Lauk afplánun mánuði áður en hann varð Birnu að bana Þórdís Valsdóttir skrifar 29. september 2017 23:06 Thomas Møller Olsen huldi ávallt andlit sitt undir teppi þegar hann var leiddur í dómssal. Hann neitaði að hafa orðið Birnu að bana, en í dag var hann dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir manndráp. Vísir/Anton Brink Thomas Møller Olsen, sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrr í dag af Héraðsdómi Reykjaness, fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana, hefur áður gerst sekur um refsivert brot. Þann 3. september 2015 var Thomas dæmdur til eins árs fangelsisvistar af Landsrétti Grænlands fyrir fíkniefnabrot. Hann var látinn laus 12. desemer 2016, rúmum mánuði áður en hann varð Birnu að bana. Við ákvörðun dóms yfir Thomasi horfði dómurinn til þess að atlaga hans að Birnu Brjánsdóttur, þann 14. janúar síðastliðinn, hafi verið afar hrottafengin og langdregin. Einnig leiddi það til refsiþyngingar yfir Thomasi að hann hafi aðhafst margt til þess að reyna að leyna broti sínu og fyrir dómi gerði hann tilraun til þess að varpa sök á skipsfélaga sinn, Nikolaj Olsen. Fjölskipaður dómur komst að þeirri niðurstöðu að hann ætti sér engar málsbætur. Dómurinn segir jafnframt að Thomas hafi ekki gefið viðhlítandi skýringar á því misræmi sem var í framburði hans hjá lögreglu annars vegar og fyrir dómi hins vegar. Honum tókst því ekki að færa sönnur fyrir því að frásögn hans í skýrslutöku hafi frábrugðin frásögn hans fyrir dómi vegna þrýstings frá lögreglu og leiðandi spurninga. Thomas var einnig sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot.Einn þyngsti dómur sem fallið hefur hér á landi Dómurinn yfir Thomasi Møller er einn sá þyngsti sem fallið hefur í Hérðasdómi á Íslandi. Ef Thomas ákveður að áfrýja dóminum á efra dómstig og hann yrði staðfestur þar, þá væri sá dómur næst þyngsti endanlegi dómur sem fallið hefur hér á landi. Áfrýjunarfrestur héraðsdómsins er fjórar vikur. Thomas hefur sætt gæsluvarðhaldi frá því í janúar og hefur gæsluvarðhald yfir honum verið framlengt til 15. desember næstkomandi á grundvelli almannahagsmuna. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Birnumálið mögulega eitt af fyrstu málunum sem fer fyrir Landsrétt Verði það raunin gæti þurft að taka allar vitnaleiðslur fyrir aftur. 29. september 2017 14:19 Thomas Møller Olsen mun að öllum líkindum ekki afplána dóm sinn á Íslandi Thomas Møller Olsen var í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Samningur á milli Norðurlandanna gerir það að verkum að hann muni að öllum líkindum ekki afplána dóm sinn á Íslandi. 29. september 2017 18:45 Thomas fékk þyngri dóm fyrir að varpa sök á skipsfélaga sinn Árás grænlenska skipverjans var hrottafengin og langdregin auk þess sem hann reyndi að afvegaleiða lögreglu við rannsóknina. 29. september 2017 16:18 Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. 29. september 2017 13:30 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Thomas Møller Olsen, sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrr í dag af Héraðsdómi Reykjaness, fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana, hefur áður gerst sekur um refsivert brot. Þann 3. september 2015 var Thomas dæmdur til eins árs fangelsisvistar af Landsrétti Grænlands fyrir fíkniefnabrot. Hann var látinn laus 12. desemer 2016, rúmum mánuði áður en hann varð Birnu að bana. Við ákvörðun dóms yfir Thomasi horfði dómurinn til þess að atlaga hans að Birnu Brjánsdóttur, þann 14. janúar síðastliðinn, hafi verið afar hrottafengin og langdregin. Einnig leiddi það til refsiþyngingar yfir Thomasi að hann hafi aðhafst margt til þess að reyna að leyna broti sínu og fyrir dómi gerði hann tilraun til þess að varpa sök á skipsfélaga sinn, Nikolaj Olsen. Fjölskipaður dómur komst að þeirri niðurstöðu að hann ætti sér engar málsbætur. Dómurinn segir jafnframt að Thomas hafi ekki gefið viðhlítandi skýringar á því misræmi sem var í framburði hans hjá lögreglu annars vegar og fyrir dómi hins vegar. Honum tókst því ekki að færa sönnur fyrir því að frásögn hans í skýrslutöku hafi frábrugðin frásögn hans fyrir dómi vegna þrýstings frá lögreglu og leiðandi spurninga. Thomas var einnig sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot.Einn þyngsti dómur sem fallið hefur hér á landi Dómurinn yfir Thomasi Møller er einn sá þyngsti sem fallið hefur í Hérðasdómi á Íslandi. Ef Thomas ákveður að áfrýja dóminum á efra dómstig og hann yrði staðfestur þar, þá væri sá dómur næst þyngsti endanlegi dómur sem fallið hefur hér á landi. Áfrýjunarfrestur héraðsdómsins er fjórar vikur. Thomas hefur sætt gæsluvarðhaldi frá því í janúar og hefur gæsluvarðhald yfir honum verið framlengt til 15. desember næstkomandi á grundvelli almannahagsmuna.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Birnumálið mögulega eitt af fyrstu málunum sem fer fyrir Landsrétt Verði það raunin gæti þurft að taka allar vitnaleiðslur fyrir aftur. 29. september 2017 14:19 Thomas Møller Olsen mun að öllum líkindum ekki afplána dóm sinn á Íslandi Thomas Møller Olsen var í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Samningur á milli Norðurlandanna gerir það að verkum að hann muni að öllum líkindum ekki afplána dóm sinn á Íslandi. 29. september 2017 18:45 Thomas fékk þyngri dóm fyrir að varpa sök á skipsfélaga sinn Árás grænlenska skipverjans var hrottafengin og langdregin auk þess sem hann reyndi að afvegaleiða lögreglu við rannsóknina. 29. september 2017 16:18 Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. 29. september 2017 13:30 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Birnumálið mögulega eitt af fyrstu málunum sem fer fyrir Landsrétt Verði það raunin gæti þurft að taka allar vitnaleiðslur fyrir aftur. 29. september 2017 14:19
Thomas Møller Olsen mun að öllum líkindum ekki afplána dóm sinn á Íslandi Thomas Møller Olsen var í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Samningur á milli Norðurlandanna gerir það að verkum að hann muni að öllum líkindum ekki afplána dóm sinn á Íslandi. 29. september 2017 18:45
Thomas fékk þyngri dóm fyrir að varpa sök á skipsfélaga sinn Árás grænlenska skipverjans var hrottafengin og langdregin auk þess sem hann reyndi að afvegaleiða lögreglu við rannsóknina. 29. september 2017 16:18
Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. 29. september 2017 13:30