22 börn dáin og 42 saknað í skóla sem hrundi Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2017 10:30 Lögregluþjónar, slökkviliðsmenn og almennir borgarar keppast við að grafa fólk út úr rústum skóla, vinnustaða og fjölbýlishúsa. Vísir/AFP Minnst 217 eru látnir eftir að jarðskjálfti 7,1 að styrk skall þar á í gær. Lögregluþjónar, slökkviliðsmenn og almennir borgarar keppast við að grafa fólk út úr rústum skóla, vinnustaða og fjölbýlishúsa. Ein umfangsmesta björgunaraðgerðin stendur yfir í barnaskóla sem hrundi að hluta til í suðurhluta Mexíkóborgar. Jarðskjálftinn reið yfir rétt eftir klukkan eitt að staðartíma, um klukkan sex í kvöld að íslenskum tíma. Upptök skjálftans voru um 120 kílómetrum frá Mexíkóborg og á um 51 kílómetra dýpi. Þar er vitað til að minnst 22 börn séu dáin og tveir fullorðnir. 30 barna er saknað og tólf kennara og foreldra, samkvæmt frétt Reuters.Læknirinn Pedro Serrano er einn af sjálfboðaliðunum sem koma að leitinni í skólanum en hann sagði AP fréttaveitunni frá leitinni og því þegar hann komst inn í eina kennslustofu þar sem allir voru dánir.Vísir/GraphicNews„Við sáum stóla og borð. Það næsta sem við sáum var fótur og þá fórum við að færa brakið til. Við fundum stúlku og tvo fullorðna, konu og mann. Við heyrum hljóð, en við vitum ekki hvort þau koma að ofan eða fyrir neðan okkur, úr veggjunum eða einhver sé jafnvel að kalla á hjálp,“ sagði Serrano. 32 ár frá því að þúsundir dóu Einungis nokkrum klukkustundum áður en jarðskjálftinn skall á voru haldnar jarðskjálftaæfingar víða um landið í tilefni af því af í gær voru 32 ár liðin frá því að þúsundir létu lífið í jarðskjálfta árið 1985. Þá eru einungis tæpar tvær vikur frá því að nærri því hundrað manns létu lífið í jarðskjálfta í suðurhluta landsins. Miðja jarðskjálftans í gær var skammt frá Mexíkóborg. Um tvær milljónir íbúa Mexíkóborgar eru án rafmagns og eru símalínur ónothæfar. Þá hafa yfirvöld varað fólk við því að reykja á götum borgarinnar þar sem búist er við því að gasleiðslur hafi farið í sundur víða, samkvæmt frétt BBC. Samkvæmt AP er Mexíkóborg byggð þar sem áður var stórt stöðuvatn og leiðir jarðvegurinn undir borginni til þess að áhrif jarðskjálfta verði kröftugari þar. Ekki er talið að jarðskjálftinn í gær tengist jarðskjálftanum sem skall á þann 7. september.Frá aðgerðum í skólanum þar sem minnst 22 börn eru látin og 42 er saknað. Frá aðgerðum í Mexíkóborg Tengdar fréttir Öflugur jarðskjálfti skók Mexíkó Skjáftinn olli talsverðu tjóni í höfuðborg landsins, Mexíkóborg, en vitni greina frá því að byggingar hafi verið rýmdar. 19. september 2017 18:50 Rúmlega 250 látnir í Mexíkó Þar af létust 20 börn er grunnskóli hrundi til grunna eftir jarðskjálftann. 20. september 2017 06:28 Myndbönd sýna kraft jarðskjálftans í Mexíkó Byggingar hrundu í Mexíkó-borg og óttast er um líf fjölmargra eftir að jarðskjálfi að stærð 7,1 skók Mexíkó fyrr í kvöld. 19. september 2017 20:50 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Sjá meira
Minnst 217 eru látnir eftir að jarðskjálfti 7,1 að styrk skall þar á í gær. Lögregluþjónar, slökkviliðsmenn og almennir borgarar keppast við að grafa fólk út úr rústum skóla, vinnustaða og fjölbýlishúsa. Ein umfangsmesta björgunaraðgerðin stendur yfir í barnaskóla sem hrundi að hluta til í suðurhluta Mexíkóborgar. Jarðskjálftinn reið yfir rétt eftir klukkan eitt að staðartíma, um klukkan sex í kvöld að íslenskum tíma. Upptök skjálftans voru um 120 kílómetrum frá Mexíkóborg og á um 51 kílómetra dýpi. Þar er vitað til að minnst 22 börn séu dáin og tveir fullorðnir. 30 barna er saknað og tólf kennara og foreldra, samkvæmt frétt Reuters.Læknirinn Pedro Serrano er einn af sjálfboðaliðunum sem koma að leitinni í skólanum en hann sagði AP fréttaveitunni frá leitinni og því þegar hann komst inn í eina kennslustofu þar sem allir voru dánir.Vísir/GraphicNews„Við sáum stóla og borð. Það næsta sem við sáum var fótur og þá fórum við að færa brakið til. Við fundum stúlku og tvo fullorðna, konu og mann. Við heyrum hljóð, en við vitum ekki hvort þau koma að ofan eða fyrir neðan okkur, úr veggjunum eða einhver sé jafnvel að kalla á hjálp,“ sagði Serrano. 32 ár frá því að þúsundir dóu Einungis nokkrum klukkustundum áður en jarðskjálftinn skall á voru haldnar jarðskjálftaæfingar víða um landið í tilefni af því af í gær voru 32 ár liðin frá því að þúsundir létu lífið í jarðskjálfta árið 1985. Þá eru einungis tæpar tvær vikur frá því að nærri því hundrað manns létu lífið í jarðskjálfta í suðurhluta landsins. Miðja jarðskjálftans í gær var skammt frá Mexíkóborg. Um tvær milljónir íbúa Mexíkóborgar eru án rafmagns og eru símalínur ónothæfar. Þá hafa yfirvöld varað fólk við því að reykja á götum borgarinnar þar sem búist er við því að gasleiðslur hafi farið í sundur víða, samkvæmt frétt BBC. Samkvæmt AP er Mexíkóborg byggð þar sem áður var stórt stöðuvatn og leiðir jarðvegurinn undir borginni til þess að áhrif jarðskjálfta verði kröftugari þar. Ekki er talið að jarðskjálftinn í gær tengist jarðskjálftanum sem skall á þann 7. september.Frá aðgerðum í skólanum þar sem minnst 22 börn eru látin og 42 er saknað. Frá aðgerðum í Mexíkóborg
Tengdar fréttir Öflugur jarðskjálfti skók Mexíkó Skjáftinn olli talsverðu tjóni í höfuðborg landsins, Mexíkóborg, en vitni greina frá því að byggingar hafi verið rýmdar. 19. september 2017 18:50 Rúmlega 250 látnir í Mexíkó Þar af létust 20 börn er grunnskóli hrundi til grunna eftir jarðskjálftann. 20. september 2017 06:28 Myndbönd sýna kraft jarðskjálftans í Mexíkó Byggingar hrundu í Mexíkó-borg og óttast er um líf fjölmargra eftir að jarðskjálfi að stærð 7,1 skók Mexíkó fyrr í kvöld. 19. september 2017 20:50 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Sjá meira
Öflugur jarðskjálfti skók Mexíkó Skjáftinn olli talsverðu tjóni í höfuðborg landsins, Mexíkóborg, en vitni greina frá því að byggingar hafi verið rýmdar. 19. september 2017 18:50
Rúmlega 250 látnir í Mexíkó Þar af létust 20 börn er grunnskóli hrundi til grunna eftir jarðskjálftann. 20. september 2017 06:28
Myndbönd sýna kraft jarðskjálftans í Mexíkó Byggingar hrundu í Mexíkó-borg og óttast er um líf fjölmargra eftir að jarðskjálfi að stærð 7,1 skók Mexíkó fyrr í kvöld. 19. september 2017 20:50