Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Lækka veru­lega verðmat sitt á Al­vot­ech og búast við töfum á öðrum hlið­stæðum

Ákvörðun FDA að veita Alvotech ekki markaðsleyfi að svo stöddu fyrir hliðstæðu sína við Simponi mun að líkindum einnig valda töfum á að aðrar nýjar væntanlegar líftæknilyfjahliðstæður þess fái samþykki í Bandaríkjunum, að sögn erlendra greinenda, sem hafa sumir hverjir lækkað verðmat sitt á félaginu talsvert. Tafirnar gætu haft nokkur áhrif á tekjuvöxt og framlegð næsta árs og þrengt að samkeppnisstöðu Alvotech ef keppinautar félagsins komast með sínar hliðstæður fyrr á markað.

Innherji
Fréttamynd

„Al­menningur hefur verið sveltur þegar kemur að mögu­leikanum á að fjár­festa“

Fyrirtækið Spesía, sem segist ætla að hjálpa Íslendingum að stórauka sparnað í erlendum verðbréfum, lauk nýverið við 400 milljón króna sprotafjármögnun, meðal annars frá stofnanda Kerecis. Forstjóri Spesía fullyrðir að almenningur sé búinn að vera sveltur þegar kemur að möguleikanum á að fjárfesta og segir að félagið muni geta boðið lægri þóknanakostnað en hefur þekkst á markaðinum hingað til.

Innherji
Fréttamynd

Gengi Alvotech hrynur

Gengi hlutabréfa í íslenska líftæknifyrirtækinu Alvotech hefur lækkað um rúmlega 21 prósent frá því að markaðir hér á landi opnuðu í morgun. Þá hefur gengi félagsins í sænsku kauphöllinni lækkað um rúm 23 prósent. Félagið tilkynnti í gær að það fengi að svo stöddu ekki leyfi fyrir hliðstæðulyf við Simponi og lækkaði afkomuspá sína í leiðinni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Alvotech fær ekki leyfi fyrir hlið­stæðu Simponi að svo stöddu

Íslenska líftæknifyrirtækið Alvotech fær ekki að svo stöddu markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir líftæknilyfið AVT05 sem er hliðstæðulyf við Simponi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Alvotech sendi frá sér í gærkvöldi í framhaldi af svarbréfi frá Lyfjastofnun Bandaríkjanna, FDA, sem hafði borist fyrirtækinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á­forma að nýta tug­milljarða um­fram eigið fé til að stækka lána­bókina er­lendis

Arðsemi Íslandsbanka á þriðja fjórðungi, sem einkenndist af ágætis gangi í kjarnarekstrinum, var á pari við væntingar greinenda en ólíkt hinum bönkunum var bókfærð jákvæð virðisbreyting á lánasafninu. Stjórnendur sjá fyrir sér að ríflega fjörutíu milljarða umfram eigið Íslandsbanka verði mögulega nýtt að stórum hluta til að sækja fram í erlendum lánveitingum.

Innherji
Fréttamynd

„Síðasta flug­tak“ Play í Gamla bíói

Það var líf og fjör í Gamla bíói liðna helgi þegar fyrrverandi starfsfólk flugfélagsins PLAY tók sitt „síðasta flugtak“ saman. Hátt í 300 manns mættu í sínu fínasta pússi og skemmtu sér langt fram eftir kvöldi í lokpartýi starfsmannafélagsins.

Lífið
Fréttamynd

Högnuðust um tæpa sjö milljarða

Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 6,9 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi 2025. Arðsemi eign fjár var 12,2 prósent á ársgrundvelli, en var 12,9 prósent þegar leiðrétt er vegna varúðarfærslu vegna dómsmála.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Banda­rískir sjóðir fyrir­ferða­mestir þegar Ocu­lis kláraði 110 milljóna dala út­boð

Líftæknilyfjafélagið Oculis hefur klárað hlutafjárútboð upp á samtals um 110 milljónir Bandaríkjadala en hið nýja fjármagn kemur nánast alfarið frá erlendum fjárfestingarsjóðum. Fjármögnuninni er ætlað að hraða klínískri þróunarvinnu á einu af þróunarlyfi félagsins við bráðri sjóntaugabólgu en eftir að hafa fengið jákvæða endurgjöf frá FDA fyrr í þessum mánuði hækkuðu bandarískir greinendur verulega verðmat sitt á Oculis.

Innherji
Fréttamynd

Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons

Fulltrúar góðgerðafélaga komu saman á árlegri uppskeruhátíð áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka í síðustu viku. Í ár söfnuðust alls 326.709.581 króna sem er met í áheitasöfnun. Heildarupphæð áheita sem safnast hafa í Reykjavíkurmaraþonum Íslandsbanka hefur því náð yfir tvo milljarða króna en áheitasöfnun hófst árið 2006.

Lífið
Fréttamynd

Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin

Kona sem var á meðal á annað þúsund farþega sem biðu í nokkrar klukkustundir í flugvél á Keflavíkurflugvelli í morgun áður en fluginu var aflýst er ósátt við upplýsingagjöf Icelandair. Fjögurra tíma bið við farangursbeltin áður en tilkynnt var um þrjúleytið að engar töskur bærust hafi verið sérstaklega svekkjandi. Félagið harmar biðina.

Innlent
Fréttamynd

Fjöl­margir far­þegar fastir í flug­vélum á Kefla­víkur­flug­velli

Mikil röskun hefur orðið á flugferðum frá landinu í morgun vegna snjókomu. Mikill fjöldi farþega er löngu kominn um borð í flugvélina og bíður tímunum saman eftir brottför. Flugrekstrarstjóri segir aðstæður afar krefjandi á Keflavíkurflugvelli. Unnið sé að því að koma vélum í loftið en öryggi sé númer eitt, tvö og þrjú. Búið er að aflýsa um ellefu flugum Icelandair í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Meðalmennskan plagar Brján

Þrátt fyrir frumlega hugmynd, ágætis leikara og sterka byrjun renna grínþættirnir Brjánn fljótt út í sandinn. Þar vegur þyngst skortur á almennilegu gríni og óspennandi framvinda.

Gagnrýni