22 börn dáin og 42 saknað í skóla sem hrundi Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2017 10:30 Lögregluþjónar, slökkviliðsmenn og almennir borgarar keppast við að grafa fólk út úr rústum skóla, vinnustaða og fjölbýlishúsa. Vísir/AFP Minnst 217 eru látnir eftir að jarðskjálfti 7,1 að styrk skall þar á í gær. Lögregluþjónar, slökkviliðsmenn og almennir borgarar keppast við að grafa fólk út úr rústum skóla, vinnustaða og fjölbýlishúsa. Ein umfangsmesta björgunaraðgerðin stendur yfir í barnaskóla sem hrundi að hluta til í suðurhluta Mexíkóborgar. Jarðskjálftinn reið yfir rétt eftir klukkan eitt að staðartíma, um klukkan sex í kvöld að íslenskum tíma. Upptök skjálftans voru um 120 kílómetrum frá Mexíkóborg og á um 51 kílómetra dýpi. Þar er vitað til að minnst 22 börn séu dáin og tveir fullorðnir. 30 barna er saknað og tólf kennara og foreldra, samkvæmt frétt Reuters.Læknirinn Pedro Serrano er einn af sjálfboðaliðunum sem koma að leitinni í skólanum en hann sagði AP fréttaveitunni frá leitinni og því þegar hann komst inn í eina kennslustofu þar sem allir voru dánir.Vísir/GraphicNews„Við sáum stóla og borð. Það næsta sem við sáum var fótur og þá fórum við að færa brakið til. Við fundum stúlku og tvo fullorðna, konu og mann. Við heyrum hljóð, en við vitum ekki hvort þau koma að ofan eða fyrir neðan okkur, úr veggjunum eða einhver sé jafnvel að kalla á hjálp,“ sagði Serrano. 32 ár frá því að þúsundir dóu Einungis nokkrum klukkustundum áður en jarðskjálftinn skall á voru haldnar jarðskjálftaæfingar víða um landið í tilefni af því af í gær voru 32 ár liðin frá því að þúsundir létu lífið í jarðskjálfta árið 1985. Þá eru einungis tæpar tvær vikur frá því að nærri því hundrað manns létu lífið í jarðskjálfta í suðurhluta landsins. Miðja jarðskjálftans í gær var skammt frá Mexíkóborg. Um tvær milljónir íbúa Mexíkóborgar eru án rafmagns og eru símalínur ónothæfar. Þá hafa yfirvöld varað fólk við því að reykja á götum borgarinnar þar sem búist er við því að gasleiðslur hafi farið í sundur víða, samkvæmt frétt BBC. Samkvæmt AP er Mexíkóborg byggð þar sem áður var stórt stöðuvatn og leiðir jarðvegurinn undir borginni til þess að áhrif jarðskjálfta verði kröftugari þar. Ekki er talið að jarðskjálftinn í gær tengist jarðskjálftanum sem skall á þann 7. september.Frá aðgerðum í skólanum þar sem minnst 22 börn eru látin og 42 er saknað. Frá aðgerðum í Mexíkóborg Tengdar fréttir Öflugur jarðskjálfti skók Mexíkó Skjáftinn olli talsverðu tjóni í höfuðborg landsins, Mexíkóborg, en vitni greina frá því að byggingar hafi verið rýmdar. 19. september 2017 18:50 Rúmlega 250 látnir í Mexíkó Þar af létust 20 börn er grunnskóli hrundi til grunna eftir jarðskjálftann. 20. september 2017 06:28 Myndbönd sýna kraft jarðskjálftans í Mexíkó Byggingar hrundu í Mexíkó-borg og óttast er um líf fjölmargra eftir að jarðskjálfi að stærð 7,1 skók Mexíkó fyrr í kvöld. 19. september 2017 20:50 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Minnst 217 eru látnir eftir að jarðskjálfti 7,1 að styrk skall þar á í gær. Lögregluþjónar, slökkviliðsmenn og almennir borgarar keppast við að grafa fólk út úr rústum skóla, vinnustaða og fjölbýlishúsa. Ein umfangsmesta björgunaraðgerðin stendur yfir í barnaskóla sem hrundi að hluta til í suðurhluta Mexíkóborgar. Jarðskjálftinn reið yfir rétt eftir klukkan eitt að staðartíma, um klukkan sex í kvöld að íslenskum tíma. Upptök skjálftans voru um 120 kílómetrum frá Mexíkóborg og á um 51 kílómetra dýpi. Þar er vitað til að minnst 22 börn séu dáin og tveir fullorðnir. 30 barna er saknað og tólf kennara og foreldra, samkvæmt frétt Reuters.Læknirinn Pedro Serrano er einn af sjálfboðaliðunum sem koma að leitinni í skólanum en hann sagði AP fréttaveitunni frá leitinni og því þegar hann komst inn í eina kennslustofu þar sem allir voru dánir.Vísir/GraphicNews„Við sáum stóla og borð. Það næsta sem við sáum var fótur og þá fórum við að færa brakið til. Við fundum stúlku og tvo fullorðna, konu og mann. Við heyrum hljóð, en við vitum ekki hvort þau koma að ofan eða fyrir neðan okkur, úr veggjunum eða einhver sé jafnvel að kalla á hjálp,“ sagði Serrano. 32 ár frá því að þúsundir dóu Einungis nokkrum klukkustundum áður en jarðskjálftinn skall á voru haldnar jarðskjálftaæfingar víða um landið í tilefni af því af í gær voru 32 ár liðin frá því að þúsundir létu lífið í jarðskjálfta árið 1985. Þá eru einungis tæpar tvær vikur frá því að nærri því hundrað manns létu lífið í jarðskjálfta í suðurhluta landsins. Miðja jarðskjálftans í gær var skammt frá Mexíkóborg. Um tvær milljónir íbúa Mexíkóborgar eru án rafmagns og eru símalínur ónothæfar. Þá hafa yfirvöld varað fólk við því að reykja á götum borgarinnar þar sem búist er við því að gasleiðslur hafi farið í sundur víða, samkvæmt frétt BBC. Samkvæmt AP er Mexíkóborg byggð þar sem áður var stórt stöðuvatn og leiðir jarðvegurinn undir borginni til þess að áhrif jarðskjálfta verði kröftugari þar. Ekki er talið að jarðskjálftinn í gær tengist jarðskjálftanum sem skall á þann 7. september.Frá aðgerðum í skólanum þar sem minnst 22 börn eru látin og 42 er saknað. Frá aðgerðum í Mexíkóborg
Tengdar fréttir Öflugur jarðskjálfti skók Mexíkó Skjáftinn olli talsverðu tjóni í höfuðborg landsins, Mexíkóborg, en vitni greina frá því að byggingar hafi verið rýmdar. 19. september 2017 18:50 Rúmlega 250 látnir í Mexíkó Þar af létust 20 börn er grunnskóli hrundi til grunna eftir jarðskjálftann. 20. september 2017 06:28 Myndbönd sýna kraft jarðskjálftans í Mexíkó Byggingar hrundu í Mexíkó-borg og óttast er um líf fjölmargra eftir að jarðskjálfi að stærð 7,1 skók Mexíkó fyrr í kvöld. 19. september 2017 20:50 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Öflugur jarðskjálfti skók Mexíkó Skjáftinn olli talsverðu tjóni í höfuðborg landsins, Mexíkóborg, en vitni greina frá því að byggingar hafi verið rýmdar. 19. september 2017 18:50
Rúmlega 250 látnir í Mexíkó Þar af létust 20 börn er grunnskóli hrundi til grunna eftir jarðskjálftann. 20. september 2017 06:28
Myndbönd sýna kraft jarðskjálftans í Mexíkó Byggingar hrundu í Mexíkó-borg og óttast er um líf fjölmargra eftir að jarðskjálfi að stærð 7,1 skók Mexíkó fyrr í kvöld. 19. september 2017 20:50