Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. nóvember 2017 15:30 Björgunarsveitarmenn hafa ekki sinnt neinum útköllum það sem af er degi en aðgerðastjórn hefur verið virkjuð á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Veðurviðvaranir eru nú í gildi um allt land en búist er við að óveðrið, sem gengur yfir landið, nái hámarki á áttunda tímanum í kvöld. Björgunarsveitir, lögregla og slökkvilið gera nú ráðstafanir víðsvegar um land en innan- og utanlandsflugferðum hefur verið aflýst og þá hefur hringveginum verið lokað á nokkrum stöðum síðdegis. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafullrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, segir að dagurinn hafi gengið vel miðað við aðstæður. Aðgerðastjórn hefur nú verið virkjuð á höfuðborgarsvæðinu. „Það eina sem snertir okkur er að það er búið að virkja aðgerðastjórn á höfuðborgarsvæðinu, þar eru lögregla og björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar, slökkvilið og fleiri,“ segir Davíð Már í samtali við Vísi. „Að öðru leyti er okkar fólk ekki komið í nein verkefni önnur en lokanir á Hellisheiði og Mosfellsheiði.“Sjá einnig: Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á Í fréttum á Bylgjunni klukkan 15 kom fram að vindur á suðvestanverðu landinu hafi farið vaxandi síðan á hádegi. Vindur mældist allt að 35 metrar á sekúndu undir Hafnarfjalli og þá er viðbúið að Suðurlandsvegi verði lokað nú síðdegis. Innanlandsflugi á milli Reykjavíkur og Egilsstaða, Ísafjarðar og Akureyrar hefur verið aflýst í dag, svo og mörgum ferðum með millilandaflugi. Davíð Már segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður. Lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. „Ég veit til þess að það hafa komið upp einhver smáverkefni, skilti og fötur sem hafa farið á hreyfingu sem lögreglan hefur sinnt.“ Tengdar fréttir Airwaves-gestir hvattir til að mæta snemma á Mumford & Sons vegna veðurs Valshöllin mun því opna með fyrra fallinu, eða klukkan 18, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. 5. nóvember 2017 11:10 Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á Fylgstu með nýjustu tíðindum af storminum sem gengur yfir landið í beinni textalýsingu á Vísi. 5. nóvember 2017 13:17 Millilandaflugi aflýst vegna veðurs Lægðin sem gengur yfir landið spillir flugsamgöngum í dag. 5. nóvember 2017 13:42 Loka hluta hringvegarins vegna stormsins Hringveginum frá Markarfljóti að Vík, yfir Hellisheiði og um Kjalarnes verður lokað kl. 15 vegna veðurs. 5. nóvember 2017 12:24 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Veðurviðvaranir eru nú í gildi um allt land en búist er við að óveðrið, sem gengur yfir landið, nái hámarki á áttunda tímanum í kvöld. Björgunarsveitir, lögregla og slökkvilið gera nú ráðstafanir víðsvegar um land en innan- og utanlandsflugferðum hefur verið aflýst og þá hefur hringveginum verið lokað á nokkrum stöðum síðdegis. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafullrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, segir að dagurinn hafi gengið vel miðað við aðstæður. Aðgerðastjórn hefur nú verið virkjuð á höfuðborgarsvæðinu. „Það eina sem snertir okkur er að það er búið að virkja aðgerðastjórn á höfuðborgarsvæðinu, þar eru lögregla og björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar, slökkvilið og fleiri,“ segir Davíð Már í samtali við Vísi. „Að öðru leyti er okkar fólk ekki komið í nein verkefni önnur en lokanir á Hellisheiði og Mosfellsheiði.“Sjá einnig: Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á Í fréttum á Bylgjunni klukkan 15 kom fram að vindur á suðvestanverðu landinu hafi farið vaxandi síðan á hádegi. Vindur mældist allt að 35 metrar á sekúndu undir Hafnarfjalli og þá er viðbúið að Suðurlandsvegi verði lokað nú síðdegis. Innanlandsflugi á milli Reykjavíkur og Egilsstaða, Ísafjarðar og Akureyrar hefur verið aflýst í dag, svo og mörgum ferðum með millilandaflugi. Davíð Már segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður. Lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. „Ég veit til þess að það hafa komið upp einhver smáverkefni, skilti og fötur sem hafa farið á hreyfingu sem lögreglan hefur sinnt.“
Tengdar fréttir Airwaves-gestir hvattir til að mæta snemma á Mumford & Sons vegna veðurs Valshöllin mun því opna með fyrra fallinu, eða klukkan 18, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. 5. nóvember 2017 11:10 Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á Fylgstu með nýjustu tíðindum af storminum sem gengur yfir landið í beinni textalýsingu á Vísi. 5. nóvember 2017 13:17 Millilandaflugi aflýst vegna veðurs Lægðin sem gengur yfir landið spillir flugsamgöngum í dag. 5. nóvember 2017 13:42 Loka hluta hringvegarins vegna stormsins Hringveginum frá Markarfljóti að Vík, yfir Hellisheiði og um Kjalarnes verður lokað kl. 15 vegna veðurs. 5. nóvember 2017 12:24 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Airwaves-gestir hvattir til að mæta snemma á Mumford & Sons vegna veðurs Valshöllin mun því opna með fyrra fallinu, eða klukkan 18, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. 5. nóvember 2017 11:10
Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á Fylgstu með nýjustu tíðindum af storminum sem gengur yfir landið í beinni textalýsingu á Vísi. 5. nóvember 2017 13:17
Millilandaflugi aflýst vegna veðurs Lægðin sem gengur yfir landið spillir flugsamgöngum í dag. 5. nóvember 2017 13:42
Loka hluta hringvegarins vegna stormsins Hringveginum frá Markarfljóti að Vík, yfir Hellisheiði og um Kjalarnes verður lokað kl. 15 vegna veðurs. 5. nóvember 2017 12:24