Floti sjálfakandi leigubíla að koma á götur Phoenix Kristján Már Unnarsson skrifar 12. nóvember 2017 21:00 Tímamót urðu í vikunni í notkun sjálfakandi bíla þegar tilkynnt var í Bandaríkjunum um fyrstu leigubílastöðina þar sem tölvur með gervigreind hafa alfarið tekið yfir hlutverk bílstjóra. Fjallað var um málið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Því hefur verið spáð að samgöngubylting sé handan við hornið með sjálfkeyrandi rafmagnsbílum. Svo hröð er þróunin að nú hefur verið tilkynnt um opnun fyrstu leigubílastöðvarinnar. Fyrirtækið Waymo, sem er í eigu Google, er komið með flota rafbíla af gerðinni Fiat Chrysler Pacifica, sem íbúum Phoenix-borgar í Arizona býðst að panta í gegnum app og fá ókeypis far með í tilraunaskyni á næstu mánuðum.Floti sjálfakandi leigubíla frá Waymo, sem er á leið á götur Phoenix og nágrennis.Mynd/Úr kynningarmyndbandi Waymo.Enginn verður við stýrið en fyrst um sinn mun starfsmaður frá Waymo einnig sitja í bílnum í öryggisskyni. Arizona-ríki var valið vegna þess að þar búið að laga löggjöf að notkun sjálfakandi bíla og þar eru hverfandi líkur á snjókomu og hálku. Tilraunir Waymo með bílinn í snjó og hálku standa reyndar yfir í Michigan þessa dagana. Og Frakkar ætla ekki að gefa sitt eftir í kapphlaupinu um þessa gervigreindartækni. Franska fyrirtækið Navya kynnti þennan bíl í vikunni, og sagði hann fyrsta sjálfstýrða leigubíllinn sem verði til sölu á almennum markaði.Sjálfkeyrandi leigubíll Navya var kynntur í París í vikunni.Mynd/Reuters.Í bílnum eru hvorki stýri, stjórnborð né fótstig, hann tekur sex farþega og nær allt að sjötíu kílómetra hraða. Hann er búinn yfir tuttugu skynjurum, myndavélum og ratsjám sem eiga að hjálpa honum að rata rétta leið án þess að rekast á aðra bíla. Frumsýning sjálfvirkrar rafskutlu í Las Vegas í vikunni endaði hins vegar með árekstri við stóran trukk á fyrstu klukkustund, án þess þó að nokkur meiddist. Áreksturinn í Las Vegas. Lögreglan segir sjálfakandi bílinn saklausan.Mynd/Reuters.Lögreglan segir óhappið alfarið vörubílstjóranum að kenna, hann hafi bakkað utan í rafskutluna, sem stóð kyrr. Tengdar fréttir Spá því að við yfirgefum einkabílinn innan 15 ára fyrir þægindi og sparnað Ný bandarísk skýrsla spáir stórfelldri fækkun einkabíla og að árið 2030 fari Bandaríkjamenn 95 prósent allra ferða í sjálfkeyrandi rafbílum í eigu leigubílafyrirtækja. 17. maí 2017 21:30 Sorglegt ef fjármunum sé eytt í úrelt lestakerfi Borgarlína og fluglest eru úrelt þar sem sjálfakandi leigubílar munu taka yfir almenningssamgöngur, segir Frosti Sigurjónsson. 23. maí 2017 21:45 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Tímamót urðu í vikunni í notkun sjálfakandi bíla þegar tilkynnt var í Bandaríkjunum um fyrstu leigubílastöðina þar sem tölvur með gervigreind hafa alfarið tekið yfir hlutverk bílstjóra. Fjallað var um málið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Því hefur verið spáð að samgöngubylting sé handan við hornið með sjálfkeyrandi rafmagnsbílum. Svo hröð er þróunin að nú hefur verið tilkynnt um opnun fyrstu leigubílastöðvarinnar. Fyrirtækið Waymo, sem er í eigu Google, er komið með flota rafbíla af gerðinni Fiat Chrysler Pacifica, sem íbúum Phoenix-borgar í Arizona býðst að panta í gegnum app og fá ókeypis far með í tilraunaskyni á næstu mánuðum.Floti sjálfakandi leigubíla frá Waymo, sem er á leið á götur Phoenix og nágrennis.Mynd/Úr kynningarmyndbandi Waymo.Enginn verður við stýrið en fyrst um sinn mun starfsmaður frá Waymo einnig sitja í bílnum í öryggisskyni. Arizona-ríki var valið vegna þess að þar búið að laga löggjöf að notkun sjálfakandi bíla og þar eru hverfandi líkur á snjókomu og hálku. Tilraunir Waymo með bílinn í snjó og hálku standa reyndar yfir í Michigan þessa dagana. Og Frakkar ætla ekki að gefa sitt eftir í kapphlaupinu um þessa gervigreindartækni. Franska fyrirtækið Navya kynnti þennan bíl í vikunni, og sagði hann fyrsta sjálfstýrða leigubíllinn sem verði til sölu á almennum markaði.Sjálfkeyrandi leigubíll Navya var kynntur í París í vikunni.Mynd/Reuters.Í bílnum eru hvorki stýri, stjórnborð né fótstig, hann tekur sex farþega og nær allt að sjötíu kílómetra hraða. Hann er búinn yfir tuttugu skynjurum, myndavélum og ratsjám sem eiga að hjálpa honum að rata rétta leið án þess að rekast á aðra bíla. Frumsýning sjálfvirkrar rafskutlu í Las Vegas í vikunni endaði hins vegar með árekstri við stóran trukk á fyrstu klukkustund, án þess þó að nokkur meiddist. Áreksturinn í Las Vegas. Lögreglan segir sjálfakandi bílinn saklausan.Mynd/Reuters.Lögreglan segir óhappið alfarið vörubílstjóranum að kenna, hann hafi bakkað utan í rafskutluna, sem stóð kyrr.
Tengdar fréttir Spá því að við yfirgefum einkabílinn innan 15 ára fyrir þægindi og sparnað Ný bandarísk skýrsla spáir stórfelldri fækkun einkabíla og að árið 2030 fari Bandaríkjamenn 95 prósent allra ferða í sjálfkeyrandi rafbílum í eigu leigubílafyrirtækja. 17. maí 2017 21:30 Sorglegt ef fjármunum sé eytt í úrelt lestakerfi Borgarlína og fluglest eru úrelt þar sem sjálfakandi leigubílar munu taka yfir almenningssamgöngur, segir Frosti Sigurjónsson. 23. maí 2017 21:45 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Spá því að við yfirgefum einkabílinn innan 15 ára fyrir þægindi og sparnað Ný bandarísk skýrsla spáir stórfelldri fækkun einkabíla og að árið 2030 fari Bandaríkjamenn 95 prósent allra ferða í sjálfkeyrandi rafbílum í eigu leigubílafyrirtækja. 17. maí 2017 21:30
Sorglegt ef fjármunum sé eytt í úrelt lestakerfi Borgarlína og fluglest eru úrelt þar sem sjálfakandi leigubílar munu taka yfir almenningssamgöngur, segir Frosti Sigurjónsson. 23. maí 2017 21:45