Birnumálið mögulega eitt af fyrstu málunum sem fer fyrir Landsrétt Birgir Olgeirsson, Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 29. september 2017 14:19 Hanna Lára Helgadóttir, réttargæslumaður foreldra Birnu, og Kolbrún Benediktsdóttir ræða saman. VÍSIR/VILHELM „Það er ekki beint hægt að segja að þetta hafi komið á óvart,“ sagði Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis eftir að dómur hafði verið kveðinn upp í Birnumálinu í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í dag. Þar var Thomas Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana í janúar síðastliðnum og fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Kolbrún sagði ákæruvaldið hafa nefnt við réttarhöldin á átján ára fangelsisrefsing væri lágmarkskrafa en miðað við hvernig málið var vaxið væri hugsanlega ástæða til að þyngja refsinguna.Dómaframkvæmdin segir að tvö ár sé hæfileg refsing fyrir fíkniefnin Hún telur ólíklegt að gerður hafi verið greinarmunur á því í dómnum hve mörg ár Thomas fékk fyrir að bana Birnu og hve mörg ár hann fékk fyrir fíkniefnalagabrotið. Þumalfingursreglan í fíkniefnabrotum séu sú að sögn Kolbrúnar að eins mánaðar fangelsi sé fyrir að reyna að smygla einu kílói af kannabisefnum og í máli Thomasar hafi verið rúm 23 kíló. „Dómaframkvæmdin segir okkur að tvö ár sé hæfileg refsing fyrir fíkniefnahlutann, en það er byggt á þeim ágiskunum,“ sagði Kolbrún. Spurð hvort Thomas muni afplána hér á landi sagði hún það ekki vitað og í raun seinni tíma mál. Hann fái nú frest til að meta hvort málinu verði áfrýjað. Erlendir brotamenn hafa rétt á því að sækja um að afplána í heimalandi sínu og það sé fangelsismálayfirvalda að meta hvort skilyrði séu fyrir því. Hún sagði að í svona máli, þar sem jafn þungur dómur fellur, geti menn sótt um reynslulausn þegar búið er að afplána tvo þriðju hluta dómsins. Öll mál sem eru ódæmd í Hæstarétti 1. janúar flytjast til Landsréttar Ef málinu verður áfrýjað á Kolbrún allt eins von á því að það verði eitt af fyrstu málunum sem fer fyrir Landsrétt. Öll mál sem eru ódæmd í Hæstarétti fyrir 1. janúar flytjast yfir til Landsréttar. Verði það raunin gæti þurft að taka allar vitnaleiðslur fyrir aftur. Í Landsrétti er gert ráð fyrir að vitnaleiðslur séu teknar upp í héraðsdómi og spilaðar aftur í Landsrétti. Kolbrún sagði hins vegar að upptökur á vitnaleiðslum í þessum máli hefðu ekki hafist fyrr en á síðasta degi vitnaleiðsla og svo gæti því farið að flest vitni þyrftu að mæta fyrir í Landsrétt. Spurð hvort eitthvað hafi verið frábrugðið þessu máli frá öðrum nefndi Kolbrún fjölmiðlaumfjöllunina sem sett hafi annan brag á málið. „Það var liggur við bein útsending úr réttarsalnum og maður er kannski ekki vanur því. Óneitanlega hefur það áhrif þegar það er svona mikil athygli og maður veit að öll þjóðin er að fylgjast með.“ Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. 29. september 2017 13:30 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
„Það er ekki beint hægt að segja að þetta hafi komið á óvart,“ sagði Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis eftir að dómur hafði verið kveðinn upp í Birnumálinu í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í dag. Þar var Thomas Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana í janúar síðastliðnum og fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Kolbrún sagði ákæruvaldið hafa nefnt við réttarhöldin á átján ára fangelsisrefsing væri lágmarkskrafa en miðað við hvernig málið var vaxið væri hugsanlega ástæða til að þyngja refsinguna.Dómaframkvæmdin segir að tvö ár sé hæfileg refsing fyrir fíkniefnin Hún telur ólíklegt að gerður hafi verið greinarmunur á því í dómnum hve mörg ár Thomas fékk fyrir að bana Birnu og hve mörg ár hann fékk fyrir fíkniefnalagabrotið. Þumalfingursreglan í fíkniefnabrotum séu sú að sögn Kolbrúnar að eins mánaðar fangelsi sé fyrir að reyna að smygla einu kílói af kannabisefnum og í máli Thomasar hafi verið rúm 23 kíló. „Dómaframkvæmdin segir okkur að tvö ár sé hæfileg refsing fyrir fíkniefnahlutann, en það er byggt á þeim ágiskunum,“ sagði Kolbrún. Spurð hvort Thomas muni afplána hér á landi sagði hún það ekki vitað og í raun seinni tíma mál. Hann fái nú frest til að meta hvort málinu verði áfrýjað. Erlendir brotamenn hafa rétt á því að sækja um að afplána í heimalandi sínu og það sé fangelsismálayfirvalda að meta hvort skilyrði séu fyrir því. Hún sagði að í svona máli, þar sem jafn þungur dómur fellur, geti menn sótt um reynslulausn þegar búið er að afplána tvo þriðju hluta dómsins. Öll mál sem eru ódæmd í Hæstarétti 1. janúar flytjast til Landsréttar Ef málinu verður áfrýjað á Kolbrún allt eins von á því að það verði eitt af fyrstu málunum sem fer fyrir Landsrétt. Öll mál sem eru ódæmd í Hæstarétti fyrir 1. janúar flytjast yfir til Landsréttar. Verði það raunin gæti þurft að taka allar vitnaleiðslur fyrir aftur. Í Landsrétti er gert ráð fyrir að vitnaleiðslur séu teknar upp í héraðsdómi og spilaðar aftur í Landsrétti. Kolbrún sagði hins vegar að upptökur á vitnaleiðslum í þessum máli hefðu ekki hafist fyrr en á síðasta degi vitnaleiðsla og svo gæti því farið að flest vitni þyrftu að mæta fyrir í Landsrétt. Spurð hvort eitthvað hafi verið frábrugðið þessu máli frá öðrum nefndi Kolbrún fjölmiðlaumfjöllunina sem sett hafi annan brag á málið. „Það var liggur við bein útsending úr réttarsalnum og maður er kannski ekki vanur því. Óneitanlega hefur það áhrif þegar það er svona mikil athygli og maður veit að öll þjóðin er að fylgjast með.“
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. 29. september 2017 13:30 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. 29. september 2017 13:30