Stjórnarmyndunarviðræðum í Þýskalandi slitið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. nóvember 2017 23:49 Christian Lindner, leiðtogi Frjálslyndra tilkynnir að stjórnarmyndunarviðræðum í Þýskalandi hafi verið slitið. Óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum í Þýskalandi á milli Kristilega demókrataflokksins, Græningja og Frjálslynda flokksins hefur verið slitið. Frjálslyndi flokkurinn sleit viðræðunum laust fyrir miðnætti. Guardian greinir frá.Viðræður á milli flokkanna, sem eru í raun fjórir þar sem systurflokkur Kristilegra demókrata hefur tekið þátt í þeim, hafa staðið yfir síðustu vikur, án árangurs. Erfiðlega hefur reynst fyrir flokkanna að ná málamiðlunum, ekki síst yfir málefnum flóttamanna sem og loftslagsmála. Fyrir helgi sagði Christian Lindner, leiðtogi Frjálslynda flokksins, að flokkarnir hefðu frest til sex í kvöld að þýskum tíma til þess að ná samkomulagi um að hefja formlegar viðræður. Flokkarnir ræddu þó saman fram yfir frestinn en rétt fyrir miðnætti að þýskum tíma tilkynnti Lindner að flokkurinn myndi ekki taka þátt í frekari viðræðum. „Flokkarnir fjórir hafa enga sameiginlega sýn á nútímavæðingu Þýskalands né sameiginlegan grundvöll til að byggja á,“ sagði Lindner þegar hann tilkynnti um viðræðuslitin. „Það er betra að vera ekki í ríkisstjórn en að vera í vondri ríkisstjórn.“ Hefðu flokkarnir komist að samkomulagi um að hefja formlegar viðræður þar sem málefnasamningur hefði verið lagður til grundvallar skiptingu ráðuneyta. Talið er líklegt að Angela Merkel, kanslari Þýskalands og leiðtogi Kristilegra demókrata, muni nú reyna að mynda minnihlutastjórn, annað hvort með Frjálslyndum eða Græningjum. Ákvörðun Jafnaðarmanna um að sitja í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu hefur flækt málin töluvert en flokkurinn átti í ríkisstjórnarsamstarfi með flokki Merkel á síðasta kjörtímabili. Takist ekki að mynda ríkisstjórn gæti Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, slitið þingi og boðað til nýrra kosninga. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Merkel bjartsýn þrátt fyrir erfiðar viðræður Stjórnarmyndunarviðræður CDU, CSU, FDP og Græningja halda áfram í Berlín í dag. 3. nóvember 2017 12:31 Græningjar hikandi í þýskum stjórnarmyndunarviðræðum Stjórnarmyndunarviðræður Kristilegra demókrata (CDU,CSU), Frjálslynda flokksins (FDP) og Græningja halda áfram í Þýskalandi í dag. 13. nóvember 2017 12:13 Frestur þýsku flokkanna runninn út Kristilegir demókratar, Frjálslyndir og Græningjar ætla að halda stjórnarmyndunarviðræðum sínum áfram í dag. 17. nóvember 2017 08:56 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum í Þýskalandi á milli Kristilega demókrataflokksins, Græningja og Frjálslynda flokksins hefur verið slitið. Frjálslyndi flokkurinn sleit viðræðunum laust fyrir miðnætti. Guardian greinir frá.Viðræður á milli flokkanna, sem eru í raun fjórir þar sem systurflokkur Kristilegra demókrata hefur tekið þátt í þeim, hafa staðið yfir síðustu vikur, án árangurs. Erfiðlega hefur reynst fyrir flokkanna að ná málamiðlunum, ekki síst yfir málefnum flóttamanna sem og loftslagsmála. Fyrir helgi sagði Christian Lindner, leiðtogi Frjálslynda flokksins, að flokkarnir hefðu frest til sex í kvöld að þýskum tíma til þess að ná samkomulagi um að hefja formlegar viðræður. Flokkarnir ræddu þó saman fram yfir frestinn en rétt fyrir miðnætti að þýskum tíma tilkynnti Lindner að flokkurinn myndi ekki taka þátt í frekari viðræðum. „Flokkarnir fjórir hafa enga sameiginlega sýn á nútímavæðingu Þýskalands né sameiginlegan grundvöll til að byggja á,“ sagði Lindner þegar hann tilkynnti um viðræðuslitin. „Það er betra að vera ekki í ríkisstjórn en að vera í vondri ríkisstjórn.“ Hefðu flokkarnir komist að samkomulagi um að hefja formlegar viðræður þar sem málefnasamningur hefði verið lagður til grundvallar skiptingu ráðuneyta. Talið er líklegt að Angela Merkel, kanslari Þýskalands og leiðtogi Kristilegra demókrata, muni nú reyna að mynda minnihlutastjórn, annað hvort með Frjálslyndum eða Græningjum. Ákvörðun Jafnaðarmanna um að sitja í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu hefur flækt málin töluvert en flokkurinn átti í ríkisstjórnarsamstarfi með flokki Merkel á síðasta kjörtímabili. Takist ekki að mynda ríkisstjórn gæti Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, slitið þingi og boðað til nýrra kosninga.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Merkel bjartsýn þrátt fyrir erfiðar viðræður Stjórnarmyndunarviðræður CDU, CSU, FDP og Græningja halda áfram í Berlín í dag. 3. nóvember 2017 12:31 Græningjar hikandi í þýskum stjórnarmyndunarviðræðum Stjórnarmyndunarviðræður Kristilegra demókrata (CDU,CSU), Frjálslynda flokksins (FDP) og Græningja halda áfram í Þýskalandi í dag. 13. nóvember 2017 12:13 Frestur þýsku flokkanna runninn út Kristilegir demókratar, Frjálslyndir og Græningjar ætla að halda stjórnarmyndunarviðræðum sínum áfram í dag. 17. nóvember 2017 08:56 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Merkel bjartsýn þrátt fyrir erfiðar viðræður Stjórnarmyndunarviðræður CDU, CSU, FDP og Græningja halda áfram í Berlín í dag. 3. nóvember 2017 12:31
Græningjar hikandi í þýskum stjórnarmyndunarviðræðum Stjórnarmyndunarviðræður Kristilegra demókrata (CDU,CSU), Frjálslynda flokksins (FDP) og Græningja halda áfram í Þýskalandi í dag. 13. nóvember 2017 12:13
Frestur þýsku flokkanna runninn út Kristilegir demókratar, Frjálslyndir og Græningjar ætla að halda stjórnarmyndunarviðræðum sínum áfram í dag. 17. nóvember 2017 08:56