Stoltur af Everton-leikmönnunum sem spiluðu en gaf Gylfa ekki mínútu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2017 10:30 Gylfi Þór Sigurðsson sat allan tímann á bekknum í gærkvöldi. Vísir/Getty David Unsworth stýrði Everton í fyrsta sinn í gærkvöldi þegar liðið tapaði á móti Chelsea í sextán liða úrslitum enska deildabikarsins. Nú er það spurning hvort að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson þurfi að hafa áhyggjur af sæti sínu í byrjunarliðinu því hann fékk ekkert að spila í gærkvöldi og nýi stjórinn var ánægður með frammistöðu þeirra sem fengu tækifærið. Chelsea vann leikinn 2-1 en bæði lið skoruðu mark í uppbótartíma leiksins. Willian kom Chelsea í 2-0 á 90.+2 en Dominic Calvert-Lewin minnkaði muninn fyrir Everton í blálokin. „Ég er tapsár maður en ég verð samt að segja að ég er stoltur af frammistöðunni. Þeir voru frábærri,“ sagði David Unsworth sem tók tímabundið við Everton-liðinu eftir að Ronald Koeman var rekinn. „Vonandi getum við sýnt svona spilamennsku í öllum leikjum sem ég stýri,“ sagði David Unsworth. BBC segir frá. Unsworth stillti upp fjögurra manna varnarlínu og setti Michael Keane á bekkinn. Tom Davies, Kevin Mirallas og Aaron Lennon komu allir inn í byrjunarliðið en þeir komu með miklu meiri hraða inn í liðið. Wayne Rooney hélt sæti sínu en Gylfi Þór Sigurðsson sat á bekknum og fékk ekkert að spila í leiknum. Næsti leikur Everton er á móti Leicester City á útivelli á sunnudaginn. Hvert hlutverk Gylfa verður þar mun segja okkur mun betur hvernig David Unsworth ætlar að nota dýrasta leikmann félagsins í næstu leikjum.| Watch David Unsworth react to tonight's game... Read more: https://t.co/0ZQaLbi88Zpic.twitter.com/IWUVDCgh4e — Everton (@Everton) October 25, 2017| Here's a reminder of today's team news and that Beni Baningime debut... #EFCawaydaypic.twitter.com/O3FknorPPr — Everton (@Everton) October 25, 2017 Enski boltinn Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Sjá meira
David Unsworth stýrði Everton í fyrsta sinn í gærkvöldi þegar liðið tapaði á móti Chelsea í sextán liða úrslitum enska deildabikarsins. Nú er það spurning hvort að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson þurfi að hafa áhyggjur af sæti sínu í byrjunarliðinu því hann fékk ekkert að spila í gærkvöldi og nýi stjórinn var ánægður með frammistöðu þeirra sem fengu tækifærið. Chelsea vann leikinn 2-1 en bæði lið skoruðu mark í uppbótartíma leiksins. Willian kom Chelsea í 2-0 á 90.+2 en Dominic Calvert-Lewin minnkaði muninn fyrir Everton í blálokin. „Ég er tapsár maður en ég verð samt að segja að ég er stoltur af frammistöðunni. Þeir voru frábærri,“ sagði David Unsworth sem tók tímabundið við Everton-liðinu eftir að Ronald Koeman var rekinn. „Vonandi getum við sýnt svona spilamennsku í öllum leikjum sem ég stýri,“ sagði David Unsworth. BBC segir frá. Unsworth stillti upp fjögurra manna varnarlínu og setti Michael Keane á bekkinn. Tom Davies, Kevin Mirallas og Aaron Lennon komu allir inn í byrjunarliðið en þeir komu með miklu meiri hraða inn í liðið. Wayne Rooney hélt sæti sínu en Gylfi Þór Sigurðsson sat á bekknum og fékk ekkert að spila í leiknum. Næsti leikur Everton er á móti Leicester City á útivelli á sunnudaginn. Hvert hlutverk Gylfa verður þar mun segja okkur mun betur hvernig David Unsworth ætlar að nota dýrasta leikmann félagsins í næstu leikjum.| Watch David Unsworth react to tonight's game... Read more: https://t.co/0ZQaLbi88Zpic.twitter.com/IWUVDCgh4e — Everton (@Everton) October 25, 2017| Here's a reminder of today's team news and that Beni Baningime debut... #EFCawaydaypic.twitter.com/O3FknorPPr — Everton (@Everton) October 25, 2017
Enski boltinn Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Sjá meira