Paradísarskjölin: Eignir Bretadrottningar og tengsl bandarísks ráðherra við tengdason Pútín Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. nóvember 2017 19:21 Bretadrottning er í hinum nýja gagnaleka en ekkert saknæmt virðist vera við viðskipti hennar. Vísir/Getty Nýr gagnaleki hefur varpað ljósi á eignir og fjárhag sumra af ríkustu einstaklingum heims. Gögnin bárust þýska dagblaðinu Süddeutsche Zeitung sem rannsakaði skjölin í samstarfi við alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna, líkt og með Panama-skjölin sem gerð voru opinber í apríl á síðasta ári. Lekinn hefur hlotið viðurnefnið Paradísarskjölin og um er að ræða 12,4 milljónir skjala, sem flest eru frá lögmannsstofunni Appleby á Bermúda-eyjum sem sérhæfir sig í aflandsviðskiptum. Í flestum tilvikum er um lögleg viðskipti að ræða.Samkvæmt frétt á vef Reykjavík Media eru nöfn nokkurra tuga Íslendinga að finna í skjölunum. Engin nöfn íslenskra stjórnmálamanna hafa fundist í gögnunum en þar er hins vegar að finna nöfn 126 stjórnmálamanna frá 47 löndum. Af norðurlöndunum eru Norðmenn flestir í skjölunum, eða um eitt þúsund, en Íslendingar fæstir.Í viðskiptum við tengdason Pútín Meðal þess sem gögnin varpa ljósi á eru viðskiptatengsl Wilburs Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, við tengdason Vladimirs Pútín, forseta Rússlands. Þessi afhjúpun gæti haft áhrif á ríkisstjórn Bandaríkjanna, en tengsl Donalds Trump Bandaríkjaforseta við yfirvöld í Moskvu hafa verið til rannsóknar í nokkra mánuði. Ross á hlut í flutningafyrirtækinu Navigator Holdings sem þénar milljónir dala ár hvert í gegnum flutning á olíu og bensíni til Rússlands fyrir fyrirtæki sem er að hluta í eigu tengdasonar Pútín. Elísabet Bretadrottning er einnig í lekanum en gögnin sýna að um 10 milljónir punda af einkafé drottningarinnar hafi verið geymt á aflandsreikningum. Upphæðin nemur tæpum 1,4 milljörðum íslenskra króna. Féð var geymt í sjóði á Cayman eyjum og á Bermúda. Ekkert er saknæmt við fjárfestingar drottningarinnar og engar vísbendingar eru um að drottningin greiði ekki skatta. Hins vegar hafa skjölin vakið spurningar um hvort viðeigandi sé að þjóðhöfðinginn fjárfesti á þennan hátt. Sem fyrr segir var einungis greint frá hluta gagnanna í dag og má því búast við fleiri fregnum af málinu á næstu dögum. Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Nýr gagnaleki hefur varpað ljósi á eignir og fjárhag sumra af ríkustu einstaklingum heims. Gögnin bárust þýska dagblaðinu Süddeutsche Zeitung sem rannsakaði skjölin í samstarfi við alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna, líkt og með Panama-skjölin sem gerð voru opinber í apríl á síðasta ári. Lekinn hefur hlotið viðurnefnið Paradísarskjölin og um er að ræða 12,4 milljónir skjala, sem flest eru frá lögmannsstofunni Appleby á Bermúda-eyjum sem sérhæfir sig í aflandsviðskiptum. Í flestum tilvikum er um lögleg viðskipti að ræða.Samkvæmt frétt á vef Reykjavík Media eru nöfn nokkurra tuga Íslendinga að finna í skjölunum. Engin nöfn íslenskra stjórnmálamanna hafa fundist í gögnunum en þar er hins vegar að finna nöfn 126 stjórnmálamanna frá 47 löndum. Af norðurlöndunum eru Norðmenn flestir í skjölunum, eða um eitt þúsund, en Íslendingar fæstir.Í viðskiptum við tengdason Pútín Meðal þess sem gögnin varpa ljósi á eru viðskiptatengsl Wilburs Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, við tengdason Vladimirs Pútín, forseta Rússlands. Þessi afhjúpun gæti haft áhrif á ríkisstjórn Bandaríkjanna, en tengsl Donalds Trump Bandaríkjaforseta við yfirvöld í Moskvu hafa verið til rannsóknar í nokkra mánuði. Ross á hlut í flutningafyrirtækinu Navigator Holdings sem þénar milljónir dala ár hvert í gegnum flutning á olíu og bensíni til Rússlands fyrir fyrirtæki sem er að hluta í eigu tengdasonar Pútín. Elísabet Bretadrottning er einnig í lekanum en gögnin sýna að um 10 milljónir punda af einkafé drottningarinnar hafi verið geymt á aflandsreikningum. Upphæðin nemur tæpum 1,4 milljörðum íslenskra króna. Féð var geymt í sjóði á Cayman eyjum og á Bermúda. Ekkert er saknæmt við fjárfestingar drottningarinnar og engar vísbendingar eru um að drottningin greiði ekki skatta. Hins vegar hafa skjölin vakið spurningar um hvort viðeigandi sé að þjóðhöfðinginn fjárfesti á þennan hátt. Sem fyrr segir var einungis greint frá hluta gagnanna í dag og má því búast við fleiri fregnum af málinu á næstu dögum.
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira