Erlent

Enn ein leikkonan sakar Weinstein um nauðgun

Atli Ísleifsson skrifar
Paz De La Huerta fór með hlutverk Lucy Danziger í Boardwalk Empire.
Paz De La Huerta fór með hlutverk Lucy Danziger í Boardwalk Empire. Vísir/Getty

Enn ein leikkonan hefur nú sakað bandaríska kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um að hafa nauðgað sér. Bandaríska leikkonan Paz de la Huerta, sem hefur gert garðinn frægan fyrir leik sinn í þáttunum Boardwalk Empire, segir Weinstein hafa nauðgað sér í tvígang í New York árið 2010.



Leikkonan greinir frá þessu í viðtali við Vanity Fair, en Weinstein hefur neitað ásökunum um að hann hafi nauðgað og áreitt konur kynferðislega.



Hin 33 ára De La Huerta er í hópi á annars tugs kvenna sem hafa sakað hinn 65 ára Weinstein um nauðgun.



De La Huerta, sem fór með hlutverk Lucy Danziger í Boardwalk Empire, segir Weinstein hafa nauðgað sér eftir að hafa boðist til að skutla henni heim. „Þetta var ekki með mínu samþykki,“ segir De La Huerta. Þá hafi hann endurtekið leikinn eftir að hafa mætt óboðinn heim til hennar um mánuði síðar.



Segir hún að Weinstein hafi lofað sér hlutverki á sviði, en að hún hafi aldrei heyrt frá honum aftur.



Lögregla í London, New York og Los Angeles rannsaka nú ásakanir á hendur Weinstein.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×