Jóhann Berg lagði upp er Burnley fór upp í 6. sætið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson. Vísir/Getty
Jóhann Berg Guðmundsson gaf sína fjórðu stoðsendingu í ensku úrvalsdeildinni í vetur þegar Burnley vann 1-2 sigur á Bournemouth á útivelli í kvöld.

Með sigrinum komst Burnley upp í 6. sæti deildarinnar. Bournemouth er í 15. sætinu.

Chris Wood kom Burnley yfir á 37. mínútu. Á 65. mínútu skoraði Robbie Brady svo annað mark liðsins eftir sendingu frá Jóhanni Berg Guðmundssyni.

Joshua King minnkaði muninn á 79. mínútu en nær komst Bournemouth ekki. Lokatölur 1-2, Burnley í vil.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira