Ray Anthony Jónsson verður næsti þjálfari kvennaliðs Grindavíkur. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Grindavík í gær. Fótbolti.net greinir frá.
Ray Anthony er öllum hnútum kunnugur í Grindavík en hann lék lengi með karlaliði félagsins. Ray Anthony lék einnig með Keflavík, Völsungi, GG og Global á Filippseyjum.
Móðir Rays Anthony er frá Filippseyjum og hann lék á sínum tíma yfir 30 leiki fyrir filippseyska landsliðið.
Grindavík endaði í 7. sæti Pepsi-deildar kvenna á síðasta tímabili. Að því loknu hætti Róbert Haraldsson sem þjálfari liðsins.
Nihad Hasecic, fyrrverandi þjálfari Sindra, verður Ray Anthony til aðstoðar að því er fram kemur í frétt Fótbolta.net.
Ray Anthony tekur við Grindavík

Tengdar fréttir

Stjarna Filippseyinga tryggði sér treyju Beckhams á blaðamannafundi
Grindvíkingurinn Ray Anthony Jónsson hefur verið á ferð og flugi síðastliðið ár með landsliði Filippseyja. Bakvörðurinn hefur lent í ýmsum skemmtilegum ævintýrum á árinu og á dögunum hlotnaðist honum sá heiður að spila gegn David Beckham. Ray gaf ofurstjörnunni óvart olnbogaskot í leiknum.