Fyrrverandi forseti Georgíu handtekinn eftir æsilegan eltingarleik á húsþökum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2017 15:35 Mikael Saakashvili glímdi við lögreglu í dag. Vísir/AFP Mikhael Saakashvili, fyrrverandi forseti Georgíu, var handtekinn í dag í Kiev, höfuðborg Úkraínu, eftir æsilegan eltingarleik á húsþökum í miðborg höfuðborgarinnar. Mótmælendum sem mótmæltu handtökunni tókst þó að leysa hann úr haldi lögreglu og tókst honum að flýja. Saakashvili, sem gerður var útlægur frá Georgíu og sviptur ríkisborgararétti þar árið 2015 eftir að hann gerðist úkraínskur ríkisborgari. Yfirvöld í Georgíu vilja hafa hendur í hári forsetans fyrrverandi sem lét af embætti árið 2013, en hann er sakaður um að hafa misbeitt valdi sínu sem forseti. Hefur hann á undanförnum árum gert sig gildandi í úkraínskum stjórnmálum og unnið náið með Petro Poroshenko, forseta Úkraínu. Kastast hefur þó í kekki á milli þeirra og var Saakashvili orðinn einn af helstu stjórnarandstæðingum í Úkraínu. Hann var sviptur úkraínskum ríkisborgararétt fyrr á árinu og virðist því nú vera án ríkisfangs. Lögregla réðist inn á heimili hans í Kiev í dag sem endaði með því að hann var handtekinn eftir eltingarleik á húsþökum við heimili sitt, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Hundruð mótmælenda voru þó samankomnir til að mótmæla handtökunni. Réðust þeir að lögreglubílnum og tókst þeim að frelsa Saakashvili sem gengur nú laus. Talið var líklegt að yfirvöld í Úkraínu hafi ætlað sér að framselja hann til Georgíu en óvíst er hvar hann er nú niðurkominn.Watch: Here's the moment when Ukrainian security forces arrested Georgia's former president Mikheil Saakashvili following a rooftop chase in downtown Kiev. Protesters later freed him from a police van https://t.co/HMKrgiCDJw pic.twitter.com/L5SaaF5RiX— Financial Times (@FT) December 5, 2017 Georgía Úkraína Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Mikhael Saakashvili, fyrrverandi forseti Georgíu, var handtekinn í dag í Kiev, höfuðborg Úkraínu, eftir æsilegan eltingarleik á húsþökum í miðborg höfuðborgarinnar. Mótmælendum sem mótmæltu handtökunni tókst þó að leysa hann úr haldi lögreglu og tókst honum að flýja. Saakashvili, sem gerður var útlægur frá Georgíu og sviptur ríkisborgararétti þar árið 2015 eftir að hann gerðist úkraínskur ríkisborgari. Yfirvöld í Georgíu vilja hafa hendur í hári forsetans fyrrverandi sem lét af embætti árið 2013, en hann er sakaður um að hafa misbeitt valdi sínu sem forseti. Hefur hann á undanförnum árum gert sig gildandi í úkraínskum stjórnmálum og unnið náið með Petro Poroshenko, forseta Úkraínu. Kastast hefur þó í kekki á milli þeirra og var Saakashvili orðinn einn af helstu stjórnarandstæðingum í Úkraínu. Hann var sviptur úkraínskum ríkisborgararétt fyrr á árinu og virðist því nú vera án ríkisfangs. Lögregla réðist inn á heimili hans í Kiev í dag sem endaði með því að hann var handtekinn eftir eltingarleik á húsþökum við heimili sitt, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Hundruð mótmælenda voru þó samankomnir til að mótmæla handtökunni. Réðust þeir að lögreglubílnum og tókst þeim að frelsa Saakashvili sem gengur nú laus. Talið var líklegt að yfirvöld í Úkraínu hafi ætlað sér að framselja hann til Georgíu en óvíst er hvar hann er nú niðurkominn.Watch: Here's the moment when Ukrainian security forces arrested Georgia's former president Mikheil Saakashvili following a rooftop chase in downtown Kiev. Protesters later freed him from a police van https://t.co/HMKrgiCDJw pic.twitter.com/L5SaaF5RiX— Financial Times (@FT) December 5, 2017
Georgía Úkraína Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira