Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. september 2017 13:30 Thomas í dómsal þegar hann bar vitni við aðalmeðferð málsins í ágúst. vísir/eyþór Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. Thomas var einnig dæmdur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en í káetu hans um borð í togaranum Polar Nanoq, þar sem hann var skipverji, fundust um 20 kíló af hassi. Hann var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu. Gæsluvarðhaldið sem hann hefur sætt frá því í janúar kemur til frádráttar refsingunni. Hann var dæmdur til að greiða 28 milljónir króna í sakarkostnað. Þar af eru 21 milljón sem fara í málsvarnarlaun verjanda hans, Páls Rúnars M. Kristjánssonar. Thomas var dæmdur til að greiða Brjáni Guðjónssyni, föður Birnu, rúmlega fjórar milljónir króna í skaðabætur ásamt vöxtum og Sigurlaugu Hreinsdóttur, móður Birnu, rúmlega þrjár milljónir í bætur með vöxtum.Gæsluvarðhald framlengt til 15. desember Ekki hefur fengist staðfest hvort dómnum verði áfrýjað en lögregla fékk framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir Thomasi til 15. desember á grundvelli almannahagsmuna. Er það jafnan gert þegar ekki liggur fyrir hvort málinu verði áfrýjað.Birna hvarf aðfaranótt 14. janúar og fannst lík hennar í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar, þann 22. janúar. Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 19. janúar en sérsveit Ríkislögreglustjóra handtók hann um borð í Polar Nanoq þann 18. janúar. Togarinn hafði legið í höfn í Hafnarfirði nóttina sem Birna hvarf. Ákæra á hendur Thomasi var gefin út þann 30. mars síðastliðinn og var málið þingfest þann 10. apríl. Thomas hefur ávallt neitað því að hafa orðið Birnu að bana og við þingfestingu neitaði hann einnig sök varðandi ákæruliðinn sem sneri að fíkniefnalagabrotinu. Sjá einnig:Hvarf Birnu Brjánsdóttur er greypt í minni þjóðarinnar Aðalmeðferð málsins hófst ekki fyrr en þann 20. ágúst en hún dróst í nokkrar vikur þar sem beðið var eftir matsgerð þýsks réttarmeinafræðings í málinu.Hátt í 40 vitni komu fyrir dóm Fyrirtaka var þó í málinu í júlí þar sem nokkrir skipverjar af Polar Nanoq báru vitni en tækifærið var nýtt til að fá þá fyrir dóm þá þar sem togarinn var í höfn. Thomas kom svo sjálfur fyrir dóminn 20. ágúst og gaf skýrslu. Hann gjörbreytti framburði sínum af atburðum aðfaranætur 14. janúar frá því sem hann bar við hjá lögreglu á sínum tíma og beindi spjótum sínum að öðrum skipverja á Polar Nanoq sem hafði verið með honum þá um nóttina. Alls komu hátt í 40 vitni fyrir héraðsdóm en aðalmeðferð málsins tók þrjá daga. Fór Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, fram á að Thomas yrði dæmdur í 18 ára fangelsi. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Aðalmeðferðinni frestað vegna anna hjá dómurum og réttarmeinafræðingi Aðalmeðferðinni í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen var í gær frestað og verður henni framhaldið þann 1. september næstkomandi. 23. ágúst 2017 16:13 Helstu atriðin úr réttarhöldunum yfir Thomasi Möller Öðrum degi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen lauk í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 23. ágúst 2017 13:38 Í beinni: Thomas Møller Olsen kemur fyrir dóm Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9.15 í dag. 21. ágúst 2017 07:15 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Sjá meira
Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. Thomas var einnig dæmdur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en í káetu hans um borð í togaranum Polar Nanoq, þar sem hann var skipverji, fundust um 20 kíló af hassi. Hann var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu. Gæsluvarðhaldið sem hann hefur sætt frá því í janúar kemur til frádráttar refsingunni. Hann var dæmdur til að greiða 28 milljónir króna í sakarkostnað. Þar af eru 21 milljón sem fara í málsvarnarlaun verjanda hans, Páls Rúnars M. Kristjánssonar. Thomas var dæmdur til að greiða Brjáni Guðjónssyni, föður Birnu, rúmlega fjórar milljónir króna í skaðabætur ásamt vöxtum og Sigurlaugu Hreinsdóttur, móður Birnu, rúmlega þrjár milljónir í bætur með vöxtum.Gæsluvarðhald framlengt til 15. desember Ekki hefur fengist staðfest hvort dómnum verði áfrýjað en lögregla fékk framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir Thomasi til 15. desember á grundvelli almannahagsmuna. Er það jafnan gert þegar ekki liggur fyrir hvort málinu verði áfrýjað.Birna hvarf aðfaranótt 14. janúar og fannst lík hennar í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar, þann 22. janúar. Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 19. janúar en sérsveit Ríkislögreglustjóra handtók hann um borð í Polar Nanoq þann 18. janúar. Togarinn hafði legið í höfn í Hafnarfirði nóttina sem Birna hvarf. Ákæra á hendur Thomasi var gefin út þann 30. mars síðastliðinn og var málið þingfest þann 10. apríl. Thomas hefur ávallt neitað því að hafa orðið Birnu að bana og við þingfestingu neitaði hann einnig sök varðandi ákæruliðinn sem sneri að fíkniefnalagabrotinu. Sjá einnig:Hvarf Birnu Brjánsdóttur er greypt í minni þjóðarinnar Aðalmeðferð málsins hófst ekki fyrr en þann 20. ágúst en hún dróst í nokkrar vikur þar sem beðið var eftir matsgerð þýsks réttarmeinafræðings í málinu.Hátt í 40 vitni komu fyrir dóm Fyrirtaka var þó í málinu í júlí þar sem nokkrir skipverjar af Polar Nanoq báru vitni en tækifærið var nýtt til að fá þá fyrir dóm þá þar sem togarinn var í höfn. Thomas kom svo sjálfur fyrir dóminn 20. ágúst og gaf skýrslu. Hann gjörbreytti framburði sínum af atburðum aðfaranætur 14. janúar frá því sem hann bar við hjá lögreglu á sínum tíma og beindi spjótum sínum að öðrum skipverja á Polar Nanoq sem hafði verið með honum þá um nóttina. Alls komu hátt í 40 vitni fyrir héraðsdóm en aðalmeðferð málsins tók þrjá daga. Fór Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, fram á að Thomas yrði dæmdur í 18 ára fangelsi.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Aðalmeðferðinni frestað vegna anna hjá dómurum og réttarmeinafræðingi Aðalmeðferðinni í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen var í gær frestað og verður henni framhaldið þann 1. september næstkomandi. 23. ágúst 2017 16:13 Helstu atriðin úr réttarhöldunum yfir Thomasi Möller Öðrum degi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen lauk í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 23. ágúst 2017 13:38 Í beinni: Thomas Møller Olsen kemur fyrir dóm Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9.15 í dag. 21. ágúst 2017 07:15 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Sjá meira
Aðalmeðferðinni frestað vegna anna hjá dómurum og réttarmeinafræðingi Aðalmeðferðinni í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen var í gær frestað og verður henni framhaldið þann 1. september næstkomandi. 23. ágúst 2017 16:13
Helstu atriðin úr réttarhöldunum yfir Thomasi Möller Öðrum degi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen lauk í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 23. ágúst 2017 13:38
Í beinni: Thomas Møller Olsen kemur fyrir dóm Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9.15 í dag. 21. ágúst 2017 07:15