Fótbolti

Þetta þarf að gerast til að Ísland komist í 2. styrkleikaflokk

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Svíar eru í góðri stöðu fyrir seinni leikinn gegn Ítölum. Það hentar Íslandi betur að Svíþjóð komist á HM.
Svíar eru í góðri stöðu fyrir seinni leikinn gegn Ítölum. Það hentar Íslandi betur að Svíþjóð komist á HM. vísir/getty
Ísland á enn möguleika á að vera í 2. styrkleikflokki þegar dregið verður í riðla á HM í Rússlandi 1. desember næstkomandi.

Úrslitin í þremur af fjórum viðureignum í HM-umspili sem er eftir eru ráða því hvort Ísland verður í 2. eða 3. styrkleikaflokki.

Íslenska liðið verður í 2. styrkleikaflokki ef Svíþjóð vinnur Ítalíu, Írland Danmörku og Nýja-Sjáland Perú.

Fyrir leikina í umspilinu var ljóst að „litla liðið“, það sem er neðar á styrkleikalista FIFA, yrði að vinna þrjár af fimm viðureignum, eins og fjallað var um á Vísi í síðustu viku.

Úrslitin í viðureignum Sviss (11.) og N-Írlands (23.) og Króatíu (18.) og Grikklands (47.) voru Íslandi óhagstæð. Sviss og Króatía höfðu sigur en þau eru ofar á styrkleikalistanum en Ísland sem situr í 21. sæti hans.

Svíar og Ítalir mætast í Mílanó í kvöld. Sænska liðið er í góðri stöðu eftir 1-0 sigur í fyrri leiknum í Stokkhólmi. Ljóst er að það yrði mikið reiðarslag fyrir Ítalíu að komast ekki á HM en það hentar Íslendingum betur.

Írland og Danmörk gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum á Parken. Það er því allt opið fyrir seinni leikinn í Dublin annað kvöld.

Það var heldur ekkert mark skorað í fyrri leik Nýja-Sjálands (122.) og Perú (10.) í Wellington. Perúmenn eru eflaust sáttari með þau úrslit. Þeir eru nokkuð öflugir á heimavelli og töpuðu aðeins tveimur af níu heimaleikjum sínum í Suður-Ameríkuriðlinum. Líkurnar eru Ný-Sjálendingum ekki í hag.

Íslensku strákarnir geta bæði lent í 2. og 3. styrkleikaflokki.vísir/anton
Af þeim 28 liðum sem eru komin á HM er ljóst í hvaða styrkleikaflokki 25 lið verða. Ísland og Króatía geta bæði lent í 2. eða 3. styrkleikaflokki og Serbía í 3. og 4. styrkleikaflokki.

Styrkleikaflokkarnir líta svona út:

1. styrkleikaflokkur:

Rússland, Þýskaland, Brasilíu, Portúgal, Argentína, Belgía, Pólland, Frakkland

2. styrkleikaflokkur:

Spánn, Sviss, England, Kólumbía, Mexíkó, Úrúgvæ

3. styrkleikaflokkur:

Kosta Ríka, Túnis, Egyptaland, Senegal, Íran

4. styrkleikaflokkur:

Nígería, Japan, Túnis, Panama, Suður-Kórea, Sádí-Arabía


Tengdar fréttir

Listamennirnir í fótboltalandsliðinu okkar | Myndir

Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta taka þátt í að skapa nýtt íslensk fótboltafrímerki sem verður gefið út í tengslum við heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar.

Markalaust er Sviss komst á HM

Sviss og Norður-Írland skildu jöfn 0-0 á St. Jakobs Park-vellinum í Basel í leik sem lauk rétt í þessu en eftir 1-0 sigur Sviss í fyrri leik liðanna á dögunum verður það Sviss sem fer á HM.

Túnis og Morokkó á HM

Túnis og Morokkó tryggðu sæti sitt í lokakeppni Heimsmeistaramótsins í Rússlandi þegar undankeppni Afríkuþjóða lauk í dag.

Bragðdauft jafntefli er Króatía komst á HM

Það var fátt um fína drætti er Grikkland tók á móti Króatíu í seinni leik liðanna í umspili upp á sæti á HM en það verða Króatar sem verða meðal þátttökuþjóða á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×