Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fjár­festar stækkuðu enn frekar skort­stöðu sína í hluta­bréfum Al­vot­ech

Umfang skortsölu með hlutabréf Alvotech í Nasdaq-kauphöllinni í Bandaríkjunum jókst um fjórðung á fyrstu vikum þessa mánaðar, skömmu eftir birtingu ársuppgjörs og ákvörðunar Bandaríkjaforseta að efna til tollastríðs við umheiminn. Hlutabréfaverð Alvotech, sem er niður um meira en þrjátíu prósent á fáeinum vikum, hefur verið að nálgast sitt lægsta gildi frá því að félaginu var fleytt á markað um sumarið 2022.

Innherji
Fréttamynd

„Brostnar væntingar“ fjár­festa en áhættu­stig Al­vot­ech sam­hliða lækkað mikið

Mikið verðfall á hlutabréfum Alvotech eftir uppfærða afkomuspá endurspeglaði brostnar væntingar fjárfesta, sem um leið losaði út talsvert af skuldsettum stöðum, en þrátt fyrir tímabundnar hraðahindranir undirstrika greinendur að félagið sé á allt öðrum stað en áður og efnahagsreikningurinn orðinn mun „heilbrigðari“. Ný og betri upplýsingagjöf er sögð geta leitt til „þroskaðri umræðu og væntinga“ um Alvotech en markaðsviðskipti Íslandsbanka nefna að ef félagið nær um 350 milljóna dala rekstrarhagnaði á næstu tveimur árum, nokkuð undir útgefinni áætlun, ætti það að skila sér í virkilega góðri ávöxtun.

Innherji
Fréttamynd

Sau­tján langveik börn fengu ferða­styrk

Sautján börnum og fjölskyldum þeirra, samtals um 70 manns, var í gær, á fyrsta degi sumars, afhentur ferðastyrkur úr sjóði Vildarbarna Icelandair. Afhendingin fór fram í Icelandair húsinu í Hafnarfirði.

Lífið
Fréttamynd

Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout

Nova hefur eignast 20 prósenta hlut í Dineout ásamt því að taka sæti í stjórn félagsins. Inga Tinna Sigurðardóttir, stofnandi og forstjóri Dineout, og Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- og forstjóri Nova, undirrituðu samning um kaupin í dag. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Beint flug milli Akur­eyrar og út­landa aldrei verið meira

Beint flug milli Akureyrar og útlanda hefur aldrei verið meira og voru sjö áætlunarflug á viku út í heim að jafnaði frá Akureyrarflugvelli í síðasta mánuði auk leiguflugs. Akureyri nálgast núna Reykjavíkurflugvöll í heildarfjölda flugfarþega.

Innlent
Fréttamynd

Er­lend út­lán bankanna mögu­lega „van­metin“ skýring á styrkingu krónunnar

Samtímis mikilli aukningu í útlánum bankanna til fyrirtækja í erlendri mynt á undanförnum mánuðum þá hafa þeir selt niður aðrar gjaldeyriseignir, að því er kemur fram í nýrri greiningu, sem kann að vera „vanmetin þáttur“ í gengisstyrkingu krónunnar frá því á haustmánuðum síðasta árs. Í síðustu viku hóf Seðlabankinn regluleg kaup sín á gjaldeyri, sem hafa það að markmiði að efla forðann, en eftir gengishækkun og fjarveru lífeyrissjóða á markaði eru flestir sérfræðingar sammála um að tímasetning bankans sé góð.

Innherji
Fréttamynd

„Þeir liggja hérna eins og hrá­viði út um allt“

Hátt í níutíu íslenskir piltar, þar af sjötíu undir lögaldri, eru fastir ásamt fylgdarliði á flugvellinum í Barselóna þessa stundina. Í hópnum eru allt niður í fjórtán ára börn og einhver enn þá yngri systkini. Drengirnir sem eru annars vegar Skagamenn og hins vegar Grindvíkingar voru í keppnisferð í fótbolta, að taka þátt í Daurada Cup í Salou. Pappírar sem gera fararstjórum kleift að ferðast með strákana renna út í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Fjár­festar marg­földuðu skort­stöður í bréfum Al­vot­ech í að­draganda upp­gjörs

Á fáeinum mánuðum jókst umfang skortsölu með hlutabréf í Alvotech á markaði í Bandaríkjunum um liðlega sjöfalt og var í hæstu hæðum þegar félagið birti ársuppgjör sitt og uppfærða afkomuspá, sem var undir væntingum fjárfesta, í lok mars. Veðmál þeirra fjárfesta, sem var ágætlega stórt í hlutfalli við frjálst flot á bréfunum vestanhafs, hefur gefist vel en hlutabréfaverð Alvotech hefur lækkað um nærri þriðjung frá þeim tíma.

Innherji
Fréttamynd

Öl­gerðin ræður tvo markaðs­stjóra

Elísabet Austmann og Bergsveinn Guðmundsson hafa tekið við nýjum stöðum markaðsstjóra hjá Ölgerðinni. Elísabet hefur tekið við stöðu markaðsstjóra óáfengra drykkja og Bergsveinn markaðsstjóra áfengra drykkja.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þurfti á­falla­hjálp þegar flugi til Ís­lands var hætt

Íslendinganýlendan í Lúxemborg missti dýrmæt tengsl við heimalandið þegar beinu flugi var hætt á milli landanna. Mjög hefur dregið úr starfsemi Íslendingafélagsins í landinu og virðist íslenska samfélagið þar smámsaman vera að renna inn í það lúxemborgíska.

Innlent
Fréttamynd

VÍS opnar aftur skrif­stofu á Akra­nesi

VÍS opnar í sumar aftur þjónustuskrifstofu á Akranesi. Í tilkynningu frá VÍS kemur fram að skrifstofan verði að Dalbraut 1, í sama húsnæði og Íslandsbanki. Tilkynnt var um samstarf VÍS og Íslandsbanka í janúar. Með samstarfinu njóta viðskiptavinir beggja félaga sérstaks ávinnings í vildarkerfum. VÍS hefur ekki rekið skrifstofu á Akranesi frá árinu 2018.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður ACRO jókst yfir fimm­tíu pró­sent og nam nærri milljarði króna

Umtalsverður tekjuvöxtur ACRO verðbréfa á liðnu ári skilaði sér í því að hagnaður félagsins tók mikið stökk og nam hátt í einum milljarði króna eftir skatt. Verðbréfafyrirtækið, sem hefur meðal annars haft umsjón með stórum fjármögnunum hér heima fyrir Alvotech síðustu misseri og ár, greiðir meginþorra þess hagnaðar út í arð til eigenda.

Innherji