Skytturnar fóru á kostum í seinni hálfleik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alexis Sánchez og Alexandre Lacazette skoruðu báðir í kvöld.
Alexis Sánchez og Alexandre Lacazette skoruðu báðir í kvöld. Vísir/getty
Arsenal vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið rúllaði yfir Huddersfield, 5-0, í 14. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Leikurinn var aðeins þriggja mínútna gamall þegar Alexandre Lacazette kom Arsenal yfir.

Lacazette fór af velli í hálfleik og í hans stað kom Olivier Giroud. Hann kom Arsenal í 2-0 á 68. mínútu og aðeins mínútu síðar skoraði Alexis Sánchez svo þriðja mark heimamanna.

Mesut Özil lagði upp annað og þriðja mark Arsenal og skoraði sjálfur það fjórða á 72. mínútu. Þrjú mörk hjá Skyttunum á fjórum mínútum.

Giroud skoraði svo fimmta markið þremur mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 5-0, Arsenal í vil.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira