Bein útsending: Tilkynnt um friðarverðlaun Nóbels Þórdís Valsdóttir skrifar 6. október 2017 08:30 Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, hlaut friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir að binda endi á borgarastríð í Kólumbíu Vísir/getty Nóbelsnefnd norska Stórþingsins mun tilkynna innan skamms hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels. Fréttamannafundurinn fer fram í Osló og verður í beinni útsendingu. Fundurinn hefst klukkan 9 og hægt er að fylgjast með útsendingunni hér að neðan. Norska nefndin samanstendur af fimm einstaklingum sem tilnefndir eru af norska þinginu.Mikil spenna ríkir á hverju ári yfir því hver hlýtur verðlaunin. Spekúlantar velta því fyrir sér hverjir koma til með að hreppa vinninginn og engin undantekning er á því nú í ár. Í ár bárust alls 318 tilnefningar, þar af eru 215 einstaklingar og 103 stofnanir. Upplýsingar um tilnefningarnar mega ekki líta dagsins ljós fyrr en 50 árum eftir að verðlaunin eru veitt. Frá árinu 1901 hafa 130 einstaklingar og stofnanir verið sæmd friðarverðlaunum Nóbels. Forseti Kólumbíu, Juan Manuel Santos, hlaut friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir að binda endi á borgarastríð í Kólumbíu sem kostaði 220 þúsund manns lífið.Líklegir vinningshafar Margir telja líklegt að sjálfboðaliðar á átakasvæðum í Sýrlandi sem ganga undir nafninu „hvítu hjálmarnir“ muni hljóta verðlaunin í ár fyrir að hætta lífi sínu við leit að eftirlifandi fórnarlömbum í húsarústum í Aleppo. Sjálfboðaliðar í Sýrlandi sem kenna sig við hvíta hjálma eru taldir líklegir til að hljóta friðarverðlaunin í ár.Vísir/GettyBandaríkjamaðurinn Edward Snowden hefur einnig verið ofarlega á lista yfir þá sem líklegir teljast til að hreppa verðlaunin í ár. Hann varð þekktur á heimsvísu árið 2013 eftir að hann lak gríðarlegu magni leynilegra gagna bandarískra yfirvalda. Snowden flúði til Rússlands árið 2013. Bandaríkjamenn hafa ákært hann fyrir njósnir og krefjast þess að hann verði framseldur. Einnig hefur Frans páfi verið orðaður við verðlaunin ásamt Angelu Merkel. Hagfræðiverðlaun tilkynnt í næstu viku Friðarverðlaunin eru næstsíðustu Nóbelsverðlaunin sem tilkynnt eru á þessu ári. Á mánudaginn verða síðustu verðlaunin, hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans til minningar um Alfred Nobel, tilkynnt. Sýnt verður beint frá fréttamannafundinum í Stokkhólmi og hægt verður að fylgjast með honum í beinni útsendingu á Vísi. Nóbelsverðlaun Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Nóbelsnefnd norska Stórþingsins mun tilkynna innan skamms hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels. Fréttamannafundurinn fer fram í Osló og verður í beinni útsendingu. Fundurinn hefst klukkan 9 og hægt er að fylgjast með útsendingunni hér að neðan. Norska nefndin samanstendur af fimm einstaklingum sem tilnefndir eru af norska þinginu.Mikil spenna ríkir á hverju ári yfir því hver hlýtur verðlaunin. Spekúlantar velta því fyrir sér hverjir koma til með að hreppa vinninginn og engin undantekning er á því nú í ár. Í ár bárust alls 318 tilnefningar, þar af eru 215 einstaklingar og 103 stofnanir. Upplýsingar um tilnefningarnar mega ekki líta dagsins ljós fyrr en 50 árum eftir að verðlaunin eru veitt. Frá árinu 1901 hafa 130 einstaklingar og stofnanir verið sæmd friðarverðlaunum Nóbels. Forseti Kólumbíu, Juan Manuel Santos, hlaut friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir að binda endi á borgarastríð í Kólumbíu sem kostaði 220 þúsund manns lífið.Líklegir vinningshafar Margir telja líklegt að sjálfboðaliðar á átakasvæðum í Sýrlandi sem ganga undir nafninu „hvítu hjálmarnir“ muni hljóta verðlaunin í ár fyrir að hætta lífi sínu við leit að eftirlifandi fórnarlömbum í húsarústum í Aleppo. Sjálfboðaliðar í Sýrlandi sem kenna sig við hvíta hjálma eru taldir líklegir til að hljóta friðarverðlaunin í ár.Vísir/GettyBandaríkjamaðurinn Edward Snowden hefur einnig verið ofarlega á lista yfir þá sem líklegir teljast til að hreppa verðlaunin í ár. Hann varð þekktur á heimsvísu árið 2013 eftir að hann lak gríðarlegu magni leynilegra gagna bandarískra yfirvalda. Snowden flúði til Rússlands árið 2013. Bandaríkjamenn hafa ákært hann fyrir njósnir og krefjast þess að hann verði framseldur. Einnig hefur Frans páfi verið orðaður við verðlaunin ásamt Angelu Merkel. Hagfræðiverðlaun tilkynnt í næstu viku Friðarverðlaunin eru næstsíðustu Nóbelsverðlaunin sem tilkynnt eru á þessu ári. Á mánudaginn verða síðustu verðlaunin, hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans til minningar um Alfred Nobel, tilkynnt. Sýnt verður beint frá fréttamannafundinum í Stokkhólmi og hægt verður að fylgjast með honum í beinni útsendingu á Vísi.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira