Morðinginn sem drap aldrei neinn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Tökumenn fylgdust vel með og fönguðu augnablikið þegar Manson var hnepptur í gæsluvarðhald, grunaður um að hafa fyrirskipað morð. Nordicphotos/Getty Charles Manson, einn alræmdasti glæpamaður í sögu Bandaríkjanna, er látinn. Maðurinn sem sótti tólf sinnum um reynslulausn, án árangurs, eftir að hafa verið dæmdur til dauða, síðan í lífstíðarfangelsi eftir afnám dauðarefsinga í Kaliforníu, mun því ekki sækja um reynslulausn á ný. Glæpum Mansons hafa verið gerð afar góð skil í gríðarlegum fjölda frétta, fréttaskýringa, greina, heimildarmynda, bóka og jafnvel í afþreyingarefni. Þannig hefur það í ótal skipti verið rakið að Manson fékk til liðs við sig áhrifagjarnt ungt fólk og innlimaði í hina svokölluðu Manson-fjölskyldu til að stuðla að heimsendastríði kynþáttanna sem hann nefndi Helter Skelter eftir lagi Bítlanna. Manson trúði því staðfastlega að kynþáttastríð væri óumflýjanlegt og vildi hann stíga upp úr öskunni sem leiðtogi nýs samfélags eftir stríðið. Hann reyndi því að flýta stríðinu með því að fá „fjölskyldu“ sína til þess að myrða níu manns, meðal annars leikkonuna Sharon Tate.Nýleg mynd af Charles Manson.Vísir/AFPDjöfulleg nærveraGlæpir Mansons og eðli þeirra urðu til þess að skapa honum einkennilegt orðspor, jafnvel goðsagnakennt, í Bandaríkjunum. Þetta sást greinilega á fréttum um andlát hans og veikindi. „Djöfulleg nærvera“ sagði í frétt AP. „Lifandi holdgervingur illsku“ sagði í sömu frétt, stuttu áður en hann lést. „Ein viðurstyggilegasta en jafnframt áhugaverðasta manneskja bandarískrar menningar“ skrifaði blaðamaður Rolling Stone. Bandarískir fjölmiðlar, sem og fjölmiðlar annarra landa sem hafa fjallað um þennan „holdgerving illsku“, eru þó ósamstiga um hvernig beri að lýsa Manson með tilliti til glæpa hans. Sumir miðlar kalla hann einfaldlega morðingja, raðmorðingja eða fjöldamorðingja á meðan aðrir skrifa um „heilann á bak við morð sem skóku Kaliforníu“. Ekki er að undra mismuninn. Þótt Manson hafi vissulega verið sakfelldur fyrir morðin á sjö einstaklingum drap hann engan sjálfur, að minnsta kosti ekki svo vitað sé. Um þennan mismun fjallaði Scott Bonn, prófessor í afbrotafræði við Drew-háskóla í Bandaríkjunum, í grein sinni í Psychology Today í mars 2014.Charles Manson er látinn. Hans verður ekki minnst með hlýhug enda hataður í heimalandinu.Nordicphotos/AFPLanglífur misskilningur„Hinn djöfullegi Manson er oft ranglega kallaður raðmorðingi. Það er ekki rétt lýsing á glæpum hans. Samkvæmt alríkislögreglunni eru raðmorð „dráp á tveimur eða fleiri einstaklingum, framin af sama einstaklingi, í aðskildum tilfellum“. Þau einkennast jafnframt af andlegu kælingarferli milli morða,“ skrifaði Bonn. Hélt hann því jafnframt fram að þetta kælingarferli væri einna mikilvægast þegar kæmi að því að skilgreina raðmorðingja. Vegna þessa sé ekki hægt að skilgreina Manson sem raðmorðingja þar sem hann myrti ekki fórnarlömbin sjálfur og voru þau öll myrt á tveimur dögum. „En ef hann er ekki raðmorðingi, hvað er Manson þá?“ spyr Bonn í grein sinni áður en hann ber glæpi Manson-fjölskyldunnar saman við æðismorð. Slík morð hefur alríkislögreglan skilgreint sem dráp tveggja eða fleiri fórnarlamba en ólíkt fjöldamorðum eru þau ekki bundin við eina staðsetningu. Þá er þetta svokallaða andlega kælingarferli ekki hluti af skilgreiningunni. „Charles Manson var dæmdur fyrir sjö morð. Þetta er þrátt fyrir að hann hafi sjálfur aldrei drepið neinn. Hann bað fylgjendur sína um að myrða fyrir sig. Þetta er kallað leppmorð en það er skilgreint sem morð þar sem morðinginn sjálfur vinnur ódæðisverkið fyrir einhvern annan,“ skrifaði Bonn. Ef til vill er þessi skilgreining á Manson, sú að hann sé leppmorðingi og fylgjendur hans æðismorðingjar, mun nær lagi en að kalla hann rað- eða fjöldamorðingja. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Raðmorðingjarnir sem voru innblásturinn að Mindhunter Þáttaröðin er byggð á sannri sögu fulltrúa alríkislögreglunnar, FBI, sem bar brautryðjandi á sviði sálfræðinnar að baki þess að koma upp um glæpamenn. 20. október 2017 16:39 Hvar eru hinir meðlimir „Manson-fjölskyldunnar“? Einungis fimm þeirra voru dæmd vegna Tate-LaBianca morðanna. 20. nóvember 2017 21:30 Charles Manson látinn Einhver alræmdasti glæpamaður Bandaríkjanna lést í nótt. 20. nóvember 2017 06:27 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Charles Manson, einn alræmdasti glæpamaður í sögu Bandaríkjanna, er látinn. Maðurinn sem sótti tólf sinnum um reynslulausn, án árangurs, eftir að hafa verið dæmdur til dauða, síðan í lífstíðarfangelsi eftir afnám dauðarefsinga í Kaliforníu, mun því ekki sækja um reynslulausn á ný. Glæpum Mansons hafa verið gerð afar góð skil í gríðarlegum fjölda frétta, fréttaskýringa, greina, heimildarmynda, bóka og jafnvel í afþreyingarefni. Þannig hefur það í ótal skipti verið rakið að Manson fékk til liðs við sig áhrifagjarnt ungt fólk og innlimaði í hina svokölluðu Manson-fjölskyldu til að stuðla að heimsendastríði kynþáttanna sem hann nefndi Helter Skelter eftir lagi Bítlanna. Manson trúði því staðfastlega að kynþáttastríð væri óumflýjanlegt og vildi hann stíga upp úr öskunni sem leiðtogi nýs samfélags eftir stríðið. Hann reyndi því að flýta stríðinu með því að fá „fjölskyldu“ sína til þess að myrða níu manns, meðal annars leikkonuna Sharon Tate.Nýleg mynd af Charles Manson.Vísir/AFPDjöfulleg nærveraGlæpir Mansons og eðli þeirra urðu til þess að skapa honum einkennilegt orðspor, jafnvel goðsagnakennt, í Bandaríkjunum. Þetta sást greinilega á fréttum um andlát hans og veikindi. „Djöfulleg nærvera“ sagði í frétt AP. „Lifandi holdgervingur illsku“ sagði í sömu frétt, stuttu áður en hann lést. „Ein viðurstyggilegasta en jafnframt áhugaverðasta manneskja bandarískrar menningar“ skrifaði blaðamaður Rolling Stone. Bandarískir fjölmiðlar, sem og fjölmiðlar annarra landa sem hafa fjallað um þennan „holdgerving illsku“, eru þó ósamstiga um hvernig beri að lýsa Manson með tilliti til glæpa hans. Sumir miðlar kalla hann einfaldlega morðingja, raðmorðingja eða fjöldamorðingja á meðan aðrir skrifa um „heilann á bak við morð sem skóku Kaliforníu“. Ekki er að undra mismuninn. Þótt Manson hafi vissulega verið sakfelldur fyrir morðin á sjö einstaklingum drap hann engan sjálfur, að minnsta kosti ekki svo vitað sé. Um þennan mismun fjallaði Scott Bonn, prófessor í afbrotafræði við Drew-háskóla í Bandaríkjunum, í grein sinni í Psychology Today í mars 2014.Charles Manson er látinn. Hans verður ekki minnst með hlýhug enda hataður í heimalandinu.Nordicphotos/AFPLanglífur misskilningur„Hinn djöfullegi Manson er oft ranglega kallaður raðmorðingi. Það er ekki rétt lýsing á glæpum hans. Samkvæmt alríkislögreglunni eru raðmorð „dráp á tveimur eða fleiri einstaklingum, framin af sama einstaklingi, í aðskildum tilfellum“. Þau einkennast jafnframt af andlegu kælingarferli milli morða,“ skrifaði Bonn. Hélt hann því jafnframt fram að þetta kælingarferli væri einna mikilvægast þegar kæmi að því að skilgreina raðmorðingja. Vegna þessa sé ekki hægt að skilgreina Manson sem raðmorðingja þar sem hann myrti ekki fórnarlömbin sjálfur og voru þau öll myrt á tveimur dögum. „En ef hann er ekki raðmorðingi, hvað er Manson þá?“ spyr Bonn í grein sinni áður en hann ber glæpi Manson-fjölskyldunnar saman við æðismorð. Slík morð hefur alríkislögreglan skilgreint sem dráp tveggja eða fleiri fórnarlamba en ólíkt fjöldamorðum eru þau ekki bundin við eina staðsetningu. Þá er þetta svokallaða andlega kælingarferli ekki hluti af skilgreiningunni. „Charles Manson var dæmdur fyrir sjö morð. Þetta er þrátt fyrir að hann hafi sjálfur aldrei drepið neinn. Hann bað fylgjendur sína um að myrða fyrir sig. Þetta er kallað leppmorð en það er skilgreint sem morð þar sem morðinginn sjálfur vinnur ódæðisverkið fyrir einhvern annan,“ skrifaði Bonn. Ef til vill er þessi skilgreining á Manson, sú að hann sé leppmorðingi og fylgjendur hans æðismorðingjar, mun nær lagi en að kalla hann rað- eða fjöldamorðingja.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Raðmorðingjarnir sem voru innblásturinn að Mindhunter Þáttaröðin er byggð á sannri sögu fulltrúa alríkislögreglunnar, FBI, sem bar brautryðjandi á sviði sálfræðinnar að baki þess að koma upp um glæpamenn. 20. október 2017 16:39 Hvar eru hinir meðlimir „Manson-fjölskyldunnar“? Einungis fimm þeirra voru dæmd vegna Tate-LaBianca morðanna. 20. nóvember 2017 21:30 Charles Manson látinn Einhver alræmdasti glæpamaður Bandaríkjanna lést í nótt. 20. nóvember 2017 06:27 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Raðmorðingjarnir sem voru innblásturinn að Mindhunter Þáttaröðin er byggð á sannri sögu fulltrúa alríkislögreglunnar, FBI, sem bar brautryðjandi á sviði sálfræðinnar að baki þess að koma upp um glæpamenn. 20. október 2017 16:39
Hvar eru hinir meðlimir „Manson-fjölskyldunnar“? Einungis fimm þeirra voru dæmd vegna Tate-LaBianca morðanna. 20. nóvember 2017 21:30
Charles Manson látinn Einhver alræmdasti glæpamaður Bandaríkjanna lést í nótt. 20. nóvember 2017 06:27