Þingmaður varaði við „ófyrirséðum“ viðbótargjöldum WOW Air á breska þinginu Birgir Olgeirsson skrifar 11. október 2017 12:56 Þingmaðurinn Darren Jones var óánægður með copy/paste-svör flugfélagsins eftir ferð hans og eiginkonunnar til Íslands og vakti athygli á því á breska þinginu. Vísir/Getty Breskur þingmaður gerði íslenska flugfélagið WOW Air að umtalsefni á breska þinginu í gær þegar neytendamál voru til umræðu. Sagðist hann illa svikinn eftir ferð hans og eiginkonunnar til Íslands með WOW Air þar sem hann þurfti að borga meira fyrir handfarangurstöskurnar þeirra heldur en flugfarið sjálft.Breska dagblaðið The Mirror greindi fyrst frá ræðu þingmannsins á vef sínum en Ríkisútvarpið gerði henni skil á vef sínum fyrr í dag.Þingmaður beygði af Umræðan um neytendamál hófst þegar Vicky Ford, þingmaður Íhaldsflokksins, bað þingmenn um að styðja ekki neinar breytingar sem gætu veikt stöðu breskra neytenda í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Ford brast í grát þegar hún lýsti því yfir að hún hefði misst föður sinn í eldsvoða þegar hún var tíu ára vegna gallaðs raftækis. „Eldurinn kviknaði vegna raftækis. Þetta er ekki tíminn til að draga úr öryggiskröfum,“ sagði Ford og beygði af. „Það þarf að verja neytendur með ströngum öryggiskröfum, bæði á meðan útgöngunni stendur og eftir hana.“Rifjaði upp ferð með eiginkonunni til Íslands Í þessum umræðum tók þingmaður Verkamannaflokksins, Darren Jones, til máls og var allt annað en sáttur vegna framkomu WOW Air. Hann sagði frá því hvernig viðbótargjald hefði komið aftan að honum og eiginkonu hans þegar þau flugu með WOW Air til Íslands. „Margir af kjósendum okkar munu þurfa að ganga í gegnum þá árlegu þolraun að borga viðbótargjöld fyrir eitthvað á borð við útprentun flugmiða, bókun sæta eða að komu tösku í flug þegar þú hélst að það væri í lagi en komst síðar að því að svo var ekki,“ sagði Jones.Í frétt Mirror um málið er haft eftir WOW Air að það sé skýrt tekið fram um stærð handfarangurs á vef flugfélagsins.Vísir/GettyViðbótargjöldin gleymist við verðsamanburð Hann sagði vefi sem bjóða upp á verðsamanburð áætlunarferða flugfélaga gleyma að minnast á viðbótargjöldin, að sögn Jones sem starfaði sem lögmaður á svið neytendamála áður en hann var kjörinn á þing. „Þegar viðskiptavinir eru að leita að ódýrustu flugferðunum gera þeir sér oft á tíðum ekki grein fyrir því að flugfélögin eru að auka tekjur sínar með því að koma aftan að þeim með viðbótargjöldum,“ sagði Jones. Hann greindi frá því að þau hjónin hefðu verið rukkuð um 75 pund, eða því sem nemur um 10 þúsund íslenskum krónum miðað við gengi dagsins í dag, fyrir að fá að taka með sér tösku í áætlunarflug WOW Air. „Þetta var hærri upphæð en við greiddum fyrir farið sjálft,“ sagði Jones og benti á að stærðin á töskum sem má taka með í handfarangur hjá WOW Air sé umtalsvert minni en hjá öðrum flugfélögum.Segir kvörtuninni ekki hafa verið svarað Hann sagðist hafa greitt viðbótargjaldið í þeirri trú að hann gæti fengið að endurgreitt siðar meir. Honum var þó brugðið þegar kvörtun hans var ekki svarað af WOW Air nema með stöðluðu „copy/paste“-svari. Þegar hann hafi reynt að fá frekari svör hafi honum verið tilkynnt að honum yrði ekki svarað frekar af WOW Air.Ræðu hans í heild má lesa hér. Í frétt Mirror um málið er haft eftir WOW Air að það sé skýrt tekið fram um stærð handfarangurs á vef flugfélagsins. Allir þeir sem bóka miða hjá flugfélaginu séu spurði um hversu margar töskur þeir ætla að taka með sér í handfarangur. Á vef flugfélagsins séu stærðirnar og kostnaður tekinn fram þegar bókunin fer fram. Farþegar megi taka með sér litla hluti á endurgjalds en greiða þurfi fyrir stærri handfarangurstöskur. Fréttir af flugi Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Þingnefnd stefnir búi Epsteins Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Sjá meira
Breskur þingmaður gerði íslenska flugfélagið WOW Air að umtalsefni á breska þinginu í gær þegar neytendamál voru til umræðu. Sagðist hann illa svikinn eftir ferð hans og eiginkonunnar til Íslands með WOW Air þar sem hann þurfti að borga meira fyrir handfarangurstöskurnar þeirra heldur en flugfarið sjálft.Breska dagblaðið The Mirror greindi fyrst frá ræðu þingmannsins á vef sínum en Ríkisútvarpið gerði henni skil á vef sínum fyrr í dag.Þingmaður beygði af Umræðan um neytendamál hófst þegar Vicky Ford, þingmaður Íhaldsflokksins, bað þingmenn um að styðja ekki neinar breytingar sem gætu veikt stöðu breskra neytenda í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Ford brast í grát þegar hún lýsti því yfir að hún hefði misst föður sinn í eldsvoða þegar hún var tíu ára vegna gallaðs raftækis. „Eldurinn kviknaði vegna raftækis. Þetta er ekki tíminn til að draga úr öryggiskröfum,“ sagði Ford og beygði af. „Það þarf að verja neytendur með ströngum öryggiskröfum, bæði á meðan útgöngunni stendur og eftir hana.“Rifjaði upp ferð með eiginkonunni til Íslands Í þessum umræðum tók þingmaður Verkamannaflokksins, Darren Jones, til máls og var allt annað en sáttur vegna framkomu WOW Air. Hann sagði frá því hvernig viðbótargjald hefði komið aftan að honum og eiginkonu hans þegar þau flugu með WOW Air til Íslands. „Margir af kjósendum okkar munu þurfa að ganga í gegnum þá árlegu þolraun að borga viðbótargjöld fyrir eitthvað á borð við útprentun flugmiða, bókun sæta eða að komu tösku í flug þegar þú hélst að það væri í lagi en komst síðar að því að svo var ekki,“ sagði Jones.Í frétt Mirror um málið er haft eftir WOW Air að það sé skýrt tekið fram um stærð handfarangurs á vef flugfélagsins.Vísir/GettyViðbótargjöldin gleymist við verðsamanburð Hann sagði vefi sem bjóða upp á verðsamanburð áætlunarferða flugfélaga gleyma að minnast á viðbótargjöldin, að sögn Jones sem starfaði sem lögmaður á svið neytendamála áður en hann var kjörinn á þing. „Þegar viðskiptavinir eru að leita að ódýrustu flugferðunum gera þeir sér oft á tíðum ekki grein fyrir því að flugfélögin eru að auka tekjur sínar með því að koma aftan að þeim með viðbótargjöldum,“ sagði Jones. Hann greindi frá því að þau hjónin hefðu verið rukkuð um 75 pund, eða því sem nemur um 10 þúsund íslenskum krónum miðað við gengi dagsins í dag, fyrir að fá að taka með sér tösku í áætlunarflug WOW Air. „Þetta var hærri upphæð en við greiddum fyrir farið sjálft,“ sagði Jones og benti á að stærðin á töskum sem má taka með í handfarangur hjá WOW Air sé umtalsvert minni en hjá öðrum flugfélögum.Segir kvörtuninni ekki hafa verið svarað Hann sagðist hafa greitt viðbótargjaldið í þeirri trú að hann gæti fengið að endurgreitt siðar meir. Honum var þó brugðið þegar kvörtun hans var ekki svarað af WOW Air nema með stöðluðu „copy/paste“-svari. Þegar hann hafi reynt að fá frekari svör hafi honum verið tilkynnt að honum yrði ekki svarað frekar af WOW Air.Ræðu hans í heild má lesa hér. Í frétt Mirror um málið er haft eftir WOW Air að það sé skýrt tekið fram um stærð handfarangurs á vef flugfélagsins. Allir þeir sem bóka miða hjá flugfélaginu séu spurði um hversu margar töskur þeir ætla að taka með sér í handfarangur. Á vef flugfélagsins séu stærðirnar og kostnaður tekinn fram þegar bókunin fer fram. Farþegar megi taka með sér litla hluti á endurgjalds en greiða þurfi fyrir stærri handfarangurstöskur.
Fréttir af flugi Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Þingnefnd stefnir búi Epsteins Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Sjá meira