Stoltur af Everton-leikmönnunum sem spiluðu en gaf Gylfa ekki mínútu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2017 10:30 Gylfi Þór Sigurðsson sat allan tímann á bekknum í gærkvöldi. Vísir/Getty David Unsworth stýrði Everton í fyrsta sinn í gærkvöldi þegar liðið tapaði á móti Chelsea í sextán liða úrslitum enska deildabikarsins. Nú er það spurning hvort að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson þurfi að hafa áhyggjur af sæti sínu í byrjunarliðinu því hann fékk ekkert að spila í gærkvöldi og nýi stjórinn var ánægður með frammistöðu þeirra sem fengu tækifærið. Chelsea vann leikinn 2-1 en bæði lið skoruðu mark í uppbótartíma leiksins. Willian kom Chelsea í 2-0 á 90.+2 en Dominic Calvert-Lewin minnkaði muninn fyrir Everton í blálokin. „Ég er tapsár maður en ég verð samt að segja að ég er stoltur af frammistöðunni. Þeir voru frábærri,“ sagði David Unsworth sem tók tímabundið við Everton-liðinu eftir að Ronald Koeman var rekinn. „Vonandi getum við sýnt svona spilamennsku í öllum leikjum sem ég stýri,“ sagði David Unsworth. BBC segir frá. Unsworth stillti upp fjögurra manna varnarlínu og setti Michael Keane á bekkinn. Tom Davies, Kevin Mirallas og Aaron Lennon komu allir inn í byrjunarliðið en þeir komu með miklu meiri hraða inn í liðið. Wayne Rooney hélt sæti sínu en Gylfi Þór Sigurðsson sat á bekknum og fékk ekkert að spila í leiknum. Næsti leikur Everton er á móti Leicester City á útivelli á sunnudaginn. Hvert hlutverk Gylfa verður þar mun segja okkur mun betur hvernig David Unsworth ætlar að nota dýrasta leikmann félagsins í næstu leikjum.| Watch David Unsworth react to tonight's game... Read more: https://t.co/0ZQaLbi88Zpic.twitter.com/IWUVDCgh4e — Everton (@Everton) October 25, 2017| Here's a reminder of today's team news and that Beni Baningime debut... #EFCawaydaypic.twitter.com/O3FknorPPr — Everton (@Everton) October 25, 2017 Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
David Unsworth stýrði Everton í fyrsta sinn í gærkvöldi þegar liðið tapaði á móti Chelsea í sextán liða úrslitum enska deildabikarsins. Nú er það spurning hvort að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson þurfi að hafa áhyggjur af sæti sínu í byrjunarliðinu því hann fékk ekkert að spila í gærkvöldi og nýi stjórinn var ánægður með frammistöðu þeirra sem fengu tækifærið. Chelsea vann leikinn 2-1 en bæði lið skoruðu mark í uppbótartíma leiksins. Willian kom Chelsea í 2-0 á 90.+2 en Dominic Calvert-Lewin minnkaði muninn fyrir Everton í blálokin. „Ég er tapsár maður en ég verð samt að segja að ég er stoltur af frammistöðunni. Þeir voru frábærri,“ sagði David Unsworth sem tók tímabundið við Everton-liðinu eftir að Ronald Koeman var rekinn. „Vonandi getum við sýnt svona spilamennsku í öllum leikjum sem ég stýri,“ sagði David Unsworth. BBC segir frá. Unsworth stillti upp fjögurra manna varnarlínu og setti Michael Keane á bekkinn. Tom Davies, Kevin Mirallas og Aaron Lennon komu allir inn í byrjunarliðið en þeir komu með miklu meiri hraða inn í liðið. Wayne Rooney hélt sæti sínu en Gylfi Þór Sigurðsson sat á bekknum og fékk ekkert að spila í leiknum. Næsti leikur Everton er á móti Leicester City á útivelli á sunnudaginn. Hvert hlutverk Gylfa verður þar mun segja okkur mun betur hvernig David Unsworth ætlar að nota dýrasta leikmann félagsins í næstu leikjum.| Watch David Unsworth react to tonight's game... Read more: https://t.co/0ZQaLbi88Zpic.twitter.com/IWUVDCgh4e — Everton (@Everton) October 25, 2017| Here's a reminder of today's team news and that Beni Baningime debut... #EFCawaydaypic.twitter.com/O3FknorPPr — Everton (@Everton) October 25, 2017
Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti