Spá því að við yfirgefum einkabílinn innan 15 ára fyrir þægindi og sparnað Kristján Már Unnarsson skrifar 17. maí 2017 21:30 Ný bandarísk skýrsla spáir stórfelldri fækkun einkabíla innan fimmtán ára og að árið 2030 fari Bandaríkjamenn 95 prósent sinna ferða í sjálfkeyrandi rafbílum í eigu leigubílafyrirtækja. Frétt Stöðvar 2 um þessa framtíðarsýn má sjá hér að ofan. Svona hljóðar framtíðin í samgöngum, ef spáin rætist: Sjálfkeyrandi rafmagnsbíll sem kemur heim til þín þegar þú óskar, skutlar þér í vinnuna eða út í búð, og svo kemur annar bíll og sækir þig þegar þú vilt komast heim aftur. Nýútkomin skýrsla sérfræðinga Rethinkx hefur þegar vakið athygli helstu fjölmiðla Bandaríkjanna enda eru leidd þar sannfærandi rök fyrir því að samgöngubylting sé handan við hornið. Í stað þess að sitja við stýrið og aka eigin bíl mun fólk velja margfalt ódýrari þægindi; að láta sjálfstýrðan rafbíl frá akstursþjónustu skutla sér.Mynd/Mercedes Benz.Rótgrónir bílaframleiðendur, sem og nýir eins og Tesla, en einnig fyrirtæki á borð við Google og Apple, keppast við að þróa sjálfakandi rafbíla og skýrsluhöfundar telja að þeir muni slá í gegn sem þægilegur, öruggur og hagkvæmur samgöngumáti. Sérfræðingar Rethinkx telja þetta gerast svo hratt að árið 2030, eftir aðeins þrettán ár, verði 95 prósent allra ferða á bandarískum vegum farnar í sjálfstýrðum rafbílum, sem verði ekki einkaeign heldur aðallega í eigu akstursþjónustufyrirtækja. Það sem drífi þessa bílabyltingu verði hvorki boð né bönn að ofan heldur efnahagslegir þættir. Þetta verði einfaldlega hagkvæmasti og þægilegasti ferðamátinn, 4-10 sinnum ódýrari en að kaupa nýjan bíl, og leigurafbíllinn verði 2-4 sinnum ódýrari en að reka eigin bíl. Meðalheimili í Bandaríkjunum er sagt spara 5.600 dollara á ári, eða um 600 þúsund krónur.Tilraunabíll frá Google. Kerfi sjálfkeyrandi rafbíla stórfækkar bílum, að mati sérfræðinga Rethinkx.Það sem gerir gæfumuninn er að sjálfkeyrandi bíllinn er á ferðinni allan sólarhringinn og getur þjónað tugum viðskiptavina meðan einkabíllinn stendur óhreyfður á bílastæði mestan hluta dagsins. Þetta segja skýrsluhöfundar að muni fækka bílum í Bandaríkjunum úr 247 milljónum árið 2020 niður í 44 milljónir árið 2030 og stórbæta nýtingu landrýmis. Afleiðingin verði hrun olíuiðnaðar og hefðbundins bílaiðnaðar. Sjálfakandi rafbílar eru einnig taldir geta leyst af strætisvagna og sporvagna, - og ef þessi framtíðarsýn rætist, gæti farið svo að Reykvíkingar sætu uppi með úrelta borgarlínu daginn sem hún yrði tilbúin. Hér má sjá skýrslu Rethinkx. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Ný bandarísk skýrsla spáir stórfelldri fækkun einkabíla innan fimmtán ára og að árið 2030 fari Bandaríkjamenn 95 prósent sinna ferða í sjálfkeyrandi rafbílum í eigu leigubílafyrirtækja. Frétt Stöðvar 2 um þessa framtíðarsýn má sjá hér að ofan. Svona hljóðar framtíðin í samgöngum, ef spáin rætist: Sjálfkeyrandi rafmagnsbíll sem kemur heim til þín þegar þú óskar, skutlar þér í vinnuna eða út í búð, og svo kemur annar bíll og sækir þig þegar þú vilt komast heim aftur. Nýútkomin skýrsla sérfræðinga Rethinkx hefur þegar vakið athygli helstu fjölmiðla Bandaríkjanna enda eru leidd þar sannfærandi rök fyrir því að samgöngubylting sé handan við hornið. Í stað þess að sitja við stýrið og aka eigin bíl mun fólk velja margfalt ódýrari þægindi; að láta sjálfstýrðan rafbíl frá akstursþjónustu skutla sér.Mynd/Mercedes Benz.Rótgrónir bílaframleiðendur, sem og nýir eins og Tesla, en einnig fyrirtæki á borð við Google og Apple, keppast við að þróa sjálfakandi rafbíla og skýrsluhöfundar telja að þeir muni slá í gegn sem þægilegur, öruggur og hagkvæmur samgöngumáti. Sérfræðingar Rethinkx telja þetta gerast svo hratt að árið 2030, eftir aðeins þrettán ár, verði 95 prósent allra ferða á bandarískum vegum farnar í sjálfstýrðum rafbílum, sem verði ekki einkaeign heldur aðallega í eigu akstursþjónustufyrirtækja. Það sem drífi þessa bílabyltingu verði hvorki boð né bönn að ofan heldur efnahagslegir þættir. Þetta verði einfaldlega hagkvæmasti og þægilegasti ferðamátinn, 4-10 sinnum ódýrari en að kaupa nýjan bíl, og leigurafbíllinn verði 2-4 sinnum ódýrari en að reka eigin bíl. Meðalheimili í Bandaríkjunum er sagt spara 5.600 dollara á ári, eða um 600 þúsund krónur.Tilraunabíll frá Google. Kerfi sjálfkeyrandi rafbíla stórfækkar bílum, að mati sérfræðinga Rethinkx.Það sem gerir gæfumuninn er að sjálfkeyrandi bíllinn er á ferðinni allan sólarhringinn og getur þjónað tugum viðskiptavina meðan einkabíllinn stendur óhreyfður á bílastæði mestan hluta dagsins. Þetta segja skýrsluhöfundar að muni fækka bílum í Bandaríkjunum úr 247 milljónum árið 2020 niður í 44 milljónir árið 2030 og stórbæta nýtingu landrýmis. Afleiðingin verði hrun olíuiðnaðar og hefðbundins bílaiðnaðar. Sjálfakandi rafbílar eru einnig taldir geta leyst af strætisvagna og sporvagna, - og ef þessi framtíðarsýn rætist, gæti farið svo að Reykvíkingar sætu uppi með úrelta borgarlínu daginn sem hún yrði tilbúin. Hér má sjá skýrslu Rethinkx.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira