Floti sjálfakandi leigubíla að koma á götur Phoenix Kristján Már Unnarsson skrifar 12. nóvember 2017 21:00 Tímamót urðu í vikunni í notkun sjálfakandi bíla þegar tilkynnt var í Bandaríkjunum um fyrstu leigubílastöðina þar sem tölvur með gervigreind hafa alfarið tekið yfir hlutverk bílstjóra. Fjallað var um málið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Því hefur verið spáð að samgöngubylting sé handan við hornið með sjálfkeyrandi rafmagnsbílum. Svo hröð er þróunin að nú hefur verið tilkynnt um opnun fyrstu leigubílastöðvarinnar. Fyrirtækið Waymo, sem er í eigu Google, er komið með flota rafbíla af gerðinni Fiat Chrysler Pacifica, sem íbúum Phoenix-borgar í Arizona býðst að panta í gegnum app og fá ókeypis far með í tilraunaskyni á næstu mánuðum.Floti sjálfakandi leigubíla frá Waymo, sem er á leið á götur Phoenix og nágrennis.Mynd/Úr kynningarmyndbandi Waymo.Enginn verður við stýrið en fyrst um sinn mun starfsmaður frá Waymo einnig sitja í bílnum í öryggisskyni. Arizona-ríki var valið vegna þess að þar búið að laga löggjöf að notkun sjálfakandi bíla og þar eru hverfandi líkur á snjókomu og hálku. Tilraunir Waymo með bílinn í snjó og hálku standa reyndar yfir í Michigan þessa dagana. Og Frakkar ætla ekki að gefa sitt eftir í kapphlaupinu um þessa gervigreindartækni. Franska fyrirtækið Navya kynnti þennan bíl í vikunni, og sagði hann fyrsta sjálfstýrða leigubíllinn sem verði til sölu á almennum markaði.Sjálfkeyrandi leigubíll Navya var kynntur í París í vikunni.Mynd/Reuters.Í bílnum eru hvorki stýri, stjórnborð né fótstig, hann tekur sex farþega og nær allt að sjötíu kílómetra hraða. Hann er búinn yfir tuttugu skynjurum, myndavélum og ratsjám sem eiga að hjálpa honum að rata rétta leið án þess að rekast á aðra bíla. Frumsýning sjálfvirkrar rafskutlu í Las Vegas í vikunni endaði hins vegar með árekstri við stóran trukk á fyrstu klukkustund, án þess þó að nokkur meiddist. Áreksturinn í Las Vegas. Lögreglan segir sjálfakandi bílinn saklausan.Mynd/Reuters.Lögreglan segir óhappið alfarið vörubílstjóranum að kenna, hann hafi bakkað utan í rafskutluna, sem stóð kyrr. Tengdar fréttir Spá því að við yfirgefum einkabílinn innan 15 ára fyrir þægindi og sparnað Ný bandarísk skýrsla spáir stórfelldri fækkun einkabíla og að árið 2030 fari Bandaríkjamenn 95 prósent allra ferða í sjálfkeyrandi rafbílum í eigu leigubílafyrirtækja. 17. maí 2017 21:30 Sorglegt ef fjármunum sé eytt í úrelt lestakerfi Borgarlína og fluglest eru úrelt þar sem sjálfakandi leigubílar munu taka yfir almenningssamgöngur, segir Frosti Sigurjónsson. 23. maí 2017 21:45 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Tímamót urðu í vikunni í notkun sjálfakandi bíla þegar tilkynnt var í Bandaríkjunum um fyrstu leigubílastöðina þar sem tölvur með gervigreind hafa alfarið tekið yfir hlutverk bílstjóra. Fjallað var um málið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Því hefur verið spáð að samgöngubylting sé handan við hornið með sjálfkeyrandi rafmagnsbílum. Svo hröð er þróunin að nú hefur verið tilkynnt um opnun fyrstu leigubílastöðvarinnar. Fyrirtækið Waymo, sem er í eigu Google, er komið með flota rafbíla af gerðinni Fiat Chrysler Pacifica, sem íbúum Phoenix-borgar í Arizona býðst að panta í gegnum app og fá ókeypis far með í tilraunaskyni á næstu mánuðum.Floti sjálfakandi leigubíla frá Waymo, sem er á leið á götur Phoenix og nágrennis.Mynd/Úr kynningarmyndbandi Waymo.Enginn verður við stýrið en fyrst um sinn mun starfsmaður frá Waymo einnig sitja í bílnum í öryggisskyni. Arizona-ríki var valið vegna þess að þar búið að laga löggjöf að notkun sjálfakandi bíla og þar eru hverfandi líkur á snjókomu og hálku. Tilraunir Waymo með bílinn í snjó og hálku standa reyndar yfir í Michigan þessa dagana. Og Frakkar ætla ekki að gefa sitt eftir í kapphlaupinu um þessa gervigreindartækni. Franska fyrirtækið Navya kynnti þennan bíl í vikunni, og sagði hann fyrsta sjálfstýrða leigubíllinn sem verði til sölu á almennum markaði.Sjálfkeyrandi leigubíll Navya var kynntur í París í vikunni.Mynd/Reuters.Í bílnum eru hvorki stýri, stjórnborð né fótstig, hann tekur sex farþega og nær allt að sjötíu kílómetra hraða. Hann er búinn yfir tuttugu skynjurum, myndavélum og ratsjám sem eiga að hjálpa honum að rata rétta leið án þess að rekast á aðra bíla. Frumsýning sjálfvirkrar rafskutlu í Las Vegas í vikunni endaði hins vegar með árekstri við stóran trukk á fyrstu klukkustund, án þess þó að nokkur meiddist. Áreksturinn í Las Vegas. Lögreglan segir sjálfakandi bílinn saklausan.Mynd/Reuters.Lögreglan segir óhappið alfarið vörubílstjóranum að kenna, hann hafi bakkað utan í rafskutluna, sem stóð kyrr.
Tengdar fréttir Spá því að við yfirgefum einkabílinn innan 15 ára fyrir þægindi og sparnað Ný bandarísk skýrsla spáir stórfelldri fækkun einkabíla og að árið 2030 fari Bandaríkjamenn 95 prósent allra ferða í sjálfkeyrandi rafbílum í eigu leigubílafyrirtækja. 17. maí 2017 21:30 Sorglegt ef fjármunum sé eytt í úrelt lestakerfi Borgarlína og fluglest eru úrelt þar sem sjálfakandi leigubílar munu taka yfir almenningssamgöngur, segir Frosti Sigurjónsson. 23. maí 2017 21:45 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Spá því að við yfirgefum einkabílinn innan 15 ára fyrir þægindi og sparnað Ný bandarísk skýrsla spáir stórfelldri fækkun einkabíla og að árið 2030 fari Bandaríkjamenn 95 prósent allra ferða í sjálfkeyrandi rafbílum í eigu leigubílafyrirtækja. 17. maí 2017 21:30
Sorglegt ef fjármunum sé eytt í úrelt lestakerfi Borgarlína og fluglest eru úrelt þar sem sjálfakandi leigubílar munu taka yfir almenningssamgöngur, segir Frosti Sigurjónsson. 23. maí 2017 21:45