Afkoma byssuframleiðanda versnar eftir kjör Trump 13. september 2017 10:56 Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum hafa alið á ótta fólks við að stjórnmálamenn ætli að svipta þá réttindum til að bera vopn. Það hefur verið talið kynda undir skotvopnasölu. Vísir/AFP Tekjur eins stærsta byssuframleiðanda Bandaríkjanna hafa dregist saman um tæpan helming á síðasta ársfjórðungi borið saman við sama tímabil í fyrra. Ástæðan gæti tengst kjöri Donalds Trump sem forseta. American Outdoor Brands, sem áður hét Smith og Wesson, hefur greint frá því að sala þess á skotvopnum dróst saman um tæplega hundrað milljónir dollara á síðasta ársfjórðungi borið saman við sama fjórðung í fyrra. Í umfjöllun The Guardian kemur fram að byssumarkaðurinn í Bandaríkjunum bregst gjarnan við öfugsnúnum hvötum. Þegar forseti sem vill herða vopnalöggjöfina eins og Barack Obama er við völd kemur kippur í byssusöluna, að því er virðist vegna þess að byssueigendur óttast að missa skotvopnin. Þegar forseti sem er andsnúinn hertum reglum eins og Trump er við völd er sá hvati ekki lengur til staðar. Þannig var Obama kallaður „besti byssusölumaður í heimi“ en nú er talað um „Trump-hrunið“.Keyptu yfir sig þegar Obama var forsetiFrá því að Trump tók við völdum í janúar hafa hlutabréf vopnaframleiðanda tekið dýfu og sala á skotvopnum og fylgihlutum þeirra hefur dregist saman. „Sú staðreynd að allir töldu Obama vera andsnúinn byssum og að hann vildi taka rétt þinn til byssueignar af þér fékk alla til að kaupa, kaupa, kaupa þangað til allir voru komnir með meira en nóg,“ sagði Jeremiah Blasi, markaðsstjóri Mid America Armament, lítils vopnaframleiðanda í oklahoma, í síðasta mánuði. Þrátt fyrir þessar nýjustu afkomutölur lepja vopnaframleiðendur tæplega dauðann úr skel. Þó að árið í ár komi verr út en 2016 er salan engu að síður mikil í sögulegu samhengi. Mike Bazinet, talsmaður Skotíþróttasjóðs Bandaríkjanna, segir að árið 2017 stefni í að vera annað eða þriðja söluhæsta árið frá því að bandarísk stjórnvöld byrjuðu að gera bakgrunnsathuganir á byssukaupendum. Donald Trump Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Tekjur eins stærsta byssuframleiðanda Bandaríkjanna hafa dregist saman um tæpan helming á síðasta ársfjórðungi borið saman við sama tímabil í fyrra. Ástæðan gæti tengst kjöri Donalds Trump sem forseta. American Outdoor Brands, sem áður hét Smith og Wesson, hefur greint frá því að sala þess á skotvopnum dróst saman um tæplega hundrað milljónir dollara á síðasta ársfjórðungi borið saman við sama fjórðung í fyrra. Í umfjöllun The Guardian kemur fram að byssumarkaðurinn í Bandaríkjunum bregst gjarnan við öfugsnúnum hvötum. Þegar forseti sem vill herða vopnalöggjöfina eins og Barack Obama er við völd kemur kippur í byssusöluna, að því er virðist vegna þess að byssueigendur óttast að missa skotvopnin. Þegar forseti sem er andsnúinn hertum reglum eins og Trump er við völd er sá hvati ekki lengur til staðar. Þannig var Obama kallaður „besti byssusölumaður í heimi“ en nú er talað um „Trump-hrunið“.Keyptu yfir sig þegar Obama var forsetiFrá því að Trump tók við völdum í janúar hafa hlutabréf vopnaframleiðanda tekið dýfu og sala á skotvopnum og fylgihlutum þeirra hefur dregist saman. „Sú staðreynd að allir töldu Obama vera andsnúinn byssum og að hann vildi taka rétt þinn til byssueignar af þér fékk alla til að kaupa, kaupa, kaupa þangað til allir voru komnir með meira en nóg,“ sagði Jeremiah Blasi, markaðsstjóri Mid America Armament, lítils vopnaframleiðanda í oklahoma, í síðasta mánuði. Þrátt fyrir þessar nýjustu afkomutölur lepja vopnaframleiðendur tæplega dauðann úr skel. Þó að árið í ár komi verr út en 2016 er salan engu að síður mikil í sögulegu samhengi. Mike Bazinet, talsmaður Skotíþróttasjóðs Bandaríkjanna, segir að árið 2017 stefni í að vera annað eða þriðja söluhæsta árið frá því að bandarísk stjórnvöld byrjuðu að gera bakgrunnsathuganir á byssukaupendum.
Donald Trump Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira