Mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2017 11:42 Að minnsta kosti 50 létust í árásinni og yfir 200 manns eru særðir. vísir/afp Skotárásin í Las Vegas í morgun er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna á síðari tímum. Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 200 manns eru særðir. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. Mannskæðasta árásin var áður skotárás sem gerð var á skemmtistað hinsegin fólks í Orlando í Flórída í fyrra. Þá voru 49 manns skotnir til bana. Árásarmaðurinn í Las Vegas hét Stephen Paddock. Hann var skotinn til bana af lögreglu. Paddock var 64 ára gamall en fjöldi skotvopna fannst á hótelherbergi hans á Mandalay-hótelinu þaðan sem hann skaut en herbergið er á 32. hæð. Hinu megin við götuna frá hótelinu fór fram tónlistarhátíð utandyra þar sem um 40 þúsund manns voru komnir saman. Paddock skaut frá hótelinu sínu á mannfjöldann. Talið er að Paddock hafi verið einn að verki og tengist ekki neinum hryðjuverkahópum. Ekkert er vitað um ástæður árásarinnar. Lögreglan hóf strax leit að konu Paddock, Marilou Danley, og telur sig nú hafa fundið út hvar hún er. Vill lögreglan yfirheyra hana vegna málsins. Paddock bjó í Mesquite í Nevada. Lögreglan leitar nú í húsi hans að vísbendingum og þá er hún búin að finna tvö ökutæki í hans eigu. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór á Twitter áðan og sendi samúðarkveðjur til fórnarlamba árásarinnar og aðstandenda þeirra.My warmest condolences and sympathies to the victims and families of the terrible Las Vegas shooting. God bless you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 2, 2017
Skotárásin í Las Vegas í morgun er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna á síðari tímum. Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 200 manns eru særðir. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. Mannskæðasta árásin var áður skotárás sem gerð var á skemmtistað hinsegin fólks í Orlando í Flórída í fyrra. Þá voru 49 manns skotnir til bana. Árásarmaðurinn í Las Vegas hét Stephen Paddock. Hann var skotinn til bana af lögreglu. Paddock var 64 ára gamall en fjöldi skotvopna fannst á hótelherbergi hans á Mandalay-hótelinu þaðan sem hann skaut en herbergið er á 32. hæð. Hinu megin við götuna frá hótelinu fór fram tónlistarhátíð utandyra þar sem um 40 þúsund manns voru komnir saman. Paddock skaut frá hótelinu sínu á mannfjöldann. Talið er að Paddock hafi verið einn að verki og tengist ekki neinum hryðjuverkahópum. Ekkert er vitað um ástæður árásarinnar. Lögreglan hóf strax leit að konu Paddock, Marilou Danley, og telur sig nú hafa fundið út hvar hún er. Vill lögreglan yfirheyra hana vegna málsins. Paddock bjó í Mesquite í Nevada. Lögreglan leitar nú í húsi hans að vísbendingum og þá er hún búin að finna tvö ökutæki í hans eigu. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór á Twitter áðan og sendi samúðarkveðjur til fórnarlamba árásarinnar og aðstandenda þeirra.My warmest condolences and sympathies to the victims and families of the terrible Las Vegas shooting. God bless you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 2, 2017
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Í beinni: Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Íslendingur á Mandalay-hótelinu: „Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49 Tugir skotnir til bana þegar Aldean stóð á sviðinu: „Þetta hefur verið skelfilegt kvöld“ Yfir 50 eru sagðir látnir og fleiri en tvö hundruð særðir eftir að 64 ára karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 12:30 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira
Í beinni: Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39
Íslendingur á Mandalay-hótelinu: „Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49
Tugir skotnir til bana þegar Aldean stóð á sviðinu: „Þetta hefur verið skelfilegt kvöld“ Yfir 50 eru sagðir látnir og fleiri en tvö hundruð særðir eftir að 64 ára karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 12:30