Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. nóvember 2017 15:30 Björgunarsveitarmenn hafa ekki sinnt neinum útköllum það sem af er degi en aðgerðastjórn hefur verið virkjuð á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Veðurviðvaranir eru nú í gildi um allt land en búist er við að óveðrið, sem gengur yfir landið, nái hámarki á áttunda tímanum í kvöld. Björgunarsveitir, lögregla og slökkvilið gera nú ráðstafanir víðsvegar um land en innan- og utanlandsflugferðum hefur verið aflýst og þá hefur hringveginum verið lokað á nokkrum stöðum síðdegis. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafullrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, segir að dagurinn hafi gengið vel miðað við aðstæður. Aðgerðastjórn hefur nú verið virkjuð á höfuðborgarsvæðinu. „Það eina sem snertir okkur er að það er búið að virkja aðgerðastjórn á höfuðborgarsvæðinu, þar eru lögregla og björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar, slökkvilið og fleiri,“ segir Davíð Már í samtali við Vísi. „Að öðru leyti er okkar fólk ekki komið í nein verkefni önnur en lokanir á Hellisheiði og Mosfellsheiði.“Sjá einnig: Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á Í fréttum á Bylgjunni klukkan 15 kom fram að vindur á suðvestanverðu landinu hafi farið vaxandi síðan á hádegi. Vindur mældist allt að 35 metrar á sekúndu undir Hafnarfjalli og þá er viðbúið að Suðurlandsvegi verði lokað nú síðdegis. Innanlandsflugi á milli Reykjavíkur og Egilsstaða, Ísafjarðar og Akureyrar hefur verið aflýst í dag, svo og mörgum ferðum með millilandaflugi. Davíð Már segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður. Lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. „Ég veit til þess að það hafa komið upp einhver smáverkefni, skilti og fötur sem hafa farið á hreyfingu sem lögreglan hefur sinnt.“ Tengdar fréttir Airwaves-gestir hvattir til að mæta snemma á Mumford & Sons vegna veðurs Valshöllin mun því opna með fyrra fallinu, eða klukkan 18, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. 5. nóvember 2017 11:10 Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á Fylgstu með nýjustu tíðindum af storminum sem gengur yfir landið í beinni textalýsingu á Vísi. 5. nóvember 2017 13:17 Millilandaflugi aflýst vegna veðurs Lægðin sem gengur yfir landið spillir flugsamgöngum í dag. 5. nóvember 2017 13:42 Loka hluta hringvegarins vegna stormsins Hringveginum frá Markarfljóti að Vík, yfir Hellisheiði og um Kjalarnes verður lokað kl. 15 vegna veðurs. 5. nóvember 2017 12:24 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Veðurviðvaranir eru nú í gildi um allt land en búist er við að óveðrið, sem gengur yfir landið, nái hámarki á áttunda tímanum í kvöld. Björgunarsveitir, lögregla og slökkvilið gera nú ráðstafanir víðsvegar um land en innan- og utanlandsflugferðum hefur verið aflýst og þá hefur hringveginum verið lokað á nokkrum stöðum síðdegis. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafullrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, segir að dagurinn hafi gengið vel miðað við aðstæður. Aðgerðastjórn hefur nú verið virkjuð á höfuðborgarsvæðinu. „Það eina sem snertir okkur er að það er búið að virkja aðgerðastjórn á höfuðborgarsvæðinu, þar eru lögregla og björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar, slökkvilið og fleiri,“ segir Davíð Már í samtali við Vísi. „Að öðru leyti er okkar fólk ekki komið í nein verkefni önnur en lokanir á Hellisheiði og Mosfellsheiði.“Sjá einnig: Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á Í fréttum á Bylgjunni klukkan 15 kom fram að vindur á suðvestanverðu landinu hafi farið vaxandi síðan á hádegi. Vindur mældist allt að 35 metrar á sekúndu undir Hafnarfjalli og þá er viðbúið að Suðurlandsvegi verði lokað nú síðdegis. Innanlandsflugi á milli Reykjavíkur og Egilsstaða, Ísafjarðar og Akureyrar hefur verið aflýst í dag, svo og mörgum ferðum með millilandaflugi. Davíð Már segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður. Lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. „Ég veit til þess að það hafa komið upp einhver smáverkefni, skilti og fötur sem hafa farið á hreyfingu sem lögreglan hefur sinnt.“
Tengdar fréttir Airwaves-gestir hvattir til að mæta snemma á Mumford & Sons vegna veðurs Valshöllin mun því opna með fyrra fallinu, eða klukkan 18, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. 5. nóvember 2017 11:10 Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á Fylgstu með nýjustu tíðindum af storminum sem gengur yfir landið í beinni textalýsingu á Vísi. 5. nóvember 2017 13:17 Millilandaflugi aflýst vegna veðurs Lægðin sem gengur yfir landið spillir flugsamgöngum í dag. 5. nóvember 2017 13:42 Loka hluta hringvegarins vegna stormsins Hringveginum frá Markarfljóti að Vík, yfir Hellisheiði og um Kjalarnes verður lokað kl. 15 vegna veðurs. 5. nóvember 2017 12:24 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Airwaves-gestir hvattir til að mæta snemma á Mumford & Sons vegna veðurs Valshöllin mun því opna með fyrra fallinu, eða klukkan 18, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. 5. nóvember 2017 11:10
Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á Fylgstu með nýjustu tíðindum af storminum sem gengur yfir landið í beinni textalýsingu á Vísi. 5. nóvember 2017 13:17
Millilandaflugi aflýst vegna veðurs Lægðin sem gengur yfir landið spillir flugsamgöngum í dag. 5. nóvember 2017 13:42
Loka hluta hringvegarins vegna stormsins Hringveginum frá Markarfljóti að Vík, yfir Hellisheiði og um Kjalarnes verður lokað kl. 15 vegna veðurs. 5. nóvember 2017 12:24