Þýskir Græningjar vilja ekki sérstök fjárlög fyrir evrusvæðið Atli Ísleifsson skrifar 25. október 2017 10:29 Angela Merkel Þýskalandskanslari og Cem Ozdemir, annar leiðtoga Græningja, ræða saman þegar þýska þingið kom saman í gær í fyrsta sinn eftir kosningar. Vísir/AFP Stjórnarmyndunarviðræður í Þýskalandi standa nú yfir þar sem leiðtogar Kristilegra demókrata, flokks Angelu Merkel kanslara, og systurflokksins CSU, Frjálslynda flokksins og Græningja reyna að ná saman um myndun nýrrar stjórnar. Í frétt Aftonbladet um málið kemur fram að nú liggi fyrir að Græningjar styðji ekki hugmyndir um sérstök fjárlög fyrir evrusvæðið, sem er hugmynd sem Merkel hefur áður lýst yfir stuðning við. Flokkarnir fjórir – CDU (Kristilegir demókratar), CSU (systurflokkur CDU í Bæjaralandi), FDP (Frjálslyndir) og Græningjar – náðu í gærkvöldi samkomulagi um að ekki auka skuldsetningu þýska ríkisins á kjörtímabilinu að því er fram kemur í Spiegel. Reinhard Bütikofer, einn leiðtoga Græningja, segir að ekki komi til greina að styðja tillögur um sérstök fjárlög fyrir evrusvæðið sem Frakkar hafa lagt til. Segir hann að Græningjar vilji leggja aukið fé í innviðauppbyggingu en að unnið verði að því innan núgildandi fjárhagsramma Evrópusambandsins. Orð Bütikofer eru talin nokkurt áfall fyrir Emmanuel Macron Frakklandsforseta sem lagði fram tillögur um sérstök evrusvæðisfjárlög. Merkel hefur lýst yfir stuðningi við hugmyndir Macron svo ljóst er að málið kann að reynast sérstakur ásteytingarsteinn í viðræðunum.Jafnaðarmenn vilja ekki stjórn með Merkel Kosningar fóru fram í Þýskalandi þann 24. september síðastliðinn þar sem bæði Kristilegir demókratar og Jafnaðarmenn misstu mikið fylgi. Hægri popúlistaflokkurinn AfD vann mikinn sigur í kosningunum með því að ná í fyrsta sinn mönnum inn á þing, auk þess að Frjálslyndir demókratar sneru aftur á þing eftir að hafa misst alla þingmenn sína í síðustu kosningum. Jafnaðarmenn höfðu áður tilkynnt að þeir myndu ekki mynda nýja stjórn með Merkel og Kristilegum demókrötum og virðist því sem að Merkel hafi engan annan möguleika en að mynda stjórn með Græningjum og Frjálslyndum. Flokkarnir fjórir eru sammála um að afnema „soli“-skattinn svokallaða sem komið var á á tíunda áratugnum til að standa að hluta straum af kostnaði við sameiningu Þýskalands. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Schäuble nýr forseti þýska þingsins Þýska þingið kom saman í fyrsta sinn í morgun eftir að þingkosningar fóru fram í landinu þann 24. september síðastliðinn. 24. október 2017 13:13 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Stjórnarmyndunarviðræður í Þýskalandi standa nú yfir þar sem leiðtogar Kristilegra demókrata, flokks Angelu Merkel kanslara, og systurflokksins CSU, Frjálslynda flokksins og Græningja reyna að ná saman um myndun nýrrar stjórnar. Í frétt Aftonbladet um málið kemur fram að nú liggi fyrir að Græningjar styðji ekki hugmyndir um sérstök fjárlög fyrir evrusvæðið, sem er hugmynd sem Merkel hefur áður lýst yfir stuðning við. Flokkarnir fjórir – CDU (Kristilegir demókratar), CSU (systurflokkur CDU í Bæjaralandi), FDP (Frjálslyndir) og Græningjar – náðu í gærkvöldi samkomulagi um að ekki auka skuldsetningu þýska ríkisins á kjörtímabilinu að því er fram kemur í Spiegel. Reinhard Bütikofer, einn leiðtoga Græningja, segir að ekki komi til greina að styðja tillögur um sérstök fjárlög fyrir evrusvæðið sem Frakkar hafa lagt til. Segir hann að Græningjar vilji leggja aukið fé í innviðauppbyggingu en að unnið verði að því innan núgildandi fjárhagsramma Evrópusambandsins. Orð Bütikofer eru talin nokkurt áfall fyrir Emmanuel Macron Frakklandsforseta sem lagði fram tillögur um sérstök evrusvæðisfjárlög. Merkel hefur lýst yfir stuðningi við hugmyndir Macron svo ljóst er að málið kann að reynast sérstakur ásteytingarsteinn í viðræðunum.Jafnaðarmenn vilja ekki stjórn með Merkel Kosningar fóru fram í Þýskalandi þann 24. september síðastliðinn þar sem bæði Kristilegir demókratar og Jafnaðarmenn misstu mikið fylgi. Hægri popúlistaflokkurinn AfD vann mikinn sigur í kosningunum með því að ná í fyrsta sinn mönnum inn á þing, auk þess að Frjálslyndir demókratar sneru aftur á þing eftir að hafa misst alla þingmenn sína í síðustu kosningum. Jafnaðarmenn höfðu áður tilkynnt að þeir myndu ekki mynda nýja stjórn með Merkel og Kristilegum demókrötum og virðist því sem að Merkel hafi engan annan möguleika en að mynda stjórn með Græningjum og Frjálslyndum. Flokkarnir fjórir eru sammála um að afnema „soli“-skattinn svokallaða sem komið var á á tíunda áratugnum til að standa að hluta straum af kostnaði við sameiningu Þýskalands.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Schäuble nýr forseti þýska þingsins Þýska þingið kom saman í fyrsta sinn í morgun eftir að þingkosningar fóru fram í landinu þann 24. september síðastliðinn. 24. október 2017 13:13 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Schäuble nýr forseti þýska þingsins Þýska þingið kom saman í fyrsta sinn í morgun eftir að þingkosningar fóru fram í landinu þann 24. september síðastliðinn. 24. október 2017 13:13