Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. október 2017 06:00 Paul Manafort, ákærður fyrir samsæri gegn föðurlandinu. vísir/afp Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var í gær ákærður fyrir tólf glæpi. Um er að ræða samsæri gegn Bandaríkjunum, samsæri um peningaþvætti, óskráð starf fyrir erlenda aðila og falsaðar og misvísandi skýrslur um slík störf. Þá er honum einnig gefið að sök að hafa í sjögang ekki skilað gögnum um erlenda bankareikninga. Rick Gates, fyrrverandi viðskiptafélagi Manaforts, er ákærður fyrir slíkt hið sama. Robert Mueller, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytisins sem fer fyrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningum síðasta árs og tengslum rússneskra yfirvalda við framboð Trumps, fór fram á ákæruna. Ákæran tengist starfi Manaforts og Gates fyrir Viktor Janúkóvits, fyrrverandi Úkraínuforseta, og störfum fyrir yfirvöld í Rússlandi. Kosningastjórinn hefur áður neitað því að hafa brotið lög í vinnu sinni fyrir Janúkóvits og hefur einnig neitað því að hafa hjálpað Rússum þar í landi við afskipti þeirra af bandarísku forsetakosningunum. Þá eru fjármál þeirra Gates og Manaforts einnig til umfjöllunar í ákærunni og kemur fram að Gates hafi aðstoðað Manafort við að þvo átján milljónir dala sem og að Manafort hafi sótt 75 milljónir dala í aflandsfélög. Rannsókn Muellers hefur að miklu leyti beinst að Manafort, að því er bandarískir fjölmiðlar greina frá. Ákærurnar eru þær fyrstu sem tengjast Rússarannsókn Muellers en áður hafði Alríkislögreglan fengið heimild til að gera húsleit á heimili Manaforts í Virginíu. Voru þar skjöl sem tengjast fjármálum Manaforts gerð upptæk. Úkraínuár Manaforts eru til umfjöllunar í ítarlegri umfjöllun sem Bloomberg birti í gær. Þar kemur fram að árið 2013 hafi fyrrverandi þingmaðurinn Jim Slattery ferðast til landsins til að biðja Janúkóvits um að sleppa stjórnarandstæðingnum Júlíu Tímósjenkó úr fangelsi. Á bak við tjöldin hafi Manafort hins vegar unnið með Janúkóvits að því að verja afstöðu Úkraínuforseta. Þá greinir Bloomberg einnig frá því að Manafort hafi hagnast um milljónir dala á því að stuðla að því að Úkraínumenn tækju upp og framfylgdu stefnu sem þóknaðist yfirvöldum í Rússlandi. Hann hafi hjálpað Rússum við að koma manni á þeirra bandi til valda í Úkraínu. Enginn annar úr innsta hring framboðs Trump hefur hagnast nærri því jafn mikið á tengslum við Rússa og Manafort. Jason Maloni, talsmaður Manaforts, hefur áður neitað því að Manafort hafi hjálpað Rússum. Hann hafi alltaf einblínt á úkraínsk innanríkismál og í raun fært Úkraínu nær vestrinu og fjær Rússum. George Papadopolous, sem var utanríkismálaráðgjafi framboðs Trumps, var einnig ákærður en ákæran var birt í gær. Hefur hann játað að hafa sagt Alríkislögreglunni ósatt og með því framið meinsæri. Donald Trump tjáði sig um ákærurnar á Twitter í gær. „Afsakið, en þetta er margra ára gamalt mál frá því áður en Paul Manafort var hluti af Trump-framboðinu. Af hverju eru spillta Hillary og Demókratarnir ekki aðalmálið hérna?????“ tísti forsetinn. Nancy Pelosi, þingflokksformaður Demókrata í fulltrúadeildinni, nýtti tækifærið í gær og kallaði enn á ný eftir óháðri rannsóknarnefnd líkt og þeirri sem rannsakaði Watergate-hneyksli Nixon-stjórnarinnar. Sagði hún að þrátt fyrir árangur Muellers væri þörf á óháðri nefnd sem rannsakaði afskipti Rússa af kosningunum og tengsl þeirra við Trump-framboðið. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48 Í beinni: Ráðgjafi framboðs Trump laug að FBI um samskipti við Rússa Fylgstu með stórtíðindum í rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í beinni textalýsingu á Vísi. 30. október 2017 14:34 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira
Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var í gær ákærður fyrir tólf glæpi. Um er að ræða samsæri gegn Bandaríkjunum, samsæri um peningaþvætti, óskráð starf fyrir erlenda aðila og falsaðar og misvísandi skýrslur um slík störf. Þá er honum einnig gefið að sök að hafa í sjögang ekki skilað gögnum um erlenda bankareikninga. Rick Gates, fyrrverandi viðskiptafélagi Manaforts, er ákærður fyrir slíkt hið sama. Robert Mueller, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytisins sem fer fyrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningum síðasta árs og tengslum rússneskra yfirvalda við framboð Trumps, fór fram á ákæruna. Ákæran tengist starfi Manaforts og Gates fyrir Viktor Janúkóvits, fyrrverandi Úkraínuforseta, og störfum fyrir yfirvöld í Rússlandi. Kosningastjórinn hefur áður neitað því að hafa brotið lög í vinnu sinni fyrir Janúkóvits og hefur einnig neitað því að hafa hjálpað Rússum þar í landi við afskipti þeirra af bandarísku forsetakosningunum. Þá eru fjármál þeirra Gates og Manaforts einnig til umfjöllunar í ákærunni og kemur fram að Gates hafi aðstoðað Manafort við að þvo átján milljónir dala sem og að Manafort hafi sótt 75 milljónir dala í aflandsfélög. Rannsókn Muellers hefur að miklu leyti beinst að Manafort, að því er bandarískir fjölmiðlar greina frá. Ákærurnar eru þær fyrstu sem tengjast Rússarannsókn Muellers en áður hafði Alríkislögreglan fengið heimild til að gera húsleit á heimili Manaforts í Virginíu. Voru þar skjöl sem tengjast fjármálum Manaforts gerð upptæk. Úkraínuár Manaforts eru til umfjöllunar í ítarlegri umfjöllun sem Bloomberg birti í gær. Þar kemur fram að árið 2013 hafi fyrrverandi þingmaðurinn Jim Slattery ferðast til landsins til að biðja Janúkóvits um að sleppa stjórnarandstæðingnum Júlíu Tímósjenkó úr fangelsi. Á bak við tjöldin hafi Manafort hins vegar unnið með Janúkóvits að því að verja afstöðu Úkraínuforseta. Þá greinir Bloomberg einnig frá því að Manafort hafi hagnast um milljónir dala á því að stuðla að því að Úkraínumenn tækju upp og framfylgdu stefnu sem þóknaðist yfirvöldum í Rússlandi. Hann hafi hjálpað Rússum við að koma manni á þeirra bandi til valda í Úkraínu. Enginn annar úr innsta hring framboðs Trump hefur hagnast nærri því jafn mikið á tengslum við Rússa og Manafort. Jason Maloni, talsmaður Manaforts, hefur áður neitað því að Manafort hafi hjálpað Rússum. Hann hafi alltaf einblínt á úkraínsk innanríkismál og í raun fært Úkraínu nær vestrinu og fjær Rússum. George Papadopolous, sem var utanríkismálaráðgjafi framboðs Trumps, var einnig ákærður en ákæran var birt í gær. Hefur hann játað að hafa sagt Alríkislögreglunni ósatt og með því framið meinsæri. Donald Trump tjáði sig um ákærurnar á Twitter í gær. „Afsakið, en þetta er margra ára gamalt mál frá því áður en Paul Manafort var hluti af Trump-framboðinu. Af hverju eru spillta Hillary og Demókratarnir ekki aðalmálið hérna?????“ tísti forsetinn. Nancy Pelosi, þingflokksformaður Demókrata í fulltrúadeildinni, nýtti tækifærið í gær og kallaði enn á ný eftir óháðri rannsóknarnefnd líkt og þeirri sem rannsakaði Watergate-hneyksli Nixon-stjórnarinnar. Sagði hún að þrátt fyrir árangur Muellers væri þörf á óháðri nefnd sem rannsakaði afskipti Rússa af kosningunum og tengsl þeirra við Trump-framboðið.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48 Í beinni: Ráðgjafi framboðs Trump laug að FBI um samskipti við Rússa Fylgstu með stórtíðindum í rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í beinni textalýsingu á Vísi. 30. október 2017 14:34 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira
Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48
Í beinni: Ráðgjafi framboðs Trump laug að FBI um samskipti við Rússa Fylgstu með stórtíðindum í rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í beinni textalýsingu á Vísi. 30. október 2017 14:34