Erlent

Weinstein sakaður um að brjóta gegn lögum um mansal

Birgir Olgeirsson skrifar
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein Vísir/Getty

Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur verið sakaður um að brjóta gegn lögum um mansal. 



Greint er frá því á vef The Guardian að leikkonan Kadian Noble hafi höfðað mál gegn Weinstein. Í málshöfðuninni er Weinstein sakaður um að hafa boðið leikkonunni á hótel herbergi hans á meðan kvikmyndahátíðin í Cannes í Frakklandi stóð árið 2004. 



Nobel segir Weinstein hafa haldið því fram að hann vildi ráða hana í hlutverk í væntanlegri mynd. Hún segir Weinstein hafa káfað á henni áður en hann króaði hana af inni á baðherbergi þar sem hann neyddi hana til kynlífsathafna.



Í stefnunni segir Noble kvikmyndaframleiðandann hafa tjáð henni að ef hún myndi „slaka á“ þá myndu opnast dyr fyrir hana í kvikmyndaheiminum.



Noble höfðar einnig mál á hendur bróður HarveyBob Weinstein, og fyrirtækinu sem þeir stofnuðu saman, The Weinstein Company, fyrir vanrækslu í málinu.



Í stefnunni er fjallað um hlut ónafngreinds framleiðanda hjá The Weinstein Company sem hringdi í leikkonuna og sagði henni að vera „góða stelpu og verða við óskum hans“.



Talskona Weinstein segir hann neita þessum ásökunum um kynlíf án samþykkis. Hann hafi áður neitað því að hafa hótað leikkonum ef þær yrðu ekki við kynferðislegum umleitunum hans.



Fyrr í dag höfðaði ónafngreind kona mál gegn Weinstein í Bretlandi, en hún sakar hann um kynferðisbrot gegn  henni. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×