Trump forseti dreifði boðskap fasista til tugmilljóna fylgjenda Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Meðlimir Britain First brenna fána Sádi-Arabíu í kröfugöngu gegn íslam. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, endurtísti í gær þremur myndböndum sem Jayda Fransen, varaformaður breska þjóðernisöfgaflokksins Britain First, deildi á Twitter. Deildi Trump þannig myndböndunum, sem Fransen sagði sýna múslima eyðileggja styttu af Maríu mey, berja ungling til dauða og ganga í skrokk á ungmenni á hækjum, áfram til rúmlega 43 milljóna fylgjenda sinna. Britain First gladdist mikið yfir deilingunni á Twitter-reikningi flokksins. „DONALD TRUMP SJÁLFUR HEFUR ENDURTÍST MYNDBÖNDUNUM OG ER MEÐ NÆRRI 44 MILLJÓNIR FYLGJENDA! GUÐ BLESSI ÞIG TRUMP! GUÐ BLESSI BANDARÍKIN!“ Ástæða þess að endurtíst Trumps vakti jafnmikla athygli og það gerði er ímynd og boðskapur Britain First. Flokkurinn var stofnaður árið 2011 sem klofningsframboð frá Breska þjóðarflokknum og hefur ítrekað verið bendlaður við þjóðernisöfgar, andúð á múslimum og fasisma. Britain First á enga kjörna fulltrúa á Bretlandi. Fransen var fyrr í mánuðinum ákærð fyrir hatursorðræðu. Hún er sökuð um að hafa notað ógnandi, ofbeldisfullt og móðgandi orðalag í ræðu sem hún flutti í Belfast í ágúst. Árið 2014 birti Channel 4 umfjöllun um Britain First. Þar kom fram að hópurinn væri undir forystu Pauls Golding og Jims Dowson, fyrrverandi lykilmanna úr Breska þjóðarflokknum. „Þeir keyra herjeppa, klæðast einkennisbúningum, fá til liðs við sig fyrrverandi hermenn og þjálfa sig fyrir komandi orrustur. Þetta er öfgaflokkur með hættulega stefnu,“ sagði í umfjölluninni þar sem jafnframt kom fram að flokksmenn ryddust inn í moskur og dreifðu bæklingum með áróðri um skaðsemi íslamstrúar.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Nordicphotos/AFPFormaðurinn Golding hefur ítrekað vitnað til kristinnar trúar í ræðum sínum til þess að réttlæta málstaðinn. „Fólk heldur að Jesús hafi verið einhver frjálslyndishippi, það er ekki rétt. Biblían segir frá því að hann hafi beitt líkamlegu ofbeldi, líkt og í musterinu í Jerúsalem þar sem hann réðst á fólk,“ sagði Golding árið 2014. Í fyrra greindi Huffington Post hins vegar frá því að öll stærstu kristnu trúfélög Bretlands hefðu fordæmt störf flokksins. Lýstu trúfélögin fylgjendum Britain First sem öfgafullum guðlösturum sem stælu nafni Jesú Krists til að réttlæta dreifingu haturs og ótta. Þá hefur flokkurinn oftar en einu sinni verið sakaður um að dreifa fölsuðum myndum og myndböndum undir fölskum yfirskriftum. Árið 2015 birti Britain First mynd á Facebook þar sem sjá mátti bandarískan múslima og uppgjafahermann halda á skilti sem á stóð: „Sniðgangið fordóma og drepið alla sem ekki eru múslimar.“ Um var að ræða mann að nafni Dawud Walid. „Britain First birti falsaða mynd af mér frá mótmælum sem voru, merkilegt nokk, gegn kynþáttafordómum. Ég tilkynnti þetta til yfirvalda á Bretlandi,“ sagði Walid. Á ófölsuðu myndinni sést að á skiltinu stóð einungis: „Sniðgangið fordóma.“ Golding sjálfur birti í apríl myndband af fagnandi múslimum á Twitter undir yfirskriftinni: „Nei, sjáiði bara. Hópur „hófsamra“ múslima í London að fagna hryðjuverkaárásunum á París.“ Í ljós kom hins vegar að myndbandið var frá árinu 2009 af Pakistönum að fagna sigri liðs síns í krikketleik. Á heimasíðu Britain First kemur fram að flokkurinn hafni hvers kyns kynþáttahatri og að fólk úr minnihlutahópum taki virkan þátt í starfi flokksins. „Britain First er hins vegar á móti öfgaíslam og fjöldainnflutningi af því að Bretum stafar ógn af þessum atriðum.“ Í stefnuskrá flokksins kemur fram að hann vilji flytja alla ólöglega innflytjendur og alla erlenda glæpamenn úr landi, neita flóttamönnum um hæli og senda alla hælisleitendur úr landi, banna fóstureyðingar og banna íslam á Bretlandi. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, endurtísti í gær þremur myndböndum sem Jayda Fransen, varaformaður breska þjóðernisöfgaflokksins Britain First, deildi á Twitter. Deildi Trump þannig myndböndunum, sem Fransen sagði sýna múslima eyðileggja styttu af Maríu mey, berja ungling til dauða og ganga í skrokk á ungmenni á hækjum, áfram til rúmlega 43 milljóna fylgjenda sinna. Britain First gladdist mikið yfir deilingunni á Twitter-reikningi flokksins. „DONALD TRUMP SJÁLFUR HEFUR ENDURTÍST MYNDBÖNDUNUM OG ER MEÐ NÆRRI 44 MILLJÓNIR FYLGJENDA! GUÐ BLESSI ÞIG TRUMP! GUÐ BLESSI BANDARÍKIN!“ Ástæða þess að endurtíst Trumps vakti jafnmikla athygli og það gerði er ímynd og boðskapur Britain First. Flokkurinn var stofnaður árið 2011 sem klofningsframboð frá Breska þjóðarflokknum og hefur ítrekað verið bendlaður við þjóðernisöfgar, andúð á múslimum og fasisma. Britain First á enga kjörna fulltrúa á Bretlandi. Fransen var fyrr í mánuðinum ákærð fyrir hatursorðræðu. Hún er sökuð um að hafa notað ógnandi, ofbeldisfullt og móðgandi orðalag í ræðu sem hún flutti í Belfast í ágúst. Árið 2014 birti Channel 4 umfjöllun um Britain First. Þar kom fram að hópurinn væri undir forystu Pauls Golding og Jims Dowson, fyrrverandi lykilmanna úr Breska þjóðarflokknum. „Þeir keyra herjeppa, klæðast einkennisbúningum, fá til liðs við sig fyrrverandi hermenn og þjálfa sig fyrir komandi orrustur. Þetta er öfgaflokkur með hættulega stefnu,“ sagði í umfjölluninni þar sem jafnframt kom fram að flokksmenn ryddust inn í moskur og dreifðu bæklingum með áróðri um skaðsemi íslamstrúar.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Nordicphotos/AFPFormaðurinn Golding hefur ítrekað vitnað til kristinnar trúar í ræðum sínum til þess að réttlæta málstaðinn. „Fólk heldur að Jesús hafi verið einhver frjálslyndishippi, það er ekki rétt. Biblían segir frá því að hann hafi beitt líkamlegu ofbeldi, líkt og í musterinu í Jerúsalem þar sem hann réðst á fólk,“ sagði Golding árið 2014. Í fyrra greindi Huffington Post hins vegar frá því að öll stærstu kristnu trúfélög Bretlands hefðu fordæmt störf flokksins. Lýstu trúfélögin fylgjendum Britain First sem öfgafullum guðlösturum sem stælu nafni Jesú Krists til að réttlæta dreifingu haturs og ótta. Þá hefur flokkurinn oftar en einu sinni verið sakaður um að dreifa fölsuðum myndum og myndböndum undir fölskum yfirskriftum. Árið 2015 birti Britain First mynd á Facebook þar sem sjá mátti bandarískan múslima og uppgjafahermann halda á skilti sem á stóð: „Sniðgangið fordóma og drepið alla sem ekki eru múslimar.“ Um var að ræða mann að nafni Dawud Walid. „Britain First birti falsaða mynd af mér frá mótmælum sem voru, merkilegt nokk, gegn kynþáttafordómum. Ég tilkynnti þetta til yfirvalda á Bretlandi,“ sagði Walid. Á ófölsuðu myndinni sést að á skiltinu stóð einungis: „Sniðgangið fordóma.“ Golding sjálfur birti í apríl myndband af fagnandi múslimum á Twitter undir yfirskriftinni: „Nei, sjáiði bara. Hópur „hófsamra“ múslima í London að fagna hryðjuverkaárásunum á París.“ Í ljós kom hins vegar að myndbandið var frá árinu 2009 af Pakistönum að fagna sigri liðs síns í krikketleik. Á heimasíðu Britain First kemur fram að flokkurinn hafni hvers kyns kynþáttahatri og að fólk úr minnihlutahópum taki virkan þátt í starfi flokksins. „Britain First er hins vegar á móti öfgaíslam og fjöldainnflutningi af því að Bretum stafar ógn af þessum atriðum.“ Í stefnuskrá flokksins kemur fram að hann vilji flytja alla ólöglega innflytjendur og alla erlenda glæpamenn úr landi, neita flóttamönnum um hæli og senda alla hælisleitendur úr landi, banna fóstureyðingar og banna íslam á Bretlandi.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira