Ryan Colclough skoraði tvö mörk fyrir Wigan í 3-0 sigri á Doncaster Rovers. Seinna markið hans kom á 58. mínútu og því var nægur tími til að ná þrennunni.
Colclough var hinsvegar skipt af velli þremur mínútum síðar en það var ekki fótboltinn sem réði því.
Konan hans var nefnilega komin af stað í því að fæða annað barnið þeirra. Ryan Colclough frétti það í hálfleik að konan hefði misst vatnið og væri á leiðinni upp á spítala. Það var því ekkert annað í stöðunni en að gera út um leikinn og drífa sig upp á spítala.
Ryan Colclough gerði það líka, leikurinn var í raun búinn þegar hann kom Wigan í 3-0, og hann kláraði sína þrennu kvöldsins með því að fá barnið sitt í fangið að lokinn fæðingu.
Eins og sést hér fyrir neðan þá hafði Ryan Colclough engan tíma til að klæða sig úr keppnisbúningnum.
Congrats to Ryan Colclough who scored a brace tonight in our win before being substituted to make it in time to see the birth of his son! pic.twitter.com/Efvjk9P3sw
— David Sharpe (@DavidSharpe91) November 21, 2017
Ryan Colclough var aðeins búinn að skora eitt mark í deildinni á tímabilinu og þrefaldaði því markaskorið sitt í gærkvöldi. Hitt markið hans kom á móti Peterborough í september.