Afkoma byssuframleiðanda versnar eftir kjör Trump 13. september 2017 10:56 Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum hafa alið á ótta fólks við að stjórnmálamenn ætli að svipta þá réttindum til að bera vopn. Það hefur verið talið kynda undir skotvopnasölu. Vísir/AFP Tekjur eins stærsta byssuframleiðanda Bandaríkjanna hafa dregist saman um tæpan helming á síðasta ársfjórðungi borið saman við sama tímabil í fyrra. Ástæðan gæti tengst kjöri Donalds Trump sem forseta. American Outdoor Brands, sem áður hét Smith og Wesson, hefur greint frá því að sala þess á skotvopnum dróst saman um tæplega hundrað milljónir dollara á síðasta ársfjórðungi borið saman við sama fjórðung í fyrra. Í umfjöllun The Guardian kemur fram að byssumarkaðurinn í Bandaríkjunum bregst gjarnan við öfugsnúnum hvötum. Þegar forseti sem vill herða vopnalöggjöfina eins og Barack Obama er við völd kemur kippur í byssusöluna, að því er virðist vegna þess að byssueigendur óttast að missa skotvopnin. Þegar forseti sem er andsnúinn hertum reglum eins og Trump er við völd er sá hvati ekki lengur til staðar. Þannig var Obama kallaður „besti byssusölumaður í heimi“ en nú er talað um „Trump-hrunið“.Keyptu yfir sig þegar Obama var forsetiFrá því að Trump tók við völdum í janúar hafa hlutabréf vopnaframleiðanda tekið dýfu og sala á skotvopnum og fylgihlutum þeirra hefur dregist saman. „Sú staðreynd að allir töldu Obama vera andsnúinn byssum og að hann vildi taka rétt þinn til byssueignar af þér fékk alla til að kaupa, kaupa, kaupa þangað til allir voru komnir með meira en nóg,“ sagði Jeremiah Blasi, markaðsstjóri Mid America Armament, lítils vopnaframleiðanda í oklahoma, í síðasta mánuði. Þrátt fyrir þessar nýjustu afkomutölur lepja vopnaframleiðendur tæplega dauðann úr skel. Þó að árið í ár komi verr út en 2016 er salan engu að síður mikil í sögulegu samhengi. Mike Bazinet, talsmaður Skotíþróttasjóðs Bandaríkjanna, segir að árið 2017 stefni í að vera annað eða þriðja söluhæsta árið frá því að bandarísk stjórnvöld byrjuðu að gera bakgrunnsathuganir á byssukaupendum. Donald Trump Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira
Tekjur eins stærsta byssuframleiðanda Bandaríkjanna hafa dregist saman um tæpan helming á síðasta ársfjórðungi borið saman við sama tímabil í fyrra. Ástæðan gæti tengst kjöri Donalds Trump sem forseta. American Outdoor Brands, sem áður hét Smith og Wesson, hefur greint frá því að sala þess á skotvopnum dróst saman um tæplega hundrað milljónir dollara á síðasta ársfjórðungi borið saman við sama fjórðung í fyrra. Í umfjöllun The Guardian kemur fram að byssumarkaðurinn í Bandaríkjunum bregst gjarnan við öfugsnúnum hvötum. Þegar forseti sem vill herða vopnalöggjöfina eins og Barack Obama er við völd kemur kippur í byssusöluna, að því er virðist vegna þess að byssueigendur óttast að missa skotvopnin. Þegar forseti sem er andsnúinn hertum reglum eins og Trump er við völd er sá hvati ekki lengur til staðar. Þannig var Obama kallaður „besti byssusölumaður í heimi“ en nú er talað um „Trump-hrunið“.Keyptu yfir sig þegar Obama var forsetiFrá því að Trump tók við völdum í janúar hafa hlutabréf vopnaframleiðanda tekið dýfu og sala á skotvopnum og fylgihlutum þeirra hefur dregist saman. „Sú staðreynd að allir töldu Obama vera andsnúinn byssum og að hann vildi taka rétt þinn til byssueignar af þér fékk alla til að kaupa, kaupa, kaupa þangað til allir voru komnir með meira en nóg,“ sagði Jeremiah Blasi, markaðsstjóri Mid America Armament, lítils vopnaframleiðanda í oklahoma, í síðasta mánuði. Þrátt fyrir þessar nýjustu afkomutölur lepja vopnaframleiðendur tæplega dauðann úr skel. Þó að árið í ár komi verr út en 2016 er salan engu að síður mikil í sögulegu samhengi. Mike Bazinet, talsmaður Skotíþróttasjóðs Bandaríkjanna, segir að árið 2017 stefni í að vera annað eða þriðja söluhæsta árið frá því að bandarísk stjórnvöld byrjuðu að gera bakgrunnsathuganir á byssukaupendum.
Donald Trump Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira