Erlent

Fjölmenn mótmæli í Rúmeníu

Atli Ísleifsson skrifar
Um 30 þúsund söfnuðust saman á götum Búkarest í gær.
Um 30 þúsund söfnuðust saman á götum Búkarest í gær. Vísir/AFP

Tugþúsundir komu saman á götum rúmensku höfuðborgarinnar Búkarest í gær til að mótmæla fyrirhuguðum breytingum á dómskerfi landsins. Breytingarnar myndu fela í sér aukin pólitísk afskipti af dómskerfinu og vilja mótmælendur meina að þær munu torvelda baráttuna gegn spillingu í landinu.

Mótmælendur hrópuðu slagorð á borð við „Þjófar! Þjófar!“ fyrir utan stjórnarbyggingar í höfuðborginni. Áætlað er að um 30 þúsund manns hafi mótmælt í Búkarest og um 20 þúsund í öðrum borgum.

Ríkisstjórn Rúmeníu, sem leidd er af Jafnaðarmönnum, vill afgreiða málið fyrir árslok, en framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, erlendir erindrekar og þúsundir dómara hafa mótmælt fyrirhuguðum breytingum.

Saksóknarar í landinu hafa rannsakað mörg hundruð háttsettra embættismanna og stjórnmálamanna á síðustu árum vegna meintrar spillingar. Þannig hafa eignir Liviu Dragnea, leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins, verið kyrrsettar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.