir/AFP Cyril Ramaphosa, varaforseti Suður-Afríku, hafði betur gegn Nkosazana Dlamini-Zuma í baráttunni um hver verði næsti leiðtogi stjórnarflokksins ANC. Líklegt þykir að Ramaphosa verði næsti forseti Suður-Afríku og taki við embættinu af Jacob Zuma að loknum kosningum 2019. Flokksþing ANC stendur nú yfir og var greint frá niðurstöðu leiðtogakjörsins nú síðdegis. Dlamini-Zuma er fyrrverandi utanríkisráðherra Suður-Afríku og framkvæmdastjóri Afríkusambandsins, auk þess að vera fyrrverandi eiginkona Zuma forseta. Zuma hafði lýst yfir stuðningi við fyrrverandi eiginkonu sína. Zuma mun árið 2019 hafa setið tvö kjörtímabil og getur samkvæmt stjórnarskrá ekki sóst eftir endurkjöri. Stuðningsmenn Ramaphosa höfðu lýst yfir áhyggjum af því að stuðningsmenn Dlamini-Zuma myndu stunda atkvæðakaup á flokksþinginu til að tryggja henni sigurinn. ANC hefur verið allsráðandi í suðurafrískum stjórnmálum um árabil. Hinn 65 ára Ramaphosa er einn auðugasti kaupsýslumaður Suður-Afríku, en hann var virkur í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnu suðurafrískra stjórnvalda á sínum tíma. Hann hefur áður verið leiðtogi verkalýðshreyfingar í landinu og á tímabili var litið á hann sem mögulegan arftaka Nelson Mandela í embætti forseta. Hann beið þó lægri hlut fyrir samflokksmanni sínum, Thabo Mbeki, og yfirgaf þá pólitíkina og hellti sér þá út í fjárfestingar. Hann auðgaðist mikið og sneri svo aftur í stjórnmálin árið 2012. Tveimur árum síðar var hann gerður að varaforseta landsins. Suður-Afríka Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Sjá meira
Cyril Ramaphosa, varaforseti Suður-Afríku, hafði betur gegn Nkosazana Dlamini-Zuma í baráttunni um hver verði næsti leiðtogi stjórnarflokksins ANC. Líklegt þykir að Ramaphosa verði næsti forseti Suður-Afríku og taki við embættinu af Jacob Zuma að loknum kosningum 2019. Flokksþing ANC stendur nú yfir og var greint frá niðurstöðu leiðtogakjörsins nú síðdegis. Dlamini-Zuma er fyrrverandi utanríkisráðherra Suður-Afríku og framkvæmdastjóri Afríkusambandsins, auk þess að vera fyrrverandi eiginkona Zuma forseta. Zuma hafði lýst yfir stuðningi við fyrrverandi eiginkonu sína. Zuma mun árið 2019 hafa setið tvö kjörtímabil og getur samkvæmt stjórnarskrá ekki sóst eftir endurkjöri. Stuðningsmenn Ramaphosa höfðu lýst yfir áhyggjum af því að stuðningsmenn Dlamini-Zuma myndu stunda atkvæðakaup á flokksþinginu til að tryggja henni sigurinn. ANC hefur verið allsráðandi í suðurafrískum stjórnmálum um árabil. Hinn 65 ára Ramaphosa er einn auðugasti kaupsýslumaður Suður-Afríku, en hann var virkur í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnu suðurafrískra stjórnvalda á sínum tíma. Hann hefur áður verið leiðtogi verkalýðshreyfingar í landinu og á tímabili var litið á hann sem mögulegan arftaka Nelson Mandela í embætti forseta. Hann beið þó lægri hlut fyrir samflokksmanni sínum, Thabo Mbeki, og yfirgaf þá pólitíkina og hellti sér þá út í fjárfestingar. Hann auðgaðist mikið og sneri svo aftur í stjórnmálin árið 2012. Tveimur árum síðar var hann gerður að varaforseta landsins.
Suður-Afríka Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Sjá meira