Erlent

Höldum áfram segir Solberg

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Hægrimenn gæddu sér á köku til að fagna sigrinum.
Hægrimenn gæddu sér á köku til að fagna sigrinum. vísir/afp
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, segir tveggja flokka minnihlutastjórn flokks síns, Hægriflokksins, með Framfaraflokknum, geta haldið samstarfi sínu áfram.

Ljóst er að ríkisstjórn Solberg heldur eftir kosningar mánudagsins en stjórnin naut stuðnings Kristilega þjóðarflokksins og Venstre­ á síðasta kjörtímabili. Fékk ríkisstjórnin samtals 89 sæti af 169 á norska þinginu.

Solberg neitar að segja hvort ríkisstjórnin verði stækkuð með aðkomu minni flokkanna tveggja.

Óljóst er hvort stuðningsflokkarnir tveir vilji vinna áfram með Framfaraflokknum. Kristilegi þjóðarflokkurinn myndi heldur kjósa mið-hægristjórn og Trine Skei Grande, formaður Venstre, vill svokallaða blágræna stjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×