Paradísarskjölin: Eignir Bretadrottningar og tengsl bandarísks ráðherra við tengdason Pútín Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. nóvember 2017 19:21 Bretadrottning er í hinum nýja gagnaleka en ekkert saknæmt virðist vera við viðskipti hennar. Vísir/Getty Nýr gagnaleki hefur varpað ljósi á eignir og fjárhag sumra af ríkustu einstaklingum heims. Gögnin bárust þýska dagblaðinu Süddeutsche Zeitung sem rannsakaði skjölin í samstarfi við alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna, líkt og með Panama-skjölin sem gerð voru opinber í apríl á síðasta ári. Lekinn hefur hlotið viðurnefnið Paradísarskjölin og um er að ræða 12,4 milljónir skjala, sem flest eru frá lögmannsstofunni Appleby á Bermúda-eyjum sem sérhæfir sig í aflandsviðskiptum. Í flestum tilvikum er um lögleg viðskipti að ræða.Samkvæmt frétt á vef Reykjavík Media eru nöfn nokkurra tuga Íslendinga að finna í skjölunum. Engin nöfn íslenskra stjórnmálamanna hafa fundist í gögnunum en þar er hins vegar að finna nöfn 126 stjórnmálamanna frá 47 löndum. Af norðurlöndunum eru Norðmenn flestir í skjölunum, eða um eitt þúsund, en Íslendingar fæstir.Í viðskiptum við tengdason Pútín Meðal þess sem gögnin varpa ljósi á eru viðskiptatengsl Wilburs Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, við tengdason Vladimirs Pútín, forseta Rússlands. Þessi afhjúpun gæti haft áhrif á ríkisstjórn Bandaríkjanna, en tengsl Donalds Trump Bandaríkjaforseta við yfirvöld í Moskvu hafa verið til rannsóknar í nokkra mánuði. Ross á hlut í flutningafyrirtækinu Navigator Holdings sem þénar milljónir dala ár hvert í gegnum flutning á olíu og bensíni til Rússlands fyrir fyrirtæki sem er að hluta í eigu tengdasonar Pútín. Elísabet Bretadrottning er einnig í lekanum en gögnin sýna að um 10 milljónir punda af einkafé drottningarinnar hafi verið geymt á aflandsreikningum. Upphæðin nemur tæpum 1,4 milljörðum íslenskra króna. Féð var geymt í sjóði á Cayman eyjum og á Bermúda. Ekkert er saknæmt við fjárfestingar drottningarinnar og engar vísbendingar eru um að drottningin greiði ekki skatta. Hins vegar hafa skjölin vakið spurningar um hvort viðeigandi sé að þjóðhöfðinginn fjárfesti á þennan hátt. Sem fyrr segir var einungis greint frá hluta gagnanna í dag og má því búast við fleiri fregnum af málinu á næstu dögum. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Nýr gagnaleki hefur varpað ljósi á eignir og fjárhag sumra af ríkustu einstaklingum heims. Gögnin bárust þýska dagblaðinu Süddeutsche Zeitung sem rannsakaði skjölin í samstarfi við alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna, líkt og með Panama-skjölin sem gerð voru opinber í apríl á síðasta ári. Lekinn hefur hlotið viðurnefnið Paradísarskjölin og um er að ræða 12,4 milljónir skjala, sem flest eru frá lögmannsstofunni Appleby á Bermúda-eyjum sem sérhæfir sig í aflandsviðskiptum. Í flestum tilvikum er um lögleg viðskipti að ræða.Samkvæmt frétt á vef Reykjavík Media eru nöfn nokkurra tuga Íslendinga að finna í skjölunum. Engin nöfn íslenskra stjórnmálamanna hafa fundist í gögnunum en þar er hins vegar að finna nöfn 126 stjórnmálamanna frá 47 löndum. Af norðurlöndunum eru Norðmenn flestir í skjölunum, eða um eitt þúsund, en Íslendingar fæstir.Í viðskiptum við tengdason Pútín Meðal þess sem gögnin varpa ljósi á eru viðskiptatengsl Wilburs Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, við tengdason Vladimirs Pútín, forseta Rússlands. Þessi afhjúpun gæti haft áhrif á ríkisstjórn Bandaríkjanna, en tengsl Donalds Trump Bandaríkjaforseta við yfirvöld í Moskvu hafa verið til rannsóknar í nokkra mánuði. Ross á hlut í flutningafyrirtækinu Navigator Holdings sem þénar milljónir dala ár hvert í gegnum flutning á olíu og bensíni til Rússlands fyrir fyrirtæki sem er að hluta í eigu tengdasonar Pútín. Elísabet Bretadrottning er einnig í lekanum en gögnin sýna að um 10 milljónir punda af einkafé drottningarinnar hafi verið geymt á aflandsreikningum. Upphæðin nemur tæpum 1,4 milljörðum íslenskra króna. Féð var geymt í sjóði á Cayman eyjum og á Bermúda. Ekkert er saknæmt við fjárfestingar drottningarinnar og engar vísbendingar eru um að drottningin greiði ekki skatta. Hins vegar hafa skjölin vakið spurningar um hvort viðeigandi sé að þjóðhöfðinginn fjárfesti á þennan hátt. Sem fyrr segir var einungis greint frá hluta gagnanna í dag og má því búast við fleiri fregnum af málinu á næstu dögum.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira