Erlent

Þrýst á Puigdemont að hætta við að lýsa yfir sjálfstæði

Atli Ísleifsson skrifar
Carles Puigdemont tók við embætti heimastjórnar Katalóníu snemma árs 2016.
Carles Puigdemont tók við embætti heimastjórnar Katalóníu snemma árs 2016. Vísir/afp
Þrýstingur eykst nú á Carles Puigdemont, forseta Katalóníu, að hann hætti við að lýsa yfir sjálfstæði héraðsins frá Spáni en búist er við því að hann geri það í ræðu á katalónska þinginu síðar í dag.

Frakkar og Þjóðverjar hafa lýst yfir stuðningi við sjónarmið spænsku ríkisstjórnarinnar sem segir það brot á stjórnarskrá landsins ákveði Katalónar að lýsa yfir sjálfstæði.

Þá hefur borgarstjóri Barcelona, stærstu borgar Katalóníu, biðlað til Puigdemont og Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, að þeir slíðri sverðin og dragi úr spennunni í málinu.

Borgarstjórinn, Ada Colou, biður Puigdemont að hætta við sjálfstæðisyfirlýsinguna en biðlar einnig til Rajoy að hann reyni ekki að stjórna Katalóníu beint frá höfuðborginni Madrid, þannig að ekkert pláss verði fyrir samræður og málamiðlanir.

Spænska ríkisstjórnin hefur hótað því að afturkalla sjálfsstjórn Katalóna, sem er þó nokkur, miðað við önnur héröð á Spáni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×