Erlent

Sádar sagðir hafa fellt 26 borgara í Jemen

Samúel Karl Ólason skrifar
Orrustuþotur munu hafa gert loftárásir á hótel og fjölmennan markað Sahar í Saada héraði.
Orrustuþotur munu hafa gert loftárásir á hótel og fjölmennan markað Sahar í Saada héraði. Vísir/AFP
Minnst 26 almennir borgarar létu lífið í loftárás á markaði í Jemen í morgun. Talið er að loftárásin hafi verið gerð af bandalagi Sádi-araba sem standa við bakið á stjórnvöldum Jemen gegn uppreisnarmönnum Húta. Orrustuþotur munu hafa gert loftárásir á hótel og fjölmennan markað Sahar í Saada héraði.

Mannréttindasamtök hafa lengi sakað bandalag Sáda um að gera markvisst loftárásir gegn almennum borgurum og innviðum Jemen, eins og skóla, sjúkrahús og íbúðasvæði. Bandalagið hefur ávalt neitað því, en var þó á lista Sameinuðu þjóðanna yfir aðila sem myrða og slasa börn sem birtur var í síðasta mánuði, samkvæmt frétt BBC.



Í skýrslunni var því haldið fram að árásir bandalagsins hefðu leitt til dauða 683 barna í fyrra og var bandalagið sakað um að hafa gert loftárásir á 38 skóla og sjúkrahús. Í skýrslunni eru Hútar og al-Qaeda á Arabíuskaganum einnig sakaðir um að myrða börn.



Stríðið í Jemen hefur staðið yfir í tvö og hálft ár og hafa minnst tíu þúsund manns látið lífið samkvæmt frétt Reuters.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×