Margvísleg áhrif óveðursins Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 6. nóvember 2017 08:22 Aðgerðastjórn var virkjuð á höfuðborgarsvæðinu í gær. VÍSIR/VILHELM Átta manna svissnesk fjölskylda og fylgdarkona hennar lentu í lífsháska þegar stór skúta þeirra slitnaði frá flotbryggju í grennd við menningarhúsið Hof á Akureyri um eittleytið í nótt og rak stjórnlaust að annarri flotbryggju, þar sem hún slóst harkalega við bryggjuna. Lögregla og björgunarsveitarmenn fóru þegar á vettvang eftir að neyðarkall barst frá skútunni og náðu öllu fólkinu í land, heilu á húfi, þeirra á meðal tveggja mánaða barni. Þá var einhver sjór kominn í skútuna en dælur höfðu undan þannig að hún er enn á floti, en fólkið fékk gistingu í bænum. Að sögn lögreglu voru aðstæður mjög tvísýnar um tíma.Sjá einnig: Björguðu níu manns á Akureyri Björgunarsveitarmenn náðu líka að hemja fiskibáta í Keflavíkur- og Ísafjarðarhöfnum, sem voru við það að slitna frá bryggjum og voru aðstæður erfiðar. Örtröð var um tíma í flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir að flugfélög fóru að fresta eða aflýsa brottförum, og var flestum komið fyrir á hótelum í Reykjanesbæ eða á höfuðborgarsvæðinu, en einhverjir sváfu þó í stöðinni. Einhverjar flugvélar fóru frá landinu eftir að veður lægði seint í gærkvöldi en það mun taka stóru félögin, Icelandair og Wow að minnsta kosti sólarhring að koma öllum áætlunum í eðlilegt horf.Sjá einnig: Veðrið hefur áhrif á átta þúsund ferðalangaRafmagn er nú alls staðar komið á aftur eftir að það fór af meirihluta Reykjaness, og í Hafnarfirði og Garðabæ um níuleytið í gærkvöldi og síðar í Landeyjum og Vestmannaeyjum. Yfirleitt var það komið aftur á eftir um það bil tvær klukkustundir. Talið er að eldingar hafi valdið því að háspennulínur slógu út. Að minnsta kosti 250 sjálfboðaliðar Landsbjargar voru kallaðir út í gærkvöldi vegna ýmis konar vandræða, en hvergi er þó vitað um einstakt stórtjón, en tjón hér og þar kemur nánar í ljós með birtingu. Þá var slökkvilið höfuðborgarsvæðinu kallað tuttugu sinnum út vegna vatnsleka, einkum inn í kjallara húsa. Björgunarsveitir voru kallaðar út á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Suðurlandi, Vesturlandi, Vestfjörðum og á Akureyri. Veðrið er nú víðast gengið niður nema á Austfjörðum, en þar er líka ofankoma og snjókoma á fjallvegum. Veður Tengdar fréttir Flest verkefni á byggingarsvæðum Flest verkefni viðbragðsaðila í dag hafa verið á byggingarsvæðum og í iðnaðarhverfum. 5. nóvember 2017 17:53 Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður en lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. 5. nóvember 2017 15:30 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Átta manna svissnesk fjölskylda og fylgdarkona hennar lentu í lífsháska þegar stór skúta þeirra slitnaði frá flotbryggju í grennd við menningarhúsið Hof á Akureyri um eittleytið í nótt og rak stjórnlaust að annarri flotbryggju, þar sem hún slóst harkalega við bryggjuna. Lögregla og björgunarsveitarmenn fóru þegar á vettvang eftir að neyðarkall barst frá skútunni og náðu öllu fólkinu í land, heilu á húfi, þeirra á meðal tveggja mánaða barni. Þá var einhver sjór kominn í skútuna en dælur höfðu undan þannig að hún er enn á floti, en fólkið fékk gistingu í bænum. Að sögn lögreglu voru aðstæður mjög tvísýnar um tíma.Sjá einnig: Björguðu níu manns á Akureyri Björgunarsveitarmenn náðu líka að hemja fiskibáta í Keflavíkur- og Ísafjarðarhöfnum, sem voru við það að slitna frá bryggjum og voru aðstæður erfiðar. Örtröð var um tíma í flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir að flugfélög fóru að fresta eða aflýsa brottförum, og var flestum komið fyrir á hótelum í Reykjanesbæ eða á höfuðborgarsvæðinu, en einhverjir sváfu þó í stöðinni. Einhverjar flugvélar fóru frá landinu eftir að veður lægði seint í gærkvöldi en það mun taka stóru félögin, Icelandair og Wow að minnsta kosti sólarhring að koma öllum áætlunum í eðlilegt horf.Sjá einnig: Veðrið hefur áhrif á átta þúsund ferðalangaRafmagn er nú alls staðar komið á aftur eftir að það fór af meirihluta Reykjaness, og í Hafnarfirði og Garðabæ um níuleytið í gærkvöldi og síðar í Landeyjum og Vestmannaeyjum. Yfirleitt var það komið aftur á eftir um það bil tvær klukkustundir. Talið er að eldingar hafi valdið því að háspennulínur slógu út. Að minnsta kosti 250 sjálfboðaliðar Landsbjargar voru kallaðir út í gærkvöldi vegna ýmis konar vandræða, en hvergi er þó vitað um einstakt stórtjón, en tjón hér og þar kemur nánar í ljós með birtingu. Þá var slökkvilið höfuðborgarsvæðinu kallað tuttugu sinnum út vegna vatnsleka, einkum inn í kjallara húsa. Björgunarsveitir voru kallaðar út á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Suðurlandi, Vesturlandi, Vestfjörðum og á Akureyri. Veðrið er nú víðast gengið niður nema á Austfjörðum, en þar er líka ofankoma og snjókoma á fjallvegum.
Veður Tengdar fréttir Flest verkefni á byggingarsvæðum Flest verkefni viðbragðsaðila í dag hafa verið á byggingarsvæðum og í iðnaðarhverfum. 5. nóvember 2017 17:53 Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður en lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. 5. nóvember 2017 15:30 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Flest verkefni á byggingarsvæðum Flest verkefni viðbragðsaðila í dag hafa verið á byggingarsvæðum og í iðnaðarhverfum. 5. nóvember 2017 17:53
Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður en lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. 5. nóvember 2017 15:30
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent