Erlent

O.J. Simpson laus úr fangelsi

Samúel Karl Ólason skrifar
Simpson verður á skilorði í allt að fimm ár og verður undir eftirliti innan réttarkerfis Bandaríkjanna.
Simpson verður á skilorði í allt að fimm ár og verður undir eftirliti innan réttarkerfis Bandaríkjanna. Vísir/Getty
Fyrrverandi fótboltamanninum og leikaranum O.J. Simpson var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum í dag. Hann hafði setið inn í níu ár fyrir vopnað rán í Las Vegas. Þá reyndi hann að ræna minnisgripum á Hóteli. Simpson sem er 70 ára gamall stefnir að því að flytjast til Flórída.

Simpson var upprunalega dæmdur í 33 ára fangelsi fyrir ránið en hlaut reynslulausn í sumar.

Hann er talinn einn besti hlaupari í sögu NFL deildarinnar og var dýrkaður og dáður af Bandaríkjamönnum til ársins 1994 þegar hann var ákærður fyrir morðið á fyrrverandi eiginkonu sinni og vini hennar.

Hann var þó sýknaður í málaferlum sem kölluð voru „málaferli aldarinnar“.

Sjá einnig: Ótrúleg ævi O.J. Simpson



Simpson verður á skilorði í allt að fimm ár og verður undir eftirliti innan réttarkerfis Bandaríkjanna. Lögmaður hans sagði fjölmiðlum að hann hlakkaði til að hitta fjölskyldu sína og borða góðan mat. Þá ætli Simpson sér að kaupa iPhone og kynnast tækni sem hafi bara verið að að líta dagsins ljós þegar hann fór í fangelsi árið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×