Lofar að vinna öfgamenn aftur á sitt band Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. september 2017 08:00 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, vann varnarsigur. vísir/afp Angela Merkel, kanslari Þýskalands og leiðtogi Kristilegra demókrata (CDU/CSU), lofaði í gær að vinna kjósendur þjóðernishyggjuflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) aftur á sitt band. Útlit er fyrir að kjósendur Kristilegra demókrata hafi margir hverjir flykkst til AfD. Þótt Kristilegir demókratar hafi fengið langflest atkvæði í þýsku kosningunum um helgina töpuðu þeir 8,5 prósentum atkvæða miðað við kosningarnar árið 2013. AfD fékk hins vegar 7,9 prósentustigum fleiri atkvæði. Fengu Kristilegir demókratar þannig sína verstu kosningu í nærri sjö áratugi. AfD eru augljósir sigurvegarar kosninganna. Einungis einn annar flokkur, Frjálslyndir demókratar (FDP), bætti við sig meira en einu prósentustigi. Bætti FDP við sig alls 5,9 prósentustigum en flokkurinn náði ekki inn á þing í síðustu kosningum eftir að hafa verið í ríkisstjórn með CDU/CSU. Þrátt fyrir velgengni AfD lýsti Frauke Petry, annar formanna flokksins, því yfir á stuttum blaðamannafundi í gær að hún hygðist ekki taka sæti á þingi fyrir AfD. Hún myndi frekar verða óháður þingmaður. Stjórnarmyndunarviðræður taka nú við í Þýskalandi og er í raun aðeins ein meirihlutastjórn í kortunum þar sem Jafnaðarmannaflokkurinn (SDP) hefur lýst því yfir að hann verði í stjórnarandstöðu. Um er að ræða samsteypustjórn FDP, Græningja, og Kristilegra demókrata sem hefðu saman 393 af 630 þingsætum. Slíkt stjórnarmynstur hefur verið kallað Jamaíkustjórn. Vísar það þess að einkennislitir flokkanna eru þeir sömu og eru í jamaíska fánanum. Aldrei hefur reynt á samstarf þessara flokka á þýska sambandsþinginu en flokkarnir starfa saman í þingi Slésvíkur-Holtsetalands. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands og leiðtogi Kristilegra demókrata (CDU/CSU), lofaði í gær að vinna kjósendur þjóðernishyggjuflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) aftur á sitt band. Útlit er fyrir að kjósendur Kristilegra demókrata hafi margir hverjir flykkst til AfD. Þótt Kristilegir demókratar hafi fengið langflest atkvæði í þýsku kosningunum um helgina töpuðu þeir 8,5 prósentum atkvæða miðað við kosningarnar árið 2013. AfD fékk hins vegar 7,9 prósentustigum fleiri atkvæði. Fengu Kristilegir demókratar þannig sína verstu kosningu í nærri sjö áratugi. AfD eru augljósir sigurvegarar kosninganna. Einungis einn annar flokkur, Frjálslyndir demókratar (FDP), bætti við sig meira en einu prósentustigi. Bætti FDP við sig alls 5,9 prósentustigum en flokkurinn náði ekki inn á þing í síðustu kosningum eftir að hafa verið í ríkisstjórn með CDU/CSU. Þrátt fyrir velgengni AfD lýsti Frauke Petry, annar formanna flokksins, því yfir á stuttum blaðamannafundi í gær að hún hygðist ekki taka sæti á þingi fyrir AfD. Hún myndi frekar verða óháður þingmaður. Stjórnarmyndunarviðræður taka nú við í Þýskalandi og er í raun aðeins ein meirihlutastjórn í kortunum þar sem Jafnaðarmannaflokkurinn (SDP) hefur lýst því yfir að hann verði í stjórnarandstöðu. Um er að ræða samsteypustjórn FDP, Græningja, og Kristilegra demókrata sem hefðu saman 393 af 630 þingsætum. Slíkt stjórnarmynstur hefur verið kallað Jamaíkustjórn. Vísar það þess að einkennislitir flokkanna eru þeir sömu og eru í jamaíska fánanum. Aldrei hefur reynt á samstarf þessara flokka á þýska sambandsþinginu en flokkarnir starfa saman í þingi Slésvíkur-Holtsetalands.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira