Morðinginn sem drap aldrei neinn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Tökumenn fylgdust vel með og fönguðu augnablikið þegar Manson var hnepptur í gæsluvarðhald, grunaður um að hafa fyrirskipað morð. Nordicphotos/Getty Charles Manson, einn alræmdasti glæpamaður í sögu Bandaríkjanna, er látinn. Maðurinn sem sótti tólf sinnum um reynslulausn, án árangurs, eftir að hafa verið dæmdur til dauða, síðan í lífstíðarfangelsi eftir afnám dauðarefsinga í Kaliforníu, mun því ekki sækja um reynslulausn á ný. Glæpum Mansons hafa verið gerð afar góð skil í gríðarlegum fjölda frétta, fréttaskýringa, greina, heimildarmynda, bóka og jafnvel í afþreyingarefni. Þannig hefur það í ótal skipti verið rakið að Manson fékk til liðs við sig áhrifagjarnt ungt fólk og innlimaði í hina svokölluðu Manson-fjölskyldu til að stuðla að heimsendastríði kynþáttanna sem hann nefndi Helter Skelter eftir lagi Bítlanna. Manson trúði því staðfastlega að kynþáttastríð væri óumflýjanlegt og vildi hann stíga upp úr öskunni sem leiðtogi nýs samfélags eftir stríðið. Hann reyndi því að flýta stríðinu með því að fá „fjölskyldu“ sína til þess að myrða níu manns, meðal annars leikkonuna Sharon Tate.Nýleg mynd af Charles Manson.Vísir/AFPDjöfulleg nærveraGlæpir Mansons og eðli þeirra urðu til þess að skapa honum einkennilegt orðspor, jafnvel goðsagnakennt, í Bandaríkjunum. Þetta sást greinilega á fréttum um andlát hans og veikindi. „Djöfulleg nærvera“ sagði í frétt AP. „Lifandi holdgervingur illsku“ sagði í sömu frétt, stuttu áður en hann lést. „Ein viðurstyggilegasta en jafnframt áhugaverðasta manneskja bandarískrar menningar“ skrifaði blaðamaður Rolling Stone. Bandarískir fjölmiðlar, sem og fjölmiðlar annarra landa sem hafa fjallað um þennan „holdgerving illsku“, eru þó ósamstiga um hvernig beri að lýsa Manson með tilliti til glæpa hans. Sumir miðlar kalla hann einfaldlega morðingja, raðmorðingja eða fjöldamorðingja á meðan aðrir skrifa um „heilann á bak við morð sem skóku Kaliforníu“. Ekki er að undra mismuninn. Þótt Manson hafi vissulega verið sakfelldur fyrir morðin á sjö einstaklingum drap hann engan sjálfur, að minnsta kosti ekki svo vitað sé. Um þennan mismun fjallaði Scott Bonn, prófessor í afbrotafræði við Drew-háskóla í Bandaríkjunum, í grein sinni í Psychology Today í mars 2014.Charles Manson er látinn. Hans verður ekki minnst með hlýhug enda hataður í heimalandinu.Nordicphotos/AFPLanglífur misskilningur„Hinn djöfullegi Manson er oft ranglega kallaður raðmorðingi. Það er ekki rétt lýsing á glæpum hans. Samkvæmt alríkislögreglunni eru raðmorð „dráp á tveimur eða fleiri einstaklingum, framin af sama einstaklingi, í aðskildum tilfellum“. Þau einkennast jafnframt af andlegu kælingarferli milli morða,“ skrifaði Bonn. Hélt hann því jafnframt fram að þetta kælingarferli væri einna mikilvægast þegar kæmi að því að skilgreina raðmorðingja. Vegna þessa sé ekki hægt að skilgreina Manson sem raðmorðingja þar sem hann myrti ekki fórnarlömbin sjálfur og voru þau öll myrt á tveimur dögum. „En ef hann er ekki raðmorðingi, hvað er Manson þá?“ spyr Bonn í grein sinni áður en hann ber glæpi Manson-fjölskyldunnar saman við æðismorð. Slík morð hefur alríkislögreglan skilgreint sem dráp tveggja eða fleiri fórnarlamba en ólíkt fjöldamorðum eru þau ekki bundin við eina staðsetningu. Þá er þetta svokallaða andlega kælingarferli ekki hluti af skilgreiningunni. „Charles Manson var dæmdur fyrir sjö morð. Þetta er þrátt fyrir að hann hafi sjálfur aldrei drepið neinn. Hann bað fylgjendur sína um að myrða fyrir sig. Þetta er kallað leppmorð en það er skilgreint sem morð þar sem morðinginn sjálfur vinnur ódæðisverkið fyrir einhvern annan,“ skrifaði Bonn. Ef til vill er þessi skilgreining á Manson, sú að hann sé leppmorðingi og fylgjendur hans æðismorðingjar, mun nær lagi en að kalla hann rað- eða fjöldamorðingja. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Raðmorðingjarnir sem voru innblásturinn að Mindhunter Þáttaröðin er byggð á sannri sögu fulltrúa alríkislögreglunnar, FBI, sem bar brautryðjandi á sviði sálfræðinnar að baki þess að koma upp um glæpamenn. 20. október 2017 16:39 Hvar eru hinir meðlimir „Manson-fjölskyldunnar“? Einungis fimm þeirra voru dæmd vegna Tate-LaBianca morðanna. 20. nóvember 2017 21:30 Charles Manson látinn Einhver alræmdasti glæpamaður Bandaríkjanna lést í nótt. 20. nóvember 2017 06:27 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Charles Manson, einn alræmdasti glæpamaður í sögu Bandaríkjanna, er látinn. Maðurinn sem sótti tólf sinnum um reynslulausn, án árangurs, eftir að hafa verið dæmdur til dauða, síðan í lífstíðarfangelsi eftir afnám dauðarefsinga í Kaliforníu, mun því ekki sækja um reynslulausn á ný. Glæpum Mansons hafa verið gerð afar góð skil í gríðarlegum fjölda frétta, fréttaskýringa, greina, heimildarmynda, bóka og jafnvel í afþreyingarefni. Þannig hefur það í ótal skipti verið rakið að Manson fékk til liðs við sig áhrifagjarnt ungt fólk og innlimaði í hina svokölluðu Manson-fjölskyldu til að stuðla að heimsendastríði kynþáttanna sem hann nefndi Helter Skelter eftir lagi Bítlanna. Manson trúði því staðfastlega að kynþáttastríð væri óumflýjanlegt og vildi hann stíga upp úr öskunni sem leiðtogi nýs samfélags eftir stríðið. Hann reyndi því að flýta stríðinu með því að fá „fjölskyldu“ sína til þess að myrða níu manns, meðal annars leikkonuna Sharon Tate.Nýleg mynd af Charles Manson.Vísir/AFPDjöfulleg nærveraGlæpir Mansons og eðli þeirra urðu til þess að skapa honum einkennilegt orðspor, jafnvel goðsagnakennt, í Bandaríkjunum. Þetta sást greinilega á fréttum um andlát hans og veikindi. „Djöfulleg nærvera“ sagði í frétt AP. „Lifandi holdgervingur illsku“ sagði í sömu frétt, stuttu áður en hann lést. „Ein viðurstyggilegasta en jafnframt áhugaverðasta manneskja bandarískrar menningar“ skrifaði blaðamaður Rolling Stone. Bandarískir fjölmiðlar, sem og fjölmiðlar annarra landa sem hafa fjallað um þennan „holdgerving illsku“, eru þó ósamstiga um hvernig beri að lýsa Manson með tilliti til glæpa hans. Sumir miðlar kalla hann einfaldlega morðingja, raðmorðingja eða fjöldamorðingja á meðan aðrir skrifa um „heilann á bak við morð sem skóku Kaliforníu“. Ekki er að undra mismuninn. Þótt Manson hafi vissulega verið sakfelldur fyrir morðin á sjö einstaklingum drap hann engan sjálfur, að minnsta kosti ekki svo vitað sé. Um þennan mismun fjallaði Scott Bonn, prófessor í afbrotafræði við Drew-háskóla í Bandaríkjunum, í grein sinni í Psychology Today í mars 2014.Charles Manson er látinn. Hans verður ekki minnst með hlýhug enda hataður í heimalandinu.Nordicphotos/AFPLanglífur misskilningur„Hinn djöfullegi Manson er oft ranglega kallaður raðmorðingi. Það er ekki rétt lýsing á glæpum hans. Samkvæmt alríkislögreglunni eru raðmorð „dráp á tveimur eða fleiri einstaklingum, framin af sama einstaklingi, í aðskildum tilfellum“. Þau einkennast jafnframt af andlegu kælingarferli milli morða,“ skrifaði Bonn. Hélt hann því jafnframt fram að þetta kælingarferli væri einna mikilvægast þegar kæmi að því að skilgreina raðmorðingja. Vegna þessa sé ekki hægt að skilgreina Manson sem raðmorðingja þar sem hann myrti ekki fórnarlömbin sjálfur og voru þau öll myrt á tveimur dögum. „En ef hann er ekki raðmorðingi, hvað er Manson þá?“ spyr Bonn í grein sinni áður en hann ber glæpi Manson-fjölskyldunnar saman við æðismorð. Slík morð hefur alríkislögreglan skilgreint sem dráp tveggja eða fleiri fórnarlamba en ólíkt fjöldamorðum eru þau ekki bundin við eina staðsetningu. Þá er þetta svokallaða andlega kælingarferli ekki hluti af skilgreiningunni. „Charles Manson var dæmdur fyrir sjö morð. Þetta er þrátt fyrir að hann hafi sjálfur aldrei drepið neinn. Hann bað fylgjendur sína um að myrða fyrir sig. Þetta er kallað leppmorð en það er skilgreint sem morð þar sem morðinginn sjálfur vinnur ódæðisverkið fyrir einhvern annan,“ skrifaði Bonn. Ef til vill er þessi skilgreining á Manson, sú að hann sé leppmorðingi og fylgjendur hans æðismorðingjar, mun nær lagi en að kalla hann rað- eða fjöldamorðingja.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Raðmorðingjarnir sem voru innblásturinn að Mindhunter Þáttaröðin er byggð á sannri sögu fulltrúa alríkislögreglunnar, FBI, sem bar brautryðjandi á sviði sálfræðinnar að baki þess að koma upp um glæpamenn. 20. október 2017 16:39 Hvar eru hinir meðlimir „Manson-fjölskyldunnar“? Einungis fimm þeirra voru dæmd vegna Tate-LaBianca morðanna. 20. nóvember 2017 21:30 Charles Manson látinn Einhver alræmdasti glæpamaður Bandaríkjanna lést í nótt. 20. nóvember 2017 06:27 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Raðmorðingjarnir sem voru innblásturinn að Mindhunter Þáttaröðin er byggð á sannri sögu fulltrúa alríkislögreglunnar, FBI, sem bar brautryðjandi á sviði sálfræðinnar að baki þess að koma upp um glæpamenn. 20. október 2017 16:39
Hvar eru hinir meðlimir „Manson-fjölskyldunnar“? Einungis fimm þeirra voru dæmd vegna Tate-LaBianca morðanna. 20. nóvember 2017 21:30
Charles Manson látinn Einhver alræmdasti glæpamaður Bandaríkjanna lést í nótt. 20. nóvember 2017 06:27