Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Bréf ISB rjúka upp þegar farið var í endur­kaup og sjóðirnir byrjuðu að bæta við sig

Tveir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa verið talsvert á kaupendahliðinni í Íslandsbanka það sem af er þessum mánuði og bætt við sig bréfum í bankanum fyrir samtals vel á annan milljarð króna. Hlutabréfaverð Íslandsbanka, sem hratt af stað nýrri endurkaupaáætlun fyrir skömmu, hefur hækkað mikið að undanförnu í umtalsverðri veltu.

Innherjamolar
Fréttamynd

Róbert selur Adal­vo til fjár­festingar­risans EQT fyrir um einn milljarð dala

Fjárfestingafélagið Aztiq, sem er í meirihlutaeigu Róberts Wessman, hefur gengið frá sölu á nánast öllum eignarhlut sínum í Adalvo til alþjóðlega fjárfestingarrisans EQT en lyfjafyrirtækið er verðmetið á um einn milljarð Bandaríkjadala í þeim viðskiptum. Róbert segir að með sölunni sé hann meðal annars að reyna „einfalda lífið“ þannig að hann geti varið öllum sínum tíma í rekstur Alvotech en jafnframt er núna unnið að því að reyna klára sölu á samheitalyfjafyrirtækinu Alvogen í Bandaríkjunum síðar á árinu.

Innherji
Fréttamynd

Virði Icelandair hrapar eftir upp­gjör

Hlutabréfavirði Icelandair hefur lækkað um rúm sextán prósent í dag eftir birtingu uppgjörs annars ársfjórðungs í gær. Hagnaður eftir skatta nam 1,7 milljarði króna, en stór hlut af honum var í formi skattalegrar inneignar. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skamma og banna Play að blekkja neyt­endur

Neytendastofa hefur skammað og bannað flugfélaginu Play að birta auglýsingar sem eru líklegar til að blekkja neytendur um raunverulegan afslátt af flugi. Flugfélagið segir umræddar auglýsingar hafa verið gerðar í góðri trú.

Neytendur
Fréttamynd

Sam­runi sem var „skrifaður í skýin“ þegar Arion hafði betur í slagnum um Kviku

Arion banki hafði betur í slagnum um að hefja samrunaviðræður við Kviku eftir að hafa hækkað verulega tilboð sitt frá fyrsta kasti, sem endurspeglar væntingar um þau miklu tækifæri og samlegð sem hægt sé að ná fram í sameinuðu félagi, en stjórnendur bankans telja sig geta náð viðskiptunum í gegn án mjög íþyngjandi skilyrða frá Samkeppniseftirlitinu. Á meðal helstu fjármálaráðgjafa Arion í viðræðunum er fyrrverandi forstjóri Kviku banka og þá er nú þegar er búið að ákveða hver verður bankastjóri sameinaðs félags.

Innherji
Fréttamynd

Detti­foss komið til hafnar

Dettifoss, fragtskip Eimskips sem varð vélarvana úti á hafi á miðvikudagar, kom til hafnar í Reykjavík síðdegis í dag eftir að varðskipið Freyja dró það að landi.

Innlent
Fréttamynd

Detti­foss nálgast endamarkið

Flutningaskipið Dettifoss, sem varð vélarvana úti á hafi á miðvikudag, nálgast nú landið dregið áfram af varðskipinu Freyja í eigu Landhelgisgæslunnar.

Innlent
Fréttamynd

Skort­stöður fjár­festa í bréfum Al­vot­ech eru í hæstu hæðum

Ekkert lát virðist vera á áhuga fjárfesta vestanhafs að skortselja bréf í Alvotech en slíkar stöður stækkuðu á nýjan leik í lok síðasta mánaðar og eru núna í hæstu hæðum. Á sama tíma hefur hlutabréfaverð Alvotech átt erfitt uppdráttar og er niður um fjórðung frá því snemma í júnímánuði.

Innherji
Fréttamynd

Selja Lagar­foss með tæp­lega hálfs milljarðs tapi

Eimskip hefur samið um sölu á skipinu Lagarfoss. Þar sem bókfært verð skipsins er hærra en sem nemur söluverði mun Eimskip færa sölutap að fjárhæð 3,4 milljónir evra á þriðja ársfjórðungi 2025. Það gerir um 485 milljónir króna. Salan er sögð tengjast lokun kísilversins PCC Bakka.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eiginkona stjórnar­manns keypti ó­vart í bankanum

Eiginkona varaformanns í stjórn Íslandsbanka keypti að sögn óvart hlut í bankanum í gegnum einkabankaþjónustu Arion banka, sem upplýsti hana ekki um viðskiptin fyrr en nýlega. Varaformaðurinn segir viðskiptin vera „leið mistök“ en heildarverð þeirra nam um 3 milljónum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Engan bil­bug að finna á neyslu­g­leði heimila sam­hliða sterku gengi krónunnar

Innflutningur á varanlegum neysluvörum, eins og til dæmis heimilistækjum, hefur aukist verulega á fyrri helmingi ársins sem endurspeglar mikinn kraft í eftirspurn heimilanna, nokkuð sem peningastefnunefnd mun hafa áhyggjur af. Þá vekur það eftirtekt að vöruinnflutningur frá Bandaríkjunum hefur aldrei verið eins mikill og í maímánuði, sem kann að helgast af lækkun á gengi Bandaríkjadals vegna óvissu um tollastefnu Bandaríkjaforseta, en á sama tíma var útflutningur vestur um haf með minnsta móti.

Innherji