Segir Lars von Trier hafa borið upp kynferðisleg boð á meðan konan hans stóð við hliðina á þeim Birgir Olgeirsson skrifar 17. október 2017 11:30 Björk og Lars von Trier á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Vísir/Getty Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir hefur lýst því frekar hvernig hún upplifði kynferðislega áreitni frá leikstjóranum Lars von Trier við tökur á dönsku kvikmyndinni Dancer in the Dark. Björk birti stöðuuppfærslu á Facebook á sunnudag þar sem hún lýsti áreitninni frá Lars á tökustað. Samdægurs birti Jótlandspósturinn viðtal við Peter Aalbæk Jensen, framleiðanda Dancer in the Dark, þar sem hann hafnaði þessum ásökunum og sagði Björk hafa stjórnað öllu á tökustað og gert öllum erfitt fyrir við tökur myndarinnar. Lars von Trier hefur sjálfur einnig hafnað þessum ásökunum Bjarkar og er málflutningar hans svipaður og sá frá Jensen. Segir hann hafa strokið hana mínútum saman Í Facebook-færslu sem Björk birtir í dag segir hún Lars hafa hlaupið til hennar eftir hverja töku, tekið utan um hana fyrir framan allt tökuteymið og stundum strokið hana mínútum saman gegn hennar vilja. Hún sagðist hafa hafa beðið hann um að hætta þessum snertingum og hann hafa brjálast við það og brotið stól fyrir framan alla á tökustað. „Eins og einhver sem alltaf hefur mátt láta vel að leikkonum sínum. Við vorum síðan öll send heim.“ Á meðan tökum stóð hafi Lars stöðugt hvíslað að henni kynferðisleg boð gegn hennar vilja. Þeim fylgdu grafískar lýsingar sem Björk segir hafa verið lamandi fyrir hana. „Stundum á meðan eiginkonan hans stóð hjá okkur.“ Klifraði á milli svala Þegar tökur fóru fram í Svíþjóð hafi hann hótað að klifra á milli svala á hóteli til að komast inn á hótelherbergi hennar með augljósan ásetning um kynferðislega tilburði. „Á meðan eiginkonan hans var í næsta herbergi. Ég náði að flýja í herbergi til vinar míns. Þetta er það sem gerði það að verkum að ég áttaði mig á alvarleika málsins og fékk mig til að standa á mínu.“ Hún segir Lars hafa skáldað sögur í fjölmiðlum um það að hún hefði verið erfið á tökustað. „Þetta passar fullkomlega við aðferðir Weinstein. Ég hef aldrei borðað blússu. Ekki viss um að það sé jafnvel hægt,“ skrifar Björk og vitnar þar í bandaríska kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein sem hefur verið sakaður af fjölda kvenna um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi. Hafa margar þeirra sagst hafa verið hræddar við að segja frá framferði Weinsteins því þær óttuðust að hann myndi gera út af við feril þeirra, enda einn af valdamestu mönnum Hollywood. Peter Aalbæk Jensen minntist á þetta blússuatvik í viðtalinu við Jótlandspóstinn. Áður höfðu verið sagðar fréttir af því að Björk hefði neitað að klæðast blússu við tökur á myndinni sem von Trier hafði óskað eftir. Í mómælaskyni átti hún að hafa rifið blússuna og lagt tætlur hennar sér til munns. Hún segist ekki hafa samþykkt að vera beit kynferðislegri áreitni. Það hafi verið túlkað eins og hún hafi reynst erfið á tökustað. „Ef það að standa á sínu er að vera erfið, þá skal ég vera það,“ skrifar Björk. Björk MeToo Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Lars von Trier: „Ég gerði þetta ekki“ Danski leikstjórinn Lars von Trier segir ekkert til í frásögn söngkonunnar Bjarkar um að hann hafi áreitt hana kynferðislega á tökustað myndarinnar Dancer in the Dark. 16. október 2017 09:40 Björk stígur fram og segir frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier Björk Guðmundsdóttir sakar danska leikstjórann Lars Von Trier um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þau unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. 15. október 2017 14:12 Framleiðandi Dancer in the Dark hafnar ásökunum Bjarkar: „Þessi kona var öflugri en bæði Lars von Trier og ég til samans“ Segir Björk hafa verið erfiða á tökustað en Björk sagði sjálf Lars von Trier hafa borið upp á sig lygar og sakað hana um að vera erfiða í samstarfi eftir að hún hafnaði ítrekað kynferðislegum umleitunum hans. 15. október 2017 23:19 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Sjá meira
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir hefur lýst því frekar hvernig hún upplifði kynferðislega áreitni frá leikstjóranum Lars von Trier við tökur á dönsku kvikmyndinni Dancer in the Dark. Björk birti stöðuuppfærslu á Facebook á sunnudag þar sem hún lýsti áreitninni frá Lars á tökustað. Samdægurs birti Jótlandspósturinn viðtal við Peter Aalbæk Jensen, framleiðanda Dancer in the Dark, þar sem hann hafnaði þessum ásökunum og sagði Björk hafa stjórnað öllu á tökustað og gert öllum erfitt fyrir við tökur myndarinnar. Lars von Trier hefur sjálfur einnig hafnað þessum ásökunum Bjarkar og er málflutningar hans svipaður og sá frá Jensen. Segir hann hafa strokið hana mínútum saman Í Facebook-færslu sem Björk birtir í dag segir hún Lars hafa hlaupið til hennar eftir hverja töku, tekið utan um hana fyrir framan allt tökuteymið og stundum strokið hana mínútum saman gegn hennar vilja. Hún sagðist hafa hafa beðið hann um að hætta þessum snertingum og hann hafa brjálast við það og brotið stól fyrir framan alla á tökustað. „Eins og einhver sem alltaf hefur mátt láta vel að leikkonum sínum. Við vorum síðan öll send heim.“ Á meðan tökum stóð hafi Lars stöðugt hvíslað að henni kynferðisleg boð gegn hennar vilja. Þeim fylgdu grafískar lýsingar sem Björk segir hafa verið lamandi fyrir hana. „Stundum á meðan eiginkonan hans stóð hjá okkur.“ Klifraði á milli svala Þegar tökur fóru fram í Svíþjóð hafi hann hótað að klifra á milli svala á hóteli til að komast inn á hótelherbergi hennar með augljósan ásetning um kynferðislega tilburði. „Á meðan eiginkonan hans var í næsta herbergi. Ég náði að flýja í herbergi til vinar míns. Þetta er það sem gerði það að verkum að ég áttaði mig á alvarleika málsins og fékk mig til að standa á mínu.“ Hún segir Lars hafa skáldað sögur í fjölmiðlum um það að hún hefði verið erfið á tökustað. „Þetta passar fullkomlega við aðferðir Weinstein. Ég hef aldrei borðað blússu. Ekki viss um að það sé jafnvel hægt,“ skrifar Björk og vitnar þar í bandaríska kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein sem hefur verið sakaður af fjölda kvenna um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi. Hafa margar þeirra sagst hafa verið hræddar við að segja frá framferði Weinsteins því þær óttuðust að hann myndi gera út af við feril þeirra, enda einn af valdamestu mönnum Hollywood. Peter Aalbæk Jensen minntist á þetta blússuatvik í viðtalinu við Jótlandspóstinn. Áður höfðu verið sagðar fréttir af því að Björk hefði neitað að klæðast blússu við tökur á myndinni sem von Trier hafði óskað eftir. Í mómælaskyni átti hún að hafa rifið blússuna og lagt tætlur hennar sér til munns. Hún segist ekki hafa samþykkt að vera beit kynferðislegri áreitni. Það hafi verið túlkað eins og hún hafi reynst erfið á tökustað. „Ef það að standa á sínu er að vera erfið, þá skal ég vera það,“ skrifar Björk.
Björk MeToo Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Lars von Trier: „Ég gerði þetta ekki“ Danski leikstjórinn Lars von Trier segir ekkert til í frásögn söngkonunnar Bjarkar um að hann hafi áreitt hana kynferðislega á tökustað myndarinnar Dancer in the Dark. 16. október 2017 09:40 Björk stígur fram og segir frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier Björk Guðmundsdóttir sakar danska leikstjórann Lars Von Trier um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þau unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. 15. október 2017 14:12 Framleiðandi Dancer in the Dark hafnar ásökunum Bjarkar: „Þessi kona var öflugri en bæði Lars von Trier og ég til samans“ Segir Björk hafa verið erfiða á tökustað en Björk sagði sjálf Lars von Trier hafa borið upp á sig lygar og sakað hana um að vera erfiða í samstarfi eftir að hún hafnaði ítrekað kynferðislegum umleitunum hans. 15. október 2017 23:19 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Sjá meira
Lars von Trier: „Ég gerði þetta ekki“ Danski leikstjórinn Lars von Trier segir ekkert til í frásögn söngkonunnar Bjarkar um að hann hafi áreitt hana kynferðislega á tökustað myndarinnar Dancer in the Dark. 16. október 2017 09:40
Björk stígur fram og segir frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier Björk Guðmundsdóttir sakar danska leikstjórann Lars Von Trier um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þau unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. 15. október 2017 14:12
Framleiðandi Dancer in the Dark hafnar ásökunum Bjarkar: „Þessi kona var öflugri en bæði Lars von Trier og ég til samans“ Segir Björk hafa verið erfiða á tökustað en Björk sagði sjálf Lars von Trier hafa borið upp á sig lygar og sakað hana um að vera erfiða í samstarfi eftir að hún hafnaði ítrekað kynferðislegum umleitunum hans. 15. október 2017 23:19