Spurs skaut eintómum púðurskotum á Wembley Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. september 2017 18:15 Tottenham og Swansea City gerðu markalaust jafntefli í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Tottenham 75% með boltann og sótti án afláts. Liðið átti 26 skot á móti aðeins fjórum en inn vildi boltinn ekki. Tottenham bíður því enn eftir fyrsta deildarsigrinum á Wembley. Spurs hefur aðeins uppskorið tvö stig úr fyrstu þremur heimaleikjunum í ensku úrvalsdeildinni. Spurs er í 8. sæti deildarinnar með átta stig á meðan Swansea er í 14. sætinu með fimm stig. Enski boltinn
Tottenham og Swansea City gerðu markalaust jafntefli í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Tottenham 75% með boltann og sótti án afláts. Liðið átti 26 skot á móti aðeins fjórum en inn vildi boltinn ekki. Tottenham bíður því enn eftir fyrsta deildarsigrinum á Wembley. Spurs hefur aðeins uppskorið tvö stig úr fyrstu þremur heimaleikjunum í ensku úrvalsdeildinni. Spurs er í 8. sæti deildarinnar með átta stig á meðan Swansea er í 14. sætinu með fimm stig.
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn