Kauphöllin

Fréttamynd

Ó­venj­u hátt skatt­hlut­fall Ari­on vegn­a fram­virkr­a samn­ing­a

Yfir lengra tímabil hafa framvirkir samningar sem Arion banki hefur veitt viðskiptavinum leitt til lægra virks skatthlutfalls, upplýsti bankastjóri. Hagnaður af slíkum samningum urðu til þess að skatthlutfallið var óvenju hátt á fyrsta ársfjórðungi sem kom greinendum á óvart. Hann gerir ráð fyrir því að þróunin verði með öðrum hætti á yfirstandi ársfjórðungi.

Innherji
Fréttamynd

Hlut­a­bréf­a­verð flug­fé­lag­ann­a fell­ur og smærr­i fjár­fest­ar færa sig í Al­vot­ech

Hlutabréfaverð íslensku flugfélaganna Icelandair og Play hefur fallið um næstum 50 til rúmlega 60 prósent á þremur mánuðum. Heildarvísitalan hefur á sama tíma lækkað um sjö prósent. Hlutabréfagreinandi segir að líklega hafi smærri fjárfestar og einstaklingar fært fjárfestingar sínar úr Icelandair í Alvotech. Það eru gerðar minni væntingar en áður til flugrekstrar samhliða minni eftirspurn eftir ferðum til Íslands.

Innherji
Fréttamynd

Heilbrigðistryggingafélag tekur lyf Alvotech upp á sína arma

Bandaríska heilbrigðistryggingafélagið Cigna hyggst bjóða upp á líftæknilyfjahliðstæður af gigtarlyfinu Humira án þess að viðskiptavinir þurfi að greiða sérstaklega fyrir lyfið. Alvotech, sem er býður upp á slíkt lyf, hefur hækkað um 3,7 prósent það sem af er degi.

Innherji
Fréttamynd

Farsímatekjur undir væntingum

Reiknað er með því að EBIT afkoma Sýnar á fyrsta ársfjórðungi verði umtalsvert minni en samanborið við sama tímabil í fyrra eða sem nemur rúmum 308 milljónum króna. Þetta kemur fram í afkomuviðvörun til Kauphallar. Áætluð EBIT afkoma verður um 120 milljónir króna en var 428 á sama tíma í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Van­skil fyr­ir­tækj­a „ekki til marks um al­menn­a breyt­ing­u“ hjá við­skipt­a­vin­um

Íslandsbanki hefur ekki fundið fyrir mikilli aukningu í vanskilum hjá fyrirtækjum á undanförnum mánuðum, hvorki lengri né skemmri tíma vanskilum, segir fjármálastjóri Íslandsbanka. Heildarvanskil hjá fyrirtækjum í viðskiptum við Landsbankans hafa lítið eitt aukist frá áramótum en breytingin er „óveruleg og er ekki til marks um almenna breytingu hjá okkar viðskiptavinum.“

Innherji
Fréttamynd

Skrán­ing Ocu­lis á Aðal­mark­að má rekja til á­hug­a frá fjár­fest­um

Skráning augnlyfjaþróunarfélagsins Oculis í Kauphöll Íslands er viðbragð við áhuga frá innlendum fjárfestum og byggð á óskum hluthafa, segir framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu. Mögulega mun fyrirtækið byrja að afla tekna árið 2026. Hann segir að það sé unnið að því að auka veltu með hlutabréfin á Nasdaq. Hún hafi verið að aukast og við það verði verðmyndun vonandi betri en markaðurinn ráði verðinu þegar öllu sé á botninn hvolft.

Innherji
Fréttamynd

Oculis komið á markað

Viðskipti með verðbréf líftæknifyrirtækisins Oculis Holding AG eru hafin í Kauphöllinni. Félagið var áður skráð á markað í Bandaríkjunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stjórn­völd vilja ekki bjóða er­lendum fjár­festum upp á sér­stöðu Ís­lands

Ef það er raunverulega markmiðið að auka beina erlenda fjárfestingu og skapa umhverfi sem eflir hlutabréfamarkaðinn þá væri réttast að selja minnihluta í Landsvirkjun samhliða skráningu á markað og eins opna meira á erlent eignarhald í sjávarútvegi, að mati framkvæmdastjóra eins stærsta lífeyrissjóðs landsins. Þótt Kauphöllin fari stækkandi þá endurspegli hún ekki vel íslenska hagkerfið á meðan stjórnvöld halda verndarhendi yfir þeim atvinnugreinum sem eru með sérstöðu á heimsvísu.

Innherji
Fréttamynd

Líf­eyris­sjóðir stækkuðu stöðuna í Marel og fara með um 40 prósenta hlut

Íslensku lífeyrissjóðirnir, einkum þeir stærstu, juku lítillega við hlutabréfastöðu sína í Marel í fyrra á afar sveiflukenndum og krefjandi tímum á markaði en að teknu tilliti til óbeins eignarhlutar í Eyri Invest fara sjóðirnir núna með samanlagt um fjörutíu prósenta hlut í félaginu. Bandaríska fyrirtækið JBT áformar að gera formlegt yfirtökutilboð í Marel í næsta mánuði en það er meðal annars háð skilyrði um samþykki að lágmarki 90 prósent hluthafa.

Innherji
Fréttamynd

ACRO hagnast um 600 milljónir eftir tug­prósenta tekju­aukningu í fyrra

ACRO verðbréf skilaði metafkomu á árinu 2023 þrátt fyrir krefjandi aðstæður á mörkuðum, þar sem velta á hlutabréfamarkaði dróst talsvert saman, og áformar að greiða meira en sex hundruð milljónir í arð til eigenda félagsins. Á liðnu ári keyptu ACRO eigin bréf í tengslum við starfslok fyrrverandi hluthafa sem verðmat verðbréfafyrirtækið á ríflega einn milljarð.

Innherji
Fréttamynd

Lítil eftir­spurn eftir hlutum Play

Áskriftir að fjárhæð 105 milljónum króna bárust í almennu hlutafjárútboði Play. Boðnir voru út hlutir að andvirði hálfs milljarðar og eftirspurnin því um tuttugu prósent. Áður höfðu borist bindandi áskriftarloforð frá núverandi hluthöfum og öðrum fjárfestum upp á 4,5 milljarða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ocu­lis að klára milljarða hluta­fjár­út­boð og á­formar skráningu í Kaup­höllina

Augnlyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, stofnað af tveimur íslenskum prófessorum, er núna á lokametrunum með að klára stóra hlutafjáraukningu frá meðal annars íslenskum fjárfestum og setur stefnuna í kjölfarið á skráningu í Kauphöllina hér heima. Félagið yrði þá tvískráð – því var fleytt á markað í Bandaríkjunum fyrir rétt rúmlega einu ári – en það er í dag með markaðsvirði upp á liðlega sextíu milljarða króna.

Innherji
Fréttamynd

Eim­skip og Mærsk fylgj­ast að í mikl­um geng­is­lækk­un­um

Eftir nærri þrjátíu prósenta lækkun frá áramótum er hlutabréfaverð Eimskips komið á svipaðar slóðir og fyrir þremur árum. Það er svipuð lækkun og hjá risanum A.P. Møller-Mærsk sem margir innlendir fjárfestar horfa til þegar rýnt er í þróun í skipaflutningi. Eimskip sendi frá afkomuviðvörun í lok síðustu viku en félagið er hins vegar betur rekið og arðbærar en fyrir faraldurinn, að mati hlutabréfagreinanda.

Innherji
Fréttamynd

Stærsti fjár­festirinn í frumút­boði Ís­fé­lagsins heldur á­fram að bæta við sig

Helstu íslensku lífeyrissjóðirnir í hluthafahópi Ísfélagsins hafa á undanförnum vikum og mánuðum haldið áfram að bæta við eignarhlut sinn í sjávarútvegsfyrirtækinu en það var skráð á markað undir lok síðasta árs. Sá fjárfestir sem var langsamlega umsvifamestur í frumútboði félagsins, Lífeyrissjóður verslunarmanna, hefur frá þeim tíma stækkað hlut sinn um meira en þriðjung í viðskiptum á eftirmarkaði.

Innherji
Fréttamynd

Vogunar­sjóðum Akta reitt þungt högg eftir ó­vænt gengis­fall Al­vot­ech

Ævintýralegar sveiflur hafa verið á gengi vogunarsjóða í stýringu Akta á undanförnum vikum samhliða hröðu risi og síðan falli á hlutabréfaverði Alvotech. Sjóðastýringarfélagið hefur lagt mikið undir á Alvotech, sem fékk undir lok febrúar langþráð samþykki fyrir markaðsleyfi í Bandaríkjunum, en einn af flaggskipssjóðum Akta tók dýfu um nærri fimmtíu prósent á nokkrum viðskiptadögum þegar það fór að síga á ógæfuhliðina hjá líftæknilyfjafyrirtækinu á hlutabréfamarkaði.

Innherji