Íslenski boltinn

Teigurinn: Andri Rúnar er leikmaður ársins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Strákarnir í Teignum veltu því fyrir sér hver væri búinn að vera besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar.

Andri Rúnar Bjarnason hefur verið magnaður í liði Grindavíkur og er aðeins einu marki frá markametinu.

„Erfiðasta sem þú gerir í fótbolta er að skora mörk og það er erfitt í góðu liði. Andri Rúnar er ekki í toppliði og búinn að vera frábær í sumar. Ekki bara með mörkum heldur líka hvernig hann spilar leikinn,“ segir Reynir Leósson og Guðmundur Benediktsson var honum sammála.

Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals, vildi þó eðlilega frekar að einhver af hans lærisveinum yrði valinn leikmaður maður ársins.

Umræðuna má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×