Erlent

Í beinni: Ráðgjafi framboðs Trump laug að FBI um samskipti við Rússa

Kjartan Kjartansson skrifar
Paul Manafort er fyrsta stóra fórnarlamb rannsóknar sérstaka rannsakandans.
Paul Manafort er fyrsta stóra fórnarlamb rannsóknar sérstaka rannsakandans. Vísir/AFP
Fyrstu ákærurnar í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra og meintu samráði framboðs Donalds Trump við þá voru birtar í dag.

Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og viðskiptafélagi hans eru ákærðir fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum, peningaþvætti og skattsvik. Þá játaði annars starfsmaður framboðsins sök um að hafa logið að fulltrúum alríkislögreglunnar FBI.

Vísir ætlar að fylgjast með vendingum í dag en myndin af ákærunum er enn að skýrast. Hvíta húsið hefur boðað til blaðamannafundar kl. 17 að íslenskum tíma en Manafort verður leiddur fyrir dómara skömmu síðar.

Hér fyrir neðan er bein textalýsing á atburðum vestanhafs sem verður uppfærð eftir því sem nýjar fregnir berast.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×