Trump forseti dreifði boðskap fasista til tugmilljóna fylgjenda Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Meðlimir Britain First brenna fána Sádi-Arabíu í kröfugöngu gegn íslam. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, endurtísti í gær þremur myndböndum sem Jayda Fransen, varaformaður breska þjóðernisöfgaflokksins Britain First, deildi á Twitter. Deildi Trump þannig myndböndunum, sem Fransen sagði sýna múslima eyðileggja styttu af Maríu mey, berja ungling til dauða og ganga í skrokk á ungmenni á hækjum, áfram til rúmlega 43 milljóna fylgjenda sinna. Britain First gladdist mikið yfir deilingunni á Twitter-reikningi flokksins. „DONALD TRUMP SJÁLFUR HEFUR ENDURTÍST MYNDBÖNDUNUM OG ER MEÐ NÆRRI 44 MILLJÓNIR FYLGJENDA! GUÐ BLESSI ÞIG TRUMP! GUÐ BLESSI BANDARÍKIN!“ Ástæða þess að endurtíst Trumps vakti jafnmikla athygli og það gerði er ímynd og boðskapur Britain First. Flokkurinn var stofnaður árið 2011 sem klofningsframboð frá Breska þjóðarflokknum og hefur ítrekað verið bendlaður við þjóðernisöfgar, andúð á múslimum og fasisma. Britain First á enga kjörna fulltrúa á Bretlandi. Fransen var fyrr í mánuðinum ákærð fyrir hatursorðræðu. Hún er sökuð um að hafa notað ógnandi, ofbeldisfullt og móðgandi orðalag í ræðu sem hún flutti í Belfast í ágúst. Árið 2014 birti Channel 4 umfjöllun um Britain First. Þar kom fram að hópurinn væri undir forystu Pauls Golding og Jims Dowson, fyrrverandi lykilmanna úr Breska þjóðarflokknum. „Þeir keyra herjeppa, klæðast einkennisbúningum, fá til liðs við sig fyrrverandi hermenn og þjálfa sig fyrir komandi orrustur. Þetta er öfgaflokkur með hættulega stefnu,“ sagði í umfjölluninni þar sem jafnframt kom fram að flokksmenn ryddust inn í moskur og dreifðu bæklingum með áróðri um skaðsemi íslamstrúar.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Nordicphotos/AFPFormaðurinn Golding hefur ítrekað vitnað til kristinnar trúar í ræðum sínum til þess að réttlæta málstaðinn. „Fólk heldur að Jesús hafi verið einhver frjálslyndishippi, það er ekki rétt. Biblían segir frá því að hann hafi beitt líkamlegu ofbeldi, líkt og í musterinu í Jerúsalem þar sem hann réðst á fólk,“ sagði Golding árið 2014. Í fyrra greindi Huffington Post hins vegar frá því að öll stærstu kristnu trúfélög Bretlands hefðu fordæmt störf flokksins. Lýstu trúfélögin fylgjendum Britain First sem öfgafullum guðlösturum sem stælu nafni Jesú Krists til að réttlæta dreifingu haturs og ótta. Þá hefur flokkurinn oftar en einu sinni verið sakaður um að dreifa fölsuðum myndum og myndböndum undir fölskum yfirskriftum. Árið 2015 birti Britain First mynd á Facebook þar sem sjá mátti bandarískan múslima og uppgjafahermann halda á skilti sem á stóð: „Sniðgangið fordóma og drepið alla sem ekki eru múslimar.“ Um var að ræða mann að nafni Dawud Walid. „Britain First birti falsaða mynd af mér frá mótmælum sem voru, merkilegt nokk, gegn kynþáttafordómum. Ég tilkynnti þetta til yfirvalda á Bretlandi,“ sagði Walid. Á ófölsuðu myndinni sést að á skiltinu stóð einungis: „Sniðgangið fordóma.“ Golding sjálfur birti í apríl myndband af fagnandi múslimum á Twitter undir yfirskriftinni: „Nei, sjáiði bara. Hópur „hófsamra“ múslima í London að fagna hryðjuverkaárásunum á París.“ Í ljós kom hins vegar að myndbandið var frá árinu 2009 af Pakistönum að fagna sigri liðs síns í krikketleik. Á heimasíðu Britain First kemur fram að flokkurinn hafni hvers kyns kynþáttahatri og að fólk úr minnihlutahópum taki virkan þátt í starfi flokksins. „Britain First er hins vegar á móti öfgaíslam og fjöldainnflutningi af því að Bretum stafar ógn af þessum atriðum.“ Í stefnuskrá flokksins kemur fram að hann vilji flytja alla ólöglega innflytjendur og alla erlenda glæpamenn úr landi, neita flóttamönnum um hæli og senda alla hælisleitendur úr landi, banna fóstureyðingar og banna íslam á Bretlandi. Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, endurtísti í gær þremur myndböndum sem Jayda Fransen, varaformaður breska þjóðernisöfgaflokksins Britain First, deildi á Twitter. Deildi Trump þannig myndböndunum, sem Fransen sagði sýna múslima eyðileggja styttu af Maríu mey, berja ungling til dauða og ganga í skrokk á ungmenni á hækjum, áfram til rúmlega 43 milljóna fylgjenda sinna. Britain First gladdist mikið yfir deilingunni á Twitter-reikningi flokksins. „DONALD TRUMP SJÁLFUR HEFUR ENDURTÍST MYNDBÖNDUNUM OG ER MEÐ NÆRRI 44 MILLJÓNIR FYLGJENDA! GUÐ BLESSI ÞIG TRUMP! GUÐ BLESSI BANDARÍKIN!“ Ástæða þess að endurtíst Trumps vakti jafnmikla athygli og það gerði er ímynd og boðskapur Britain First. Flokkurinn var stofnaður árið 2011 sem klofningsframboð frá Breska þjóðarflokknum og hefur ítrekað verið bendlaður við þjóðernisöfgar, andúð á múslimum og fasisma. Britain First á enga kjörna fulltrúa á Bretlandi. Fransen var fyrr í mánuðinum ákærð fyrir hatursorðræðu. Hún er sökuð um að hafa notað ógnandi, ofbeldisfullt og móðgandi orðalag í ræðu sem hún flutti í Belfast í ágúst. Árið 2014 birti Channel 4 umfjöllun um Britain First. Þar kom fram að hópurinn væri undir forystu Pauls Golding og Jims Dowson, fyrrverandi lykilmanna úr Breska þjóðarflokknum. „Þeir keyra herjeppa, klæðast einkennisbúningum, fá til liðs við sig fyrrverandi hermenn og þjálfa sig fyrir komandi orrustur. Þetta er öfgaflokkur með hættulega stefnu,“ sagði í umfjölluninni þar sem jafnframt kom fram að flokksmenn ryddust inn í moskur og dreifðu bæklingum með áróðri um skaðsemi íslamstrúar.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Nordicphotos/AFPFormaðurinn Golding hefur ítrekað vitnað til kristinnar trúar í ræðum sínum til þess að réttlæta málstaðinn. „Fólk heldur að Jesús hafi verið einhver frjálslyndishippi, það er ekki rétt. Biblían segir frá því að hann hafi beitt líkamlegu ofbeldi, líkt og í musterinu í Jerúsalem þar sem hann réðst á fólk,“ sagði Golding árið 2014. Í fyrra greindi Huffington Post hins vegar frá því að öll stærstu kristnu trúfélög Bretlands hefðu fordæmt störf flokksins. Lýstu trúfélögin fylgjendum Britain First sem öfgafullum guðlösturum sem stælu nafni Jesú Krists til að réttlæta dreifingu haturs og ótta. Þá hefur flokkurinn oftar en einu sinni verið sakaður um að dreifa fölsuðum myndum og myndböndum undir fölskum yfirskriftum. Árið 2015 birti Britain First mynd á Facebook þar sem sjá mátti bandarískan múslima og uppgjafahermann halda á skilti sem á stóð: „Sniðgangið fordóma og drepið alla sem ekki eru múslimar.“ Um var að ræða mann að nafni Dawud Walid. „Britain First birti falsaða mynd af mér frá mótmælum sem voru, merkilegt nokk, gegn kynþáttafordómum. Ég tilkynnti þetta til yfirvalda á Bretlandi,“ sagði Walid. Á ófölsuðu myndinni sést að á skiltinu stóð einungis: „Sniðgangið fordóma.“ Golding sjálfur birti í apríl myndband af fagnandi múslimum á Twitter undir yfirskriftinni: „Nei, sjáiði bara. Hópur „hófsamra“ múslima í London að fagna hryðjuverkaárásunum á París.“ Í ljós kom hins vegar að myndbandið var frá árinu 2009 af Pakistönum að fagna sigri liðs síns í krikketleik. Á heimasíðu Britain First kemur fram að flokkurinn hafni hvers kyns kynþáttahatri og að fólk úr minnihlutahópum taki virkan þátt í starfi flokksins. „Britain First er hins vegar á móti öfgaíslam og fjöldainnflutningi af því að Bretum stafar ógn af þessum atriðum.“ Í stefnuskrá flokksins kemur fram að hann vilji flytja alla ólöglega innflytjendur og alla erlenda glæpamenn úr landi, neita flóttamönnum um hæli og senda alla hælisleitendur úr landi, banna fóstureyðingar og banna íslam á Bretlandi.
Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira