Enski boltinn

Leikir dagsins á Englandi: Lundúnaslagur í hádeginu | Myndband

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Átta leikir verða spilaðir í dag þegar 6. umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst.

Í hádeginu tekur West Ham á móti Tottenham í Lundúnaslag. Tottenham eru með átta stig eftir fimm leiki, en West Ham aðeins fjögur. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 11.20.

Sex leikir verða flautaðir á klukkan 14:00. 

Manchester City taka á móti Crystal PalaceCity hafa verið á miklu flugi og eru á toppi deildarinnar, en Palace eru án stiga á botninum.

Nágrannarnir í Manchester United, sem deila toppsætinu með City, fara suður til Southampton. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Stoke fá Englandsmeistara Chelsea í heimsókn á bet365 leikvanginn. Chelsea hafa byrjað titilvörnina ágætlega og eru með 10 stig í þriðja sætinu. Stoke hafa aðeins unnið einn leik og eru með fimm stig.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton fá Bournemouth í heimsókn á Goodison Park. Everton hafa aðeins unnið einn leik á tímabilinu og eru í fallsæti með fjögur stig. Bournemouth er þar fyrir neðan með þrjú stig.

Burnley, með Jóhann Berg Guðmundsson innanborðs, fær nýliða Huddersfield í heimsókn. Bæði lið hafa unnið tvo leiki og eru með átta stig.

Swansea fær Watford í heimsókn til WalesSwansea hafa aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sýnum, en Watford tvo.

Í lokaleik dagsins fer Jurgen Klopp með sína menn í Liverpool til Leicester. Sá leikur fer fram klukkan 16:30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Upphitunarmyndband fyrir leiki dagsins má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×