Erlent

Lestinni var ekið allt of hratt

Samúel Karl Ólason skrifar
Minnst þrír dóu í slysinu og 72 voru fluttir á sjúkrahús. Þar af tíu í alvarlegu ástandi.
Minnst þrír dóu í slysinu og 72 voru fluttir á sjúkrahús. Þar af tíu í alvarlegu ástandi. Vísir/Getty
Lest sem fór út af sporinu í Washington í Bandaríkjunum í gær var ekið um 80 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð. Hámarkshraði á staðnum þar sem slysið varð er 50 kílómetrar en lestin var á 130 kílómetra hraða. Minnst þrír dóu í slysinu og 72 voru fluttir á sjúkrahús. Þar af tíu í alvarlegu ástandi.

Þetta kemur fram í gögnum úr lestinni en ástæða þess að henni var ekið svo hratt liggur ekki fyrir að svo stöddu. Búið er að leita í öllum vögnum lestarinnar en embættismenn segja að ekki sé hægt að útiloka að fleiri hafi dáið eða muni deyja.

Alls voru 80 farþegar um borð í lestinni og fimm í áhöfn. Þrettán lestarvagnar fóru út af sporinu á brú þar sem lestarteinarnir liggja yfir hraðbraut. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar lifði lestarstjóri lestarinnar af.

Emma Shafer var í lestinni og ræddi við blaðamann AP. Hún segir að eftir slysið hafi allt verið skringilega hljóðlátt.



„Svo byrjaði fólk að öskra vegna meiðsla sinna. Ég veit ekki hvort ég heyrði í sírenunum en þær voru þarna,“ sagði Shafer.

Ökumenn sem voru á ferð um hraðbrautina sem lestarteinarnir liggja yfir voru þeir fyrstu til að koma farþegum lestarinnar til bjargar. Nokkrir bílar urðu fyrir lestarvögnum eða klesstu á þá og hlutu nokkrir ökumenn og farþegar bíla meiðsli. Enginn þeirra dó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×