Erlent

Möguleiki að blóðbaðið hafi náðst á myndband

Atli Ísleifsson skrifar
Árásin átti sér stað um klukkan 11:30 að staðartíma í gær.
Árásin átti sér stað um klukkan 11:30 að staðartíma í gær. Vísir/AFP
Mögulegt er að blóðbaðið sem varð í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær hafi náðst á myndband. 26 manns létu lífið og um tuttugu særðust í árásinni sem er sú mannskæðasta í sögu Texas.

Lögregla rannsakar nú hvort að árásin hafi náðst á myndband en kirkjan hefur tekið upp messur og birt á YouTube rás sinni. Nýjasta upptakan er vikugömul, eða frá 29. október síðastliðinn.

Tugir manna voru saman komnir í kirkjunni þegar messan hófst um klukkan 11 að staðartíma í gær. Um tuttugu mínútum síðar lagði hinn 26 ára Devin Patrick Kelley bíl sínum fyrir utan kirkjuna, hóf þar skothríð áður en hann hélt inn í kirkjuna þar sem hann hélt skothríðinni áfram. Var hann klæddur í skothelt vesti og notaðist við hálfsjálfvirkan riffil.

Bandarísk yfirvöld hafa enn ekki gefið upp nafn árásarmannsins, en heimildarmenn bandarískra fjölmiðla segja árásarmanninn vera Devin Patrick Kelley frá San Antonio.

Kelley starfaði áður innan bandaríska flughersins á herstöðinni Holloman í Nýju Mexíkó. Hann var þó látinn fara eftir að herdómstóll dæmdi hann í ársfangelsi fyrir að hafa beitt eiginkonu sína og barn ofbeldi.

Lögregla telur ekki líklegt að Kelley hafi átt sér vitorðsmenn eða þá að hann hafi tengst hryðjuverkasamtökunum. Skömmu fyrir árásina hafði hann birt mynd af hálfsjálfvirkum riffli á Facebook-síðu sinni.


Tengdar fréttir

Segir vandamálið varða geðheilbrigði, ekki byssur

Donald Trump segir ekki hægt að kenna byssulögum í Bandaríkjunum um það að maður vopnaður hálfsjálfvirkum riffli og í skotheldu vesti myrti 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í gær.

Þetta vitum við um árásina í Texas

26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×