Enski boltinn

Tölfræðin sem lætur Gylfa líta illa út

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty
Everton vann langþráðan sigur í gærkvöldi en Ronaldo Koeman leyfði sér að hvíla íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson í leiknum.

Sigur Everton í gær án þátttöku Gylfa bætir við tölfræði Everton-liðsins sem lætur okkar mann ekki líta vel út.

Gylfi hefur nefnilega spilað sex leiki með Everton á tímabilinu og það eru einu leikirnir sem liðið hefur ekki unnið.

Gylfi sat allan tímann á bekknum í gærkvöldi þegar Everton sló Sunderland út úr enska deildabikarnum með 3-0 sigri.

Þetta var fyrsti sigur liðsins í 34 daga eða frá því að liðið vann 2-0 heimasigur á í Evrópudeildinni sem var jafnframt sama kvöld og Gylfi var kynntur sem nýr leikmaður Everton.

Everton gerði jafntefli í tveimur fyrstu leikjum sínum með Gylfa innanborðs og hafði síðan tapað fjórum leikjum í röð án þess að skora eitt einasta mark fyrir leikinn í gær.

Markið ótrúlega hjá Gylfa frá miðju á móti Hadjuk Spilt var eina mark Everton-liðsins í 443 mínútur eða þar til að Dominic Calvert-Lewin kom liðinu í 1-0 á móti Sunderland á Goodison Park í gær.

Áður en Gylfi klæddist Everton-treyjunni í fyrsta sinn hafði Everton unnið fjóra fyrstu leiki sína, þrjá í forkeppni Evrópudeildarinnar og svo fyrsta leikinn sinn í ensku úrvalsdeildinni. Nú er liðið hinsvegar í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni og á botni riðilsins síns í Evrópudeildinni.

Eftir erfitt leikjaprógramm að undanförnu þá bíða Everton léttari leikir á næstunni. Gylfi ætti því að fá tækifæri til að laga þessa tölfræði sína strax og fagna langþráðum sigri sem leikmaður Everton.

Vísir/Getty
 

Leikir Everton á tímabilinu þar sem Gylfi hefur spilað:

1-1 jafntefli við Manchester City (Deild)

1-1 jafntefli við Hadjuk Spilt (Evrópa)

2-0 tap fyrir Chelsea (Deild)

3-0 tap fyrir Tottenham (Deild)

3-0 tap fyrir Atalanta (Evrópa)

4-0 tap fyrir Manchester United (Deild)

0 sigrar í 6 leikjum (2 jafntefli)

Mark á 270 mínútna fresti

Markatalan: -12 (2-14)



Leikir Everton á tímabilinu þar sem Gylfi hefur ekki spilað:

1-0 sigur á Ruzomberok (Evrópa)

1-0 sigur á Ruzomberok (Evrópa)

1-0 sigur á Stoke (Deild)

2-0 sigur á Hadjuk Split (Evrópa)

3-0 sigur á Sunderland (Deildabikar)

5 sigrar í 5 leikjum

Mark á 56 mínútna fresti

Markatalan: +8 (8-0)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×